Tveir Ástralir efstir á PGA-meistaramótinu þegar leik var frestað á öðrum hring Kári Örn Hinriksson skrifar 15. ágúst 2015 01:00 Það kemur engum á óvart að Jordan Spieth sé í toppbaráttunni. Getty Það eru tveir Ástralir sem leiða á PGA-meistaramótinu sem fram fer á Whistling Straits vellinum eftir tvo daga en Jason Day og Matt Jones deila efsta sætinu á níu höggum undir pari. Hvorugur þeirra hafa þó lokið við 36 holur en leik var frestað seint á öðrum hring í dag vegna þrumuveðurs og því þurfa þeir keppendur sem ekki náðu að klára að vakna snemma á morgun til þess að vinna upp töfina. Þegar þetta er skrifað er Englendingurinn Justin Rose í öðru sæti á átta höggum undir pari en nokkrir koma þar á eftir á sjö undir.Jordan Spieth og Rory McIlroy voru í hópi þeirra sem náðu að klára á öðrum hring en Spieth er ofarlega á skortöflunni á samtals sex undir pari á meðan að McIlroy siglir lygnan sjó á tveimur undir. Gengi Tiger Woods hefur verið dapurt en eftir 30 holur er hann á fjórum höggum yfir pari og þarf Tiger að leika þær holur vel sem hann á eftir í fyrramálið til þess að ná niðurskurðinum. Það áttu þó fáir verri dag en hinn litríki John Daly en hann setti þrjá bolta út í vatnið á 7. holu og fékk að lokum 10 högg á þessa löngu og krefjandi par-3 holu. Hann lét reiðina bitna á golfkylfunni í kjölfarið en hann grýtti henni út í vatnið, sömu leið og boltarnir fóru við mikinn fögnuð áhorfenda en Daly er annálaður skaphundur. Útsending frá þriðja hring á morgun hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það eru tveir Ástralir sem leiða á PGA-meistaramótinu sem fram fer á Whistling Straits vellinum eftir tvo daga en Jason Day og Matt Jones deila efsta sætinu á níu höggum undir pari. Hvorugur þeirra hafa þó lokið við 36 holur en leik var frestað seint á öðrum hring í dag vegna þrumuveðurs og því þurfa þeir keppendur sem ekki náðu að klára að vakna snemma á morgun til þess að vinna upp töfina. Þegar þetta er skrifað er Englendingurinn Justin Rose í öðru sæti á átta höggum undir pari en nokkrir koma þar á eftir á sjö undir.Jordan Spieth og Rory McIlroy voru í hópi þeirra sem náðu að klára á öðrum hring en Spieth er ofarlega á skortöflunni á samtals sex undir pari á meðan að McIlroy siglir lygnan sjó á tveimur undir. Gengi Tiger Woods hefur verið dapurt en eftir 30 holur er hann á fjórum höggum yfir pari og þarf Tiger að leika þær holur vel sem hann á eftir í fyrramálið til þess að ná niðurskurðinum. Það áttu þó fáir verri dag en hinn litríki John Daly en hann setti þrjá bolta út í vatnið á 7. holu og fékk að lokum 10 högg á þessa löngu og krefjandi par-3 holu. Hann lét reiðina bitna á golfkylfunni í kjölfarið en hann grýtti henni út í vatnið, sömu leið og boltarnir fóru við mikinn fögnuð áhorfenda en Daly er annálaður skaphundur. Útsending frá þriðja hring á morgun hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira