Disney gerir nýja Lion King mynd Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. ágúst 2015 22:09 Hluti persónanna úr fyrstu myndinni verður til staðar í þeirri nýju. mynd/disney Aðdáendur Lion King geta fagnað því á næstunni munu þeir geta fylgst með ævintýrum fleiri afkvæma Simba. Í nóvember verður saga Kion, sonar Simba og Nölu, sögð á Disney Channel. Myndin kemur til með að heita The Lion Guard: Return of the Roar og verður fylgt eftir með sjónvarpsþáttaröðinni The Lion Guard sem verður sýnd á sömu stöð. Nokkrir nýir vinir af sléttunni munu líta dagsins ljós en þar má nefna hegrann Ono, blettatígurinn Fuli og flóðhestinn Beshte. Staðfest er að James Earl Jones og Ernie Sabella munu tala inn á myndina sem þýðir að Múfasa og Púmba mun bregða fyrir. Hins vegar er ekkert vitað hvort Nathan Lane kemur að myndinni og veldur það talsverðri óvissu um hvort Tímon verði með eður ei. Fyrsta Lion King myndin kom út árið 1994 og hefur glatt börn og fullorða allar götur síðan. Tvær myndir hafa fylgt í kjölfarið. Sú fyrri kom út árið 1998 en síðari árið 2004. Fyrsta sýnishornið úr nýju myndinni má sjá hér fyrir neðan. Bíó og sjónvarp Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Aðdáendur Lion King geta fagnað því á næstunni munu þeir geta fylgst með ævintýrum fleiri afkvæma Simba. Í nóvember verður saga Kion, sonar Simba og Nölu, sögð á Disney Channel. Myndin kemur til með að heita The Lion Guard: Return of the Roar og verður fylgt eftir með sjónvarpsþáttaröðinni The Lion Guard sem verður sýnd á sömu stöð. Nokkrir nýir vinir af sléttunni munu líta dagsins ljós en þar má nefna hegrann Ono, blettatígurinn Fuli og flóðhestinn Beshte. Staðfest er að James Earl Jones og Ernie Sabella munu tala inn á myndina sem þýðir að Múfasa og Púmba mun bregða fyrir. Hins vegar er ekkert vitað hvort Nathan Lane kemur að myndinni og veldur það talsverðri óvissu um hvort Tímon verði með eður ei. Fyrsta Lion King myndin kom út árið 1994 og hefur glatt börn og fullorða allar götur síðan. Tvær myndir hafa fylgt í kjölfarið. Sú fyrri kom út árið 1998 en síðari árið 2004. Fyrsta sýnishornið úr nýju myndinni má sjá hér fyrir neðan.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira