Disney gerir nýja Lion King mynd Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. ágúst 2015 22:09 Hluti persónanna úr fyrstu myndinni verður til staðar í þeirri nýju. mynd/disney Aðdáendur Lion King geta fagnað því á næstunni munu þeir geta fylgst með ævintýrum fleiri afkvæma Simba. Í nóvember verður saga Kion, sonar Simba og Nölu, sögð á Disney Channel. Myndin kemur til með að heita The Lion Guard: Return of the Roar og verður fylgt eftir með sjónvarpsþáttaröðinni The Lion Guard sem verður sýnd á sömu stöð. Nokkrir nýir vinir af sléttunni munu líta dagsins ljós en þar má nefna hegrann Ono, blettatígurinn Fuli og flóðhestinn Beshte. Staðfest er að James Earl Jones og Ernie Sabella munu tala inn á myndina sem þýðir að Múfasa og Púmba mun bregða fyrir. Hins vegar er ekkert vitað hvort Nathan Lane kemur að myndinni og veldur það talsverðri óvissu um hvort Tímon verði með eður ei. Fyrsta Lion King myndin kom út árið 1994 og hefur glatt börn og fullorða allar götur síðan. Tvær myndir hafa fylgt í kjölfarið. Sú fyrri kom út árið 1998 en síðari árið 2004. Fyrsta sýnishornið úr nýju myndinni má sjá hér fyrir neðan. Bíó og sjónvarp Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Aðdáendur Lion King geta fagnað því á næstunni munu þeir geta fylgst með ævintýrum fleiri afkvæma Simba. Í nóvember verður saga Kion, sonar Simba og Nölu, sögð á Disney Channel. Myndin kemur til með að heita The Lion Guard: Return of the Roar og verður fylgt eftir með sjónvarpsþáttaröðinni The Lion Guard sem verður sýnd á sömu stöð. Nokkrir nýir vinir af sléttunni munu líta dagsins ljós en þar má nefna hegrann Ono, blettatígurinn Fuli og flóðhestinn Beshte. Staðfest er að James Earl Jones og Ernie Sabella munu tala inn á myndina sem þýðir að Múfasa og Púmba mun bregða fyrir. Hins vegar er ekkert vitað hvort Nathan Lane kemur að myndinni og veldur það talsverðri óvissu um hvort Tímon verði með eður ei. Fyrsta Lion King myndin kom út árið 1994 og hefur glatt börn og fullorða allar götur síðan. Tvær myndir hafa fylgt í kjölfarið. Sú fyrri kom út árið 1998 en síðari árið 2004. Fyrsta sýnishornið úr nýju myndinni má sjá hér fyrir neðan.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira