Drægni Chevrolet Volt eykst um 40% Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2015 15:15 Chevrolet Volt árgerð 2016. Stutt er í að Chevrolet kynni nýja kynslóð tvíorkubílsins Volt og hann á að komast 85 kílómetra á rafmagninu eingöngu, eða 40% lengra en fyrri gerð. Eftir að rafmagnið klárast á Volt fer einskonar ljósavél í gang sem brennir bensíni og framleiðir rafmagn og gengur hann því alltaf á rafmagni. Uppgefin eyðsla bílsins er 2,2 lítrar á hverja 100 kílómetra. Eins og með marga aðra tvíorkubíla komast eigendur þeirra svo til allra sinna ferða á rafmagninu eingöngu og með nýrri og langdrægari gerð bílsins ættu þeir að hræðast minna að aka á bensíni. Í tilviki Volt er svo til ekkert að hræðast því ef rafmagnið klárast tekur ljósavélin við og því er enginn munur á honum og hefðbundnum bíl og drægnin svipuð og í venjulegum bílum. Annað á við í tilfelli hreinna raforkubíla, en þegar rafmagnið klárast er bíllinn stopp. Eigendur Volt aka 80% á rafmagni Núverandi eigendur Chevrolet Volt aka 80% sinna ferða á rafmagninu, en með breyttum bíl er gert ráð fyrir því að sú tala fari í 90%. Athyglivert er að verð Volt kemur til með lækka með nýrri kynslóð og mun hann fá 33.995 dollara verðmiða, en núverandi gerð kostar 34.170 dollara. Þetta er verðið áður en til koma endurgreiðslur frá ríkinu og geta þær auðveldlega numið 7.500 dollurum vestra. Því kostar nýr Volt um 3,5 milljónir króna í Bandaríkjunum. Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent
Stutt er í að Chevrolet kynni nýja kynslóð tvíorkubílsins Volt og hann á að komast 85 kílómetra á rafmagninu eingöngu, eða 40% lengra en fyrri gerð. Eftir að rafmagnið klárast á Volt fer einskonar ljósavél í gang sem brennir bensíni og framleiðir rafmagn og gengur hann því alltaf á rafmagni. Uppgefin eyðsla bílsins er 2,2 lítrar á hverja 100 kílómetra. Eins og með marga aðra tvíorkubíla komast eigendur þeirra svo til allra sinna ferða á rafmagninu eingöngu og með nýrri og langdrægari gerð bílsins ættu þeir að hræðast minna að aka á bensíni. Í tilviki Volt er svo til ekkert að hræðast því ef rafmagnið klárast tekur ljósavélin við og því er enginn munur á honum og hefðbundnum bíl og drægnin svipuð og í venjulegum bílum. Annað á við í tilfelli hreinna raforkubíla, en þegar rafmagnið klárast er bíllinn stopp. Eigendur Volt aka 80% á rafmagni Núverandi eigendur Chevrolet Volt aka 80% sinna ferða á rafmagninu, en með breyttum bíl er gert ráð fyrir því að sú tala fari í 90%. Athyglivert er að verð Volt kemur til með lækka með nýrri kynslóð og mun hann fá 33.995 dollara verðmiða, en núverandi gerð kostar 34.170 dollara. Þetta er verðið áður en til koma endurgreiðslur frá ríkinu og geta þær auðveldlega numið 7.500 dollurum vestra. Því kostar nýr Volt um 3,5 milljónir króna í Bandaríkjunum.
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent