Sigursælasta fimleikakona Íslandssögunnar hætt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2015 16:22 Thelma lyftir sex fingrum á loft til merkis um þá sex Íslandsmeistaratitla sem hún hefur unnið á ferlinum. vísir/ernir Thelma Rut Hermannsdóttir, sigursælasta fimleikakona Íslands frá upphafi, er hætt í fimleikum. Thelma er aðeins 22 ára en hefur þrátt fyrir það sex sinnum orðið Íslandsmeistari í áhaldafimleikum. Sjötta og síðasta titilinn vann hún á Íslandsmótinu í mars á þessu ári en með honum fór hún fram úr Berglind Pétursdóttur og Sif Pálsdóttur sem unnu Íslandsmeistaratitilinn fimm sinnum hvor. „Þetta er komið gott, þetta er 19 ára ferill og það hefur gengið framar vonum hjá mér og fólkinu í kringum mig,“ sagði Thelma í viðtali við RÚV í dag. „Ég er ánægð með þessa ákvörðun og þetta er komið ágætt,“ sagði Thelma sem útilokar þó ekki með öllu að hún klæðist fimleikabolnum á ný. Hún segist í viðtalinu við RÚV hafa hugleitt þetta lengi og ákvörðunin hafi ekki verið auðveld. Hún segist hafa fengið leið á fimleikum fyrir tveimur árum. „Ég fékk smá leið á tímabili en þá byrjaði allt að ganga ótrúlega vel, og betur en mér hafði gengið, og ég hélt áfram,“ sagði Thelma og bætti við: „En núna held ég að það sé kominn ágætur tími. Ég tel að ég hafi toppað allt sem ég get og er búin að standa mig ótrúlega vel og ná góðum árangri.“ Thelma stefnir á háskólanám í haust. „Ég er búin að þjálfa og vinna í sumar og í haust ætla ég í háskólann. Ég byrjaði í háskólanum í fyrra en þurfti að hætta því ég fór til Kína að keppa. Þannig að núna ætla ég bara að taka skólann föstum tökum og gera eitthvað annað," sagði Thelma sem segir fimleikana taka mikinn tíma. „Ég hef verið á 3-4 klukkutíma æfingum sex daga vikunnar. Ég er búin að fara á ótrúlega mörg mót, fara í yfir 35 landsliðsferðir og á mót sem var verið að halda í fyrsta skipti, eins og Evrópuleikana í Bakú. „Þetta er búið að taka rosalega mikinn tíma og það verður pínu skrítið að hafa allt í einu lausan tíma aflögu.“ Thelma hefur ekki alveg skilið við fimleikana en hún er að fara að þjálfa fimleika hjá hverfisliðinu Fjölni. Viðtalið í heild sinni má sjá með því að smella hér. Fimleikar Tengdar fréttir Eins og önnur fjölskylda fyrir hana Thelma Rut Hermannsdóttir varð um helgina fyrsta konan til að verða sex sinnum Íslandsmeistari kvenna í fimleikum. Hinn átján gamli Valgarð Reinhardsson vann aftur á móti sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. 23. mars 2015 07:00 Fjögur unnu tvö gull á einstökum áhöldum Það voru margir margfaldir Íslandsmeistarar á stórglæsilegu Íslandsmóti í áhaldafimleikum sem fram fór um helgina í Laugabóli í umsjón Fimleikadeildar Ármanns. 22. mars 2015 16:51 Thelma Rut fyrsti fánaberi Íslands á Evrópuleikum Fimleikakonan Thelma Rut Hermannsdóttir verður fánaberi Íslands í kvöld þegar fyrstu Evrópuleikarnir verða settir í Bakú í Aserbaídsjan. Thelma Rut er ein af nítján íslenskum íþróttamönnum á leikunum. 12. júní 2015 16:34 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Sjá meira
Thelma Rut Hermannsdóttir, sigursælasta fimleikakona Íslands frá upphafi, er hætt í fimleikum. Thelma er aðeins 22 ára en hefur þrátt fyrir það sex sinnum orðið Íslandsmeistari í áhaldafimleikum. Sjötta og síðasta titilinn vann hún á Íslandsmótinu í mars á þessu ári en með honum fór hún fram úr Berglind Pétursdóttur og Sif Pálsdóttur sem unnu Íslandsmeistaratitilinn fimm sinnum hvor. „Þetta er komið gott, þetta er 19 ára ferill og það hefur gengið framar vonum hjá mér og fólkinu í kringum mig,“ sagði Thelma í viðtali við RÚV í dag. „Ég er ánægð með þessa ákvörðun og þetta er komið ágætt,“ sagði Thelma sem útilokar þó ekki með öllu að hún klæðist fimleikabolnum á ný. Hún segist í viðtalinu við RÚV hafa hugleitt þetta lengi og ákvörðunin hafi ekki verið auðveld. Hún segist hafa fengið leið á fimleikum fyrir tveimur árum. „Ég fékk smá leið á tímabili en þá byrjaði allt að ganga ótrúlega vel, og betur en mér hafði gengið, og ég hélt áfram,“ sagði Thelma og bætti við: „En núna held ég að það sé kominn ágætur tími. Ég tel að ég hafi toppað allt sem ég get og er búin að standa mig ótrúlega vel og ná góðum árangri.“ Thelma stefnir á háskólanám í haust. „Ég er búin að þjálfa og vinna í sumar og í haust ætla ég í háskólann. Ég byrjaði í háskólanum í fyrra en þurfti að hætta því ég fór til Kína að keppa. Þannig að núna ætla ég bara að taka skólann föstum tökum og gera eitthvað annað," sagði Thelma sem segir fimleikana taka mikinn tíma. „Ég hef verið á 3-4 klukkutíma æfingum sex daga vikunnar. Ég er búin að fara á ótrúlega mörg mót, fara í yfir 35 landsliðsferðir og á mót sem var verið að halda í fyrsta skipti, eins og Evrópuleikana í Bakú. „Þetta er búið að taka rosalega mikinn tíma og það verður pínu skrítið að hafa allt í einu lausan tíma aflögu.“ Thelma hefur ekki alveg skilið við fimleikana en hún er að fara að þjálfa fimleika hjá hverfisliðinu Fjölni. Viðtalið í heild sinni má sjá með því að smella hér.
Fimleikar Tengdar fréttir Eins og önnur fjölskylda fyrir hana Thelma Rut Hermannsdóttir varð um helgina fyrsta konan til að verða sex sinnum Íslandsmeistari kvenna í fimleikum. Hinn átján gamli Valgarð Reinhardsson vann aftur á móti sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. 23. mars 2015 07:00 Fjögur unnu tvö gull á einstökum áhöldum Það voru margir margfaldir Íslandsmeistarar á stórglæsilegu Íslandsmóti í áhaldafimleikum sem fram fór um helgina í Laugabóli í umsjón Fimleikadeildar Ármanns. 22. mars 2015 16:51 Thelma Rut fyrsti fánaberi Íslands á Evrópuleikum Fimleikakonan Thelma Rut Hermannsdóttir verður fánaberi Íslands í kvöld þegar fyrstu Evrópuleikarnir verða settir í Bakú í Aserbaídsjan. Thelma Rut er ein af nítján íslenskum íþróttamönnum á leikunum. 12. júní 2015 16:34 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Sjá meira
Eins og önnur fjölskylda fyrir hana Thelma Rut Hermannsdóttir varð um helgina fyrsta konan til að verða sex sinnum Íslandsmeistari kvenna í fimleikum. Hinn átján gamli Valgarð Reinhardsson vann aftur á móti sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. 23. mars 2015 07:00
Fjögur unnu tvö gull á einstökum áhöldum Það voru margir margfaldir Íslandsmeistarar á stórglæsilegu Íslandsmóti í áhaldafimleikum sem fram fór um helgina í Laugabóli í umsjón Fimleikadeildar Ármanns. 22. mars 2015 16:51
Thelma Rut fyrsti fánaberi Íslands á Evrópuleikum Fimleikakonan Thelma Rut Hermannsdóttir verður fánaberi Íslands í kvöld þegar fyrstu Evrópuleikarnir verða settir í Bakú í Aserbaídsjan. Thelma Rut er ein af nítján íslenskum íþróttamönnum á leikunum. 12. júní 2015 16:34