600 kaupendur Toyota Mirai vetnisbílsins á fyrstu 10 dögum Finnur Thorlacius skrifar 10. ágúst 2015 09:56 Toyota hefur áætlað að selja 3.000 Mirai vetnisbíla í Bandaríkjunum frá október í ár til enda árs 2017. Opnað var fyrir pantanir á bílnum fyrir 10 dögum og nú þegar hafa 600 skráð sig fyrir kaupum eða leigu á bínum, eða fimmtungur af þessari áætlaðu sölu ríflega tveggja ára. Þessir kaupendur hafa greinilega ekki miklar áhyggjur af fjölda áfyllingarstöðva vetnis, en Toyota hefur lofað kaupendum þéttara neti slíkra stöðva á næstunni. Í Kaliforníu, sem er sannkölluð mekka umhverfisvænna bíla í Bandaríkjunum, ætlar Toyota að byggja 15 nýjar áfyllingastöðvar fyrir enda þessa árs og 20 aðrar á næsta ári. Toyota Mirai er alls ekki ódýr bíll, en hann kostar 57.500 dollara í Bandaríkjunum. Ef hann er leigður þurfa kaupendur að reiða fram 3.649 dollara í upphafi og greiða síðan 499 dollara á mánuði. Þessu fylgir frítt vetni á bílana fyrstu 3 árin. Toyota Mirai kemst 500 km á hverri tankfylli. Sjá má kynningarstiklu um Toyota Mirai vetnisbílinn hér að ofan. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent
Toyota hefur áætlað að selja 3.000 Mirai vetnisbíla í Bandaríkjunum frá október í ár til enda árs 2017. Opnað var fyrir pantanir á bílnum fyrir 10 dögum og nú þegar hafa 600 skráð sig fyrir kaupum eða leigu á bínum, eða fimmtungur af þessari áætlaðu sölu ríflega tveggja ára. Þessir kaupendur hafa greinilega ekki miklar áhyggjur af fjölda áfyllingarstöðva vetnis, en Toyota hefur lofað kaupendum þéttara neti slíkra stöðva á næstunni. Í Kaliforníu, sem er sannkölluð mekka umhverfisvænna bíla í Bandaríkjunum, ætlar Toyota að byggja 15 nýjar áfyllingastöðvar fyrir enda þessa árs og 20 aðrar á næsta ári. Toyota Mirai er alls ekki ódýr bíll, en hann kostar 57.500 dollara í Bandaríkjunum. Ef hann er leigður þurfa kaupendur að reiða fram 3.649 dollara í upphafi og greiða síðan 499 dollara á mánuði. Þessu fylgir frítt vetni á bílana fyrstu 3 árin. Toyota Mirai kemst 500 km á hverri tankfylli. Sjá má kynningarstiklu um Toyota Mirai vetnisbílinn hér að ofan.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent