Disney gerir nýja Lion King mynd Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. ágúst 2015 22:09 Hluti persónanna úr fyrstu myndinni verður til staðar í þeirri nýju. mynd/disney Aðdáendur Lion King geta fagnað því á næstunni munu þeir geta fylgst með ævintýrum fleiri afkvæma Simba. Í nóvember verður saga Kion, sonar Simba og Nölu, sögð á Disney Channel. Myndin kemur til með að heita The Lion Guard: Return of the Roar og verður fylgt eftir með sjónvarpsþáttaröðinni The Lion Guard sem verður sýnd á sömu stöð. Nokkrir nýir vinir af sléttunni munu líta dagsins ljós en þar má nefna hegrann Ono, blettatígurinn Fuli og flóðhestinn Beshte. Staðfest er að James Earl Jones og Ernie Sabella munu tala inn á myndina sem þýðir að Múfasa og Púmba mun bregða fyrir. Hins vegar er ekkert vitað hvort Nathan Lane kemur að myndinni og veldur það talsverðri óvissu um hvort Tímon verði með eður ei. Fyrsta Lion King myndin kom út árið 1994 og hefur glatt börn og fullorða allar götur síðan. Tvær myndir hafa fylgt í kjölfarið. Sú fyrri kom út árið 1998 en síðari árið 2004. Fyrsta sýnishornið úr nýju myndinni má sjá hér fyrir neðan. Bíó og sjónvarp Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Aðdáendur Lion King geta fagnað því á næstunni munu þeir geta fylgst með ævintýrum fleiri afkvæma Simba. Í nóvember verður saga Kion, sonar Simba og Nölu, sögð á Disney Channel. Myndin kemur til með að heita The Lion Guard: Return of the Roar og verður fylgt eftir með sjónvarpsþáttaröðinni The Lion Guard sem verður sýnd á sömu stöð. Nokkrir nýir vinir af sléttunni munu líta dagsins ljós en þar má nefna hegrann Ono, blettatígurinn Fuli og flóðhestinn Beshte. Staðfest er að James Earl Jones og Ernie Sabella munu tala inn á myndina sem þýðir að Múfasa og Púmba mun bregða fyrir. Hins vegar er ekkert vitað hvort Nathan Lane kemur að myndinni og veldur það talsverðri óvissu um hvort Tímon verði með eður ei. Fyrsta Lion King myndin kom út árið 1994 og hefur glatt börn og fullorða allar götur síðan. Tvær myndir hafa fylgt í kjölfarið. Sú fyrri kom út árið 1998 en síðari árið 2004. Fyrsta sýnishornið úr nýju myndinni má sjá hér fyrir neðan.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein