Lyfjahneyksli skekur frjálsíþróttaheiminn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. ágúst 2015 19:00 Enska blaðið Sunday Times og þýska sjónvarpsstöðin ARD hafa í fórum sínum gögn sem sýna fram á lyfjamisnotkun margra af fremstu frjálsíþróttamanna og -kvenna heims. Gögnunum var lekið til fjölmiðla á dögunum. Þetta er niðurstaða úr um 12.000 blóðsýnum úr 5000 íþróttamönnum. Alls eru 146 verðlaunahafar, þar af 55 Ólympíu- og heimsmeistarar í þolgreinum, sagðir vera með grunsamleg blóðsýni. Sýnin voru tekin á árunum 2001-12. Í þessum hópi eru tíu verðlaunahafar á Ólympíuleikunum í London 2012. Enginn þessara verðlaunahafa hafa verið sviptir verðlaunum sínum. Samkvæmt skýrslunni eru Rússar stórtækastir í þessum efnum en 80% verðlaunahafa þeirra eru sagðir vera með óhreint mjöl í pokahorninu. Birgir Guðjónsson, læknir og einn helsti sérfræðingur Íslands í lyfjamálum íþróttamanna, segir að þessar fréttir hafi ekki komið sér á óvart. „Nei, alls ekki. Þetta efni, EPO, kom fyrst fram 1989 og kom inn á bannlistann 1995. Það er mjög erfitt að greina þetta og það er vitað að þetta yrði notað. Lance Armstrong tókst að fela það í næstum áratug,“ sagði Birgir í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. En af hverju hefur ekkert verið gert í málinu fyrr en núna? „Það er svo erfitt að greina efnið. Þetta brotnar fljótt niður í líkamanum og það hefur reynst erfitt að sanna að um inntöku efnisins hafi verið að ræða. Það hefur verið þróun í þessu í mörg ár og það er kannski vegna þess sem menn hafa farið í gömlu sýnin og séð að þau eru ekki hrein,“ sagði Birgir en innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ólögleg lyfjanotkun miklu útbreiddari en talið var Gögn sem eru sögð sýna að ólögleg lyfjanotkun sé algeng meðal frjálsíþróttafólks var lekið til fjölmiðla. Niðurstöðurnar eru sagðar sláandi. 2. ágúst 2015 13:20 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Enska blaðið Sunday Times og þýska sjónvarpsstöðin ARD hafa í fórum sínum gögn sem sýna fram á lyfjamisnotkun margra af fremstu frjálsíþróttamanna og -kvenna heims. Gögnunum var lekið til fjölmiðla á dögunum. Þetta er niðurstaða úr um 12.000 blóðsýnum úr 5000 íþróttamönnum. Alls eru 146 verðlaunahafar, þar af 55 Ólympíu- og heimsmeistarar í þolgreinum, sagðir vera með grunsamleg blóðsýni. Sýnin voru tekin á árunum 2001-12. Í þessum hópi eru tíu verðlaunahafar á Ólympíuleikunum í London 2012. Enginn þessara verðlaunahafa hafa verið sviptir verðlaunum sínum. Samkvæmt skýrslunni eru Rússar stórtækastir í þessum efnum en 80% verðlaunahafa þeirra eru sagðir vera með óhreint mjöl í pokahorninu. Birgir Guðjónsson, læknir og einn helsti sérfræðingur Íslands í lyfjamálum íþróttamanna, segir að þessar fréttir hafi ekki komið sér á óvart. „Nei, alls ekki. Þetta efni, EPO, kom fyrst fram 1989 og kom inn á bannlistann 1995. Það er mjög erfitt að greina þetta og það er vitað að þetta yrði notað. Lance Armstrong tókst að fela það í næstum áratug,“ sagði Birgir í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. En af hverju hefur ekkert verið gert í málinu fyrr en núna? „Það er svo erfitt að greina efnið. Þetta brotnar fljótt niður í líkamanum og það hefur reynst erfitt að sanna að um inntöku efnisins hafi verið að ræða. Það hefur verið þróun í þessu í mörg ár og það er kannski vegna þess sem menn hafa farið í gömlu sýnin og séð að þau eru ekki hrein,“ sagði Birgir en innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ólögleg lyfjanotkun miklu útbreiddari en talið var Gögn sem eru sögð sýna að ólögleg lyfjanotkun sé algeng meðal frjálsíþróttafólks var lekið til fjölmiðla. Niðurstöðurnar eru sagðar sláandi. 2. ágúst 2015 13:20 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Ólögleg lyfjanotkun miklu útbreiddari en talið var Gögn sem eru sögð sýna að ólögleg lyfjanotkun sé algeng meðal frjálsíþróttafólks var lekið til fjölmiðla. Niðurstöðurnar eru sagðar sláandi. 2. ágúst 2015 13:20