Innlent

Tignarlegir hvalir í drónamyndbandi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hvalir eru ansi tignarlegir.
Hvalir eru ansi tignarlegir.
Hvalir eru mikilfenglegar skepnur og kemur fjöldi ferðamanna hingað til lands ár hvert til að berja þá augum. Hvalaskoðunarfyrirtæki á Akureyri fékk fyrir skemmstu dróna til að fanga sjónarspilið sem blasir við fólki í hvalaskoðun.

Fjöldi hvala hefur sést í Eyjafirði það sem af er sumri en hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Ambassador á Akureyri muna menn vart eftir betra sumri. Sýningarhlutfallið það sem af er sumri hefur verið hátt í hundrað prósent. Algengt er að um tíu til fimmtán hnúfubakar sjáist í hverri ferð.

Það var framleiðslufyrirtækið Arctic Bird Eye sem sá um myndatöku en myndbandið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Vel tókst að losa hnúfubakinn úr netinu

Í morgun tókst að losa grásleppunet af hnúfubak í Faxaflóa en dýrið hafði verið fast í netunum í um tvo mánuði. Hópur á vegum Hvalaskoðunarsamtaka Íslands ásamt erlendum sérfræðingum fóru út eldsnemma í morgun til þess að halda áfram björgunaraðgerðum frá því í gær.

Hrefnu á grunnslóð fækkar mikið

Í byrjun vikunnar lauk hvalatalningum sem Hafró hefur stundað í sumar. Reglubundnar talningar hafa staðið frá 1987. Síðustu tvo áratugi hafa talsverðar breytingar átt sér stað í fjölda og útbreiðslu hvala við landið. Beðið er grænlenskra gagna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×