Mikil spenna fyrir lokahringinn á PGA-meistaramótinu - Jason Day leiðir enn Kári Örn Hinriksson skrifar 16. ágúst 2015 01:17 Er kominn tími á risatitil hjá Jason Day? Getty Það er óhætt að fullyrða að lokahringurinn á síðasta risamóti ársins, PGA-meistaramótinu, verður gríðarlega spennandi en eftir 54 holur á Whistling Straits vellinum eru margir af bestu kylfingum heims í toppbaráttunni. Enginn hefur leikið betur heldur en Ástralinn Jason Day en hann er samtals á 15 höggum undir pari eftir hringina þrjá. Day hefur leikið stöðugt golf og haldið boltanum vel í leik en hann á tvö högg á sjálfan Jordan Spieth sem eltir þriðja risatitilinn á árinu. Spieth lék magnað golf í dag, fékk sjö fugla og engan skolla en hann er á 13 höggum undir pari fyrir lokahringinn og gæti með sigri á morgun komist á topp heimslistans í golfi.Justin Rose og Branden Grace koma næstir á 12 höggum undir pari og Martin Kaymer sem sigraði síðast þegar að PGA-meistaramótið var haldið á Whistling Straits er á 11 höggum undir pari. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, mun ekki verja titilinn í ár en hann er á sex höggum undir pari, níu á eftir efsta manni. Bein útsending frá lokahringnum hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00 á morgun. Golf Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Það er óhætt að fullyrða að lokahringurinn á síðasta risamóti ársins, PGA-meistaramótinu, verður gríðarlega spennandi en eftir 54 holur á Whistling Straits vellinum eru margir af bestu kylfingum heims í toppbaráttunni. Enginn hefur leikið betur heldur en Ástralinn Jason Day en hann er samtals á 15 höggum undir pari eftir hringina þrjá. Day hefur leikið stöðugt golf og haldið boltanum vel í leik en hann á tvö högg á sjálfan Jordan Spieth sem eltir þriðja risatitilinn á árinu. Spieth lék magnað golf í dag, fékk sjö fugla og engan skolla en hann er á 13 höggum undir pari fyrir lokahringinn og gæti með sigri á morgun komist á topp heimslistans í golfi.Justin Rose og Branden Grace koma næstir á 12 höggum undir pari og Martin Kaymer sem sigraði síðast þegar að PGA-meistaramótið var haldið á Whistling Straits er á 11 höggum undir pari. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, mun ekki verja titilinn í ár en hann er á sex höggum undir pari, níu á eftir efsta manni. Bein útsending frá lokahringnum hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00 á morgun.
Golf Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira