Nýr Toyota Land Cruiser kynntur í Japan Finnur Thorlacius skrifar 18. ágúst 2015 09:50 Toyota Land Cruiser árgerð 2016. Ný gerð Íslandsbílsins Toyota Land Cruiser var kynntur í Japan í gær. Er það 2016 gerð bílsins sem ætlaður er á heimamarkaði og í Ástralíu. Ekki eru breytingarnar á bílnum stórvægilegar, en þó má sjá útlitsbreytingar á bílnum sem minna á nýtt útlit Toyota Tacoma pallbílsins, sérstaklega að framan með stóru grilli með aðeins þremur stórum loftinntökum og heilmikilli notkun króms. Að innan eru breytingarnar sýnu meiri og fleiri valmöguleikum í litum og frágangi. Einnig verða í boði 2 nýir litir á ytra byrði bílsins, „Copper brown“ og „Dark Blue“. Nýr LCD aðgerðaskjár, 4,2 tommur að stærð, verður í bílnum og bíllinn hefur fengið talsvert breytt mælaborð. Ýmsum öryggisbúnaði hefur verið bætt í bílinn og getur hann nú hemlað sjálfur við aðsteðjandi hættu. Einnig greinir hann aðsteðjandi hættu vegna gangandi vegfarenda og radarstýrður skriðstillir er nú kominn í bílinn og heldur hann því ráðlögðu bili í næsta bíl í langkeyrslu. Blindpunktsvörn er einnig komin í bílinn, sem og ný baksýnismyndavél. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent
Ný gerð Íslandsbílsins Toyota Land Cruiser var kynntur í Japan í gær. Er það 2016 gerð bílsins sem ætlaður er á heimamarkaði og í Ástralíu. Ekki eru breytingarnar á bílnum stórvægilegar, en þó má sjá útlitsbreytingar á bílnum sem minna á nýtt útlit Toyota Tacoma pallbílsins, sérstaklega að framan með stóru grilli með aðeins þremur stórum loftinntökum og heilmikilli notkun króms. Að innan eru breytingarnar sýnu meiri og fleiri valmöguleikum í litum og frágangi. Einnig verða í boði 2 nýir litir á ytra byrði bílsins, „Copper brown“ og „Dark Blue“. Nýr LCD aðgerðaskjár, 4,2 tommur að stærð, verður í bílnum og bíllinn hefur fengið talsvert breytt mælaborð. Ýmsum öryggisbúnaði hefur verið bætt í bílinn og getur hann nú hemlað sjálfur við aðsteðjandi hættu. Einnig greinir hann aðsteðjandi hættu vegna gangandi vegfarenda og radarstýrður skriðstillir er nú kominn í bílinn og heldur hann því ráðlögðu bili í næsta bíl í langkeyrslu. Blindpunktsvörn er einnig komin í bílinn, sem og ný baksýnismyndavél.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent