Tiger reynir að lengja keppnistímabilið sitt um helgina Kári Örn Hinriksson skrifar 19. ágúst 2015 08:00 Tiger gæti verið á leiðinni í frí. Getty Tiger Woods mun vera meðal þátttakenda á Wyndham meistaramótinu um helgina en mótið er það síðasta á venjulegri dagskrá PGA-mótaraðarinnar á tímabilinu. Hann hefur aldrei spilað í mótinu áður en það gerir hann nú til þess að reyna að klifra upp stigalista mótaraðarinnar og komast inn í FedEx-úrslitakeppnina sem hefst í næstu viku. Aðeins 125 efstu kylfingarnir á stigalista PGA-mótaraðarinnar komast inn í úrslitakeppnina en Tiger er í 187. sæti eins og stendur mjög misjafnt gengi á árinu. Hann þarf því annaðhvort að sigra eða enda í öðru sæti um helgina til þess tryggja sig inn í næsta mót en takist honum það ekki er þessi fyrrum besti kylfingur heims kominn í frí frá keppnisgolfi þangað til í október þegar að PGA-mótaröðin hefst á ný. Það verður áhugavert að fylgjast með hvort að Tiger nái að rétta úr kútnum og halda tímabilinu sínu gangandi en hann hefur misst af niðurskurðinum í fimm mótum í ár, síðast á PGA-meistaramótinu um síðustu helgi. Wyndham meistaramótið er leikið á Greensboro vellinum í Norður-Karólínufylki en mótið er það sama og Ólafur Björn Loftsson vann sér þátttökurétt í árið 2011. Golf Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods mun vera meðal þátttakenda á Wyndham meistaramótinu um helgina en mótið er það síðasta á venjulegri dagskrá PGA-mótaraðarinnar á tímabilinu. Hann hefur aldrei spilað í mótinu áður en það gerir hann nú til þess að reyna að klifra upp stigalista mótaraðarinnar og komast inn í FedEx-úrslitakeppnina sem hefst í næstu viku. Aðeins 125 efstu kylfingarnir á stigalista PGA-mótaraðarinnar komast inn í úrslitakeppnina en Tiger er í 187. sæti eins og stendur mjög misjafnt gengi á árinu. Hann þarf því annaðhvort að sigra eða enda í öðru sæti um helgina til þess tryggja sig inn í næsta mót en takist honum það ekki er þessi fyrrum besti kylfingur heims kominn í frí frá keppnisgolfi þangað til í október þegar að PGA-mótaröðin hefst á ný. Það verður áhugavert að fylgjast með hvort að Tiger nái að rétta úr kútnum og halda tímabilinu sínu gangandi en hann hefur misst af niðurskurðinum í fimm mótum í ár, síðast á PGA-meistaramótinu um síðustu helgi. Wyndham meistaramótið er leikið á Greensboro vellinum í Norður-Karólínufylki en mótið er það sama og Ólafur Björn Loftsson vann sér þátttökurétt í árið 2011.
Golf Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira