Stjörnukonur geta mætt bæði Söru Björk og Katrínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2015 06:30 Francielle Manoel Alberto hefur komið sterk inn í Stjörnuliðið. vísir/andri marinó Íslenskt karlalið fékk að mæta Íslendingaliði í Evrópukeppninni í sumar og nú verður spennandi að vita hvort íslenskt kvennalið verði jafn „heppið“ með mótherja. Íslandsmeistarar Stjörnunnar fá að vita það í hádeginu í dag hvaða mótherjar bíða Garðabæjarliðsins í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.Stjörnukonur tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitunum með flottum 2-0 sigri á Apollon úti á Kýpur á sunnudaginn en Stjarnan var með fullt hús og markatöluna 11-0 í sínum riðli.Stjarnan er í neðri styrkleikaflokki í drættinum og það er því þegar ljóst að mótherjar liðsins í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar verða mjög sterkir.Stjörnukonur hafa tvisvar áður komist í 32 liða úrslitin og í bæði skiptin mætt rússnesku liði. Þessi rússnesku lið eru tvö af sextán liðum sem Stjarnan getur lent á móti. Stjarnan tapaði fyrir Zvezda-2005 í 32 liða úrslitunum í fyrra og fyrir Zorkiy Krasnogorsk þegar Stjarnan spilaði sína fyrstu Evrópuleiki 2012.Íslenskir meistarar ættu nú að vera búnir að fá sinn skammt af rússneskum liðum því rússnesk lið hafa slegið íslensk lið út úr 32 liða úrslitunum undanfarin þrjú ár. Þór/KA datt úr fyrir Zorkiy sumarið 2013. Tvö Íslendingalið eru í efri styrkleikaflokknum og íslenskar landsliðskonur gætu því verið á leiðinni heim til Íslands í keppnisferð lendi lið þeirra á móti Stjörnunni.Þetta eru sænsku meistararnir í Rosengård og ensku meistararnir í Liverpool. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, spilar með Rosengård og er á góðri leið að vinna sænska titilinn í fjórða sinn á fimm árum. Katrín Ómarsdóttir spilar með Liverpool þar sem hún hefur orðið enskur meistari undanfarin tvö ár. Þýsku risarnir FFC Frankfurt (ríkjandi Evrópumeistarar) og Wolfsburg (unnu 2013 og 2014) eru engin draumalið til að mæta á þessu stigi og þá hafa frönsku liðin Olympique Lyon og Paris Saint-Germain bæði komist áður langt í keppninni. Dregið verður í 32 liða úrslitin í höfuðstöðvum UEFA í dag klukkan 11.30 að íslenskum tíma. Það er annars stutt stórra högga á milli hjá Stjörnuliðinu sem kom heim frá Kýpur á þriðjudaginn og mæta Breiðablik á morgun í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Bikarúrslitaleikurinn er síðan eftir rúma viku en Stjörnuliðið þarf að klára tvo leiki í Pepsi-deildinni fyrir þann leik. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Íslenskt karlalið fékk að mæta Íslendingaliði í Evrópukeppninni í sumar og nú verður spennandi að vita hvort íslenskt kvennalið verði jafn „heppið“ með mótherja. Íslandsmeistarar Stjörnunnar fá að vita það í hádeginu í dag hvaða mótherjar bíða Garðabæjarliðsins í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.Stjörnukonur tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitunum með flottum 2-0 sigri á Apollon úti á Kýpur á sunnudaginn en Stjarnan var með fullt hús og markatöluna 11-0 í sínum riðli.Stjarnan er í neðri styrkleikaflokki í drættinum og það er því þegar ljóst að mótherjar liðsins í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar verða mjög sterkir.Stjörnukonur hafa tvisvar áður komist í 32 liða úrslitin og í bæði skiptin mætt rússnesku liði. Þessi rússnesku lið eru tvö af sextán liðum sem Stjarnan getur lent á móti. Stjarnan tapaði fyrir Zvezda-2005 í 32 liða úrslitunum í fyrra og fyrir Zorkiy Krasnogorsk þegar Stjarnan spilaði sína fyrstu Evrópuleiki 2012.Íslenskir meistarar ættu nú að vera búnir að fá sinn skammt af rússneskum liðum því rússnesk lið hafa slegið íslensk lið út úr 32 liða úrslitunum undanfarin þrjú ár. Þór/KA datt úr fyrir Zorkiy sumarið 2013. Tvö Íslendingalið eru í efri styrkleikaflokknum og íslenskar landsliðskonur gætu því verið á leiðinni heim til Íslands í keppnisferð lendi lið þeirra á móti Stjörnunni.Þetta eru sænsku meistararnir í Rosengård og ensku meistararnir í Liverpool. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, spilar með Rosengård og er á góðri leið að vinna sænska titilinn í fjórða sinn á fimm árum. Katrín Ómarsdóttir spilar með Liverpool þar sem hún hefur orðið enskur meistari undanfarin tvö ár. Þýsku risarnir FFC Frankfurt (ríkjandi Evrópumeistarar) og Wolfsburg (unnu 2013 og 2014) eru engin draumalið til að mæta á þessu stigi og þá hafa frönsku liðin Olympique Lyon og Paris Saint-Germain bæði komist áður langt í keppninni. Dregið verður í 32 liða úrslitin í höfuðstöðvum UEFA í dag klukkan 11.30 að íslenskum tíma. Það er annars stutt stórra högga á milli hjá Stjörnuliðinu sem kom heim frá Kýpur á þriðjudaginn og mæta Breiðablik á morgun í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Bikarúrslitaleikurinn er síðan eftir rúma viku en Stjörnuliðið þarf að klára tvo leiki í Pepsi-deildinni fyrir þann leik.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki