Íslenski boltinn

Anna til Þróttar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Anna gæti leikið sinn fyrsta leik með Þrótti gegn Selfossi 11. ágúst.
Anna gæti leikið sinn fyrsta leik með Þrótti gegn Selfossi 11. ágúst. vísir/vilhelm
Knattspyrnukonan Anna Garðarsdóttir er gengin í raðir Þróttar frá Val

Anna kom við sögu í fimm leikjum Vals í Pepsi-deildinni og einum bikarleik.

Þrótturum veitir ekki af liðsstyrk en liðið er í 9. og næstneðsta sæti deildarinnar með einungis tvö stig, fjórum stigum frá KR sem er í 8. sætinu.

Fyrr í vikunni skipti Þróttur um þjálfara en Haraldur Sigfús Magnússon tók við starfinu af Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur.

Þróttur verður sjötta liðið sem Anna spilar með en auk Vals hefur hún leikið fyrir HK/Víking, Aftureldingu, KR og Selfoss.

Anna hefur alls leikið 51 leik í efstu deild og skorað 15 mörk.

Þá hefur Valur lánað Kristínu Ýr Bjarnadóttur til 1. deildarliðs HK/Víkings.

Kristín skoraði eitt mark í sjö deildarleikjum með Val í sumar.

Hún hefur alls skorað 103 mörk í 145 leikjum í efstu deild og ætti að reynast Fossvogsliðinu mikill liðsstyrkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×