Kylfusveinninn sem bjargaði meistaranum frá glötun 17. ágúst 2015 14:15 Swatton faðmar grátandi Day að sér. vísir/getty Þegar Jason Day var aðeins 12 ára gamall þá lést faðir hans úr krabbameini. Ef Colin Swatton hefði ekki komið honum til bjargar þá gæti hann hafa tapað öllu öðru í kjölfarið. Swatton tók þennan unga dreng upp á arma sína og þeir eru tengdir eins og feðgar í dag. Hann gekk honum í föðurstað og er í raun stjúpfaðir kylfingsins. Móðir Day hafði miklar áhyggjur af því er eiginmaður hennar féll frá að Day myndi lenda í slæmum félagsskap og enda í óreglu. Flestir drengir á hans aldri í því hverfi voru í vandræðum. Slagsmál og átök voru daglegt brauð. Hún ákvað að senda hann í golf og til þess að hafa efni á því þurfti hún að fá sér aðra vinnu. Hún gerði allt til þess að halda honum frá götunni. „Það er engin spurning að Jason hefði getað lent í alls konar vandræðum þegar hann var 12 ára. Hann hefði mjög auðveldlega getað farið hina leiðina í lífinu," sagði Swatton. „Hann væri þá á allt öðrum stað og væri svo sannarlega ekki nýbúinn að vinna PGA-meistaramótið."Day og Swatton með bikarinn góða.vísir/gettyEr Day tryggði sér sigur á PGA-meistaramótinu í gær þá féllust hann og Swatton í faðma. Day réð ekki við sig og grét. „Ég missi pabba og síðan hitti ég Colin. Það var afar sérstakt að labba upp á 18. flötina með hann við hliðina á mér. Það var reynsla sem ég gleymi aldrei," sagði Day. Day hefur aldrei haft annan þjálfara og kylfusvein en Swatton. Samstarf þeirra er líka ólíkt því sem gengur og gerist hjá öðrum kylfingum og kylfusveinum. Samstarf þeirra byrjaði þó ekki vel því Day var reiður ungur maður er hann byrjaði í golfi. Þeir rifust eitt sinn heiftarlega en Day baðst afsökunar daginn eftir og alla tíð síðan hafa þeir verið nánir. „Eftir þessa uppákomu þá gerði hann allt sem hann var beðinn um að gera. Það varð mikil breyting á hans hegðun," rifjar Swatton upp. Day hefur verið grátlega nálægt því að vinna risamót á síðustu árum og vonbrigðin tóku á hann. Skal því engan undra að mörg tár hafi fallið í gærkvöld er öll vinnan skilaði loks tilætluðum árangri. Golf Tengdar fréttir Átti ekki von á því að fara að gráta Ástralinn Jason Day vann sögulegan sigur á PGA-meistaramótinu í gærkvöldi. 17. ágúst 2015 09:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þegar Jason Day var aðeins 12 ára gamall þá lést faðir hans úr krabbameini. Ef Colin Swatton hefði ekki komið honum til bjargar þá gæti hann hafa tapað öllu öðru í kjölfarið. Swatton tók þennan unga dreng upp á arma sína og þeir eru tengdir eins og feðgar í dag. Hann gekk honum í föðurstað og er í raun stjúpfaðir kylfingsins. Móðir Day hafði miklar áhyggjur af því er eiginmaður hennar féll frá að Day myndi lenda í slæmum félagsskap og enda í óreglu. Flestir drengir á hans aldri í því hverfi voru í vandræðum. Slagsmál og átök voru daglegt brauð. Hún ákvað að senda hann í golf og til þess að hafa efni á því þurfti hún að fá sér aðra vinnu. Hún gerði allt til þess að halda honum frá götunni. „Það er engin spurning að Jason hefði getað lent í alls konar vandræðum þegar hann var 12 ára. Hann hefði mjög auðveldlega getað farið hina leiðina í lífinu," sagði Swatton. „Hann væri þá á allt öðrum stað og væri svo sannarlega ekki nýbúinn að vinna PGA-meistaramótið."Day og Swatton með bikarinn góða.vísir/gettyEr Day tryggði sér sigur á PGA-meistaramótinu í gær þá féllust hann og Swatton í faðma. Day réð ekki við sig og grét. „Ég missi pabba og síðan hitti ég Colin. Það var afar sérstakt að labba upp á 18. flötina með hann við hliðina á mér. Það var reynsla sem ég gleymi aldrei," sagði Day. Day hefur aldrei haft annan þjálfara og kylfusvein en Swatton. Samstarf þeirra er líka ólíkt því sem gengur og gerist hjá öðrum kylfingum og kylfusveinum. Samstarf þeirra byrjaði þó ekki vel því Day var reiður ungur maður er hann byrjaði í golfi. Þeir rifust eitt sinn heiftarlega en Day baðst afsökunar daginn eftir og alla tíð síðan hafa þeir verið nánir. „Eftir þessa uppákomu þá gerði hann allt sem hann var beðinn um að gera. Það varð mikil breyting á hans hegðun," rifjar Swatton upp. Day hefur verið grátlega nálægt því að vinna risamót á síðustu árum og vonbrigðin tóku á hann. Skal því engan undra að mörg tár hafi fallið í gærkvöld er öll vinnan skilaði loks tilætluðum árangri.
Golf Tengdar fréttir Átti ekki von á því að fara að gráta Ástralinn Jason Day vann sögulegan sigur á PGA-meistaramótinu í gærkvöldi. 17. ágúst 2015 09:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Átti ekki von á því að fara að gráta Ástralinn Jason Day vann sögulegan sigur á PGA-meistaramótinu í gærkvöldi. 17. ágúst 2015 09:00