Fótbolti

Einn sigur í fyrstu fimm leikjunum hjá Nordsjælland

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur Kristjánsson er þjálfari Nordsjælland.
Ólafur Kristjánsson er þjálfari Nordsjælland. vísir/ernir
Það gengur ekki né rekur hjá Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en liðið tapaði 2-1 gegn Esbjerg í dag. Einn sigur í fyrstu fimm leikjunum staðreynd hjá Nordsjælland.

Robin Soeder kom Esbjerg yfir á nítjándu mínútu og á 33. mínútu tvöfaldaði Lasse Rise forystuna fyrir Esbjerg. Staðan orðin svört fyrir Nordsjælland, en staðan 0-2 fyrir gestunum í hálfleik.

Bruninho minnkaði muninn á 66. mínútu fyrir Nordsjælland, en nær komust þeir ekki og lokatölur 2-1 sigur Esbjerg.

Nordsjælland er með fjögur stig eftir fyrstu fimm leikina, en þeir hafa einungis unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum. Þeir eru í næst neðsta sæti deildarinnar.

Guðmundur Þórarinsson og Adam Örn Arnarsson voru báðir í byrjunarliði Nordsjælland, en Adam var tekinn af velli þegar áta mínútur voru eftir af leiknum. Rúnar Alex Rúnarsson sat allan tímann á bekknum, en Ólafur Kristjánsson er þjálfari Nordsjælland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×