GM veðjar á Indland Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2015 08:32 Umferðaröngþveiti í indverskri borg. Bílamarkaðurinn í Indlandi hefur verið í nokkurri lægð á undaförnum árum og þar seljast tæplega 3 milljónir bíla á ári. Ýmis teikn eru þó á lofti um aukna sölu á næstu árum og því er spáð að árið 2020 verði Indland orðinn þriðji stærsti bílamarkaður heims á eftir Kína og Bandaríkjunum. General Motors ætlar greinilega ekki að missa af þessum vagni og ætlar á næstu árum að fjárfesta fyrir 1 milljarð dollara, eða um 134 milljarða króna í starfsemi sína í Indlandi. Enn smár bílasali í Indlandi GM seldi aðeins 56.700 bíla í fyrra í Indlandi og var markaðshlutdeild þeirra aðeins 1,8%. Þessu ætlar Mary Barra, forstjóri GM að breyta og vaxa afar hratt í Indlandi. Stefnan er að kynna 10 nýja bíla í Indlandi á næstu 5 árum og verða þeir framleiddir þar. Í dag eru japanskir og kóreskir bílaframleiðendur ráðandi á bílamarkaðnum í Indlandi. Framleiðendur eins og Suzuki og Hyundai hafa náð miklum árangri í Indlandi en bandarísk og evrópsk bílafyrirtæki hafa ekki náð að festa nægilega rótum í Indlandi og bjóða ekki nógu litla og ódýra bíla þar. Verður smíðamiðstöð fyrir ódýra bíla GM GM ætlar einmitt að framleiða ódýra og smáa bíla í Indlandi og ekki bara selja þá þar heldur einnig í öðrum löndum í Asíu. Þar munu nýjar verksmiðjur GM í Indlandi leika aðalhlutverk. Í leiðinni ætlar GM að draga úr framleiðslu sinni í S-Kóreu, en þar eru framleiddir fimmtungur af bílum GM á hverju ári. Hækkandi launakostnaður í S-Kóreu hefur hinsvegar valdið GM áhyggjum og stefnan er að flytja talsvert af framleiðslunni þaðan í nýjar verksmiðjur í Indlandi. Framleiðslan í S-Kóreru mun í leiðinni breytast í framleiðslu dýrari bíla GM. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Bílamarkaðurinn í Indlandi hefur verið í nokkurri lægð á undaförnum árum og þar seljast tæplega 3 milljónir bíla á ári. Ýmis teikn eru þó á lofti um aukna sölu á næstu árum og því er spáð að árið 2020 verði Indland orðinn þriðji stærsti bílamarkaður heims á eftir Kína og Bandaríkjunum. General Motors ætlar greinilega ekki að missa af þessum vagni og ætlar á næstu árum að fjárfesta fyrir 1 milljarð dollara, eða um 134 milljarða króna í starfsemi sína í Indlandi. Enn smár bílasali í Indlandi GM seldi aðeins 56.700 bíla í fyrra í Indlandi og var markaðshlutdeild þeirra aðeins 1,8%. Þessu ætlar Mary Barra, forstjóri GM að breyta og vaxa afar hratt í Indlandi. Stefnan er að kynna 10 nýja bíla í Indlandi á næstu 5 árum og verða þeir framleiddir þar. Í dag eru japanskir og kóreskir bílaframleiðendur ráðandi á bílamarkaðnum í Indlandi. Framleiðendur eins og Suzuki og Hyundai hafa náð miklum árangri í Indlandi en bandarísk og evrópsk bílafyrirtæki hafa ekki náð að festa nægilega rótum í Indlandi og bjóða ekki nógu litla og ódýra bíla þar. Verður smíðamiðstöð fyrir ódýra bíla GM GM ætlar einmitt að framleiða ódýra og smáa bíla í Indlandi og ekki bara selja þá þar heldur einnig í öðrum löndum í Asíu. Þar munu nýjar verksmiðjur GM í Indlandi leika aðalhlutverk. Í leiðinni ætlar GM að draga úr framleiðslu sinni í S-Kóreu, en þar eru framleiddir fimmtungur af bílum GM á hverju ári. Hækkandi launakostnaður í S-Kóreu hefur hinsvegar valdið GM áhyggjum og stefnan er að flytja talsvert af framleiðslunni þaðan í nýjar verksmiðjur í Indlandi. Framleiðslan í S-Kóreru mun í leiðinni breytast í framleiðslu dýrari bíla GM.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent