Samvinna Suzuki og Volkswagen á enda Finnur Thorlacius skrifar 4. ágúst 2015 13:43 Ekki verður af samstarfi Suzuki og Volkswagen. Árið 2009 var stofnað til samvinnu Suzuki og Volkswagen og keypti Volkswagen þá 19,9% hlut í Suzuki. Með samvinnunni átti Suzuki að fá aðgang að nýjustu tækni Volkswagen en á móti hjálpa Volkswagen að ná fótfestu á Indlandi, en þar hefur Suzuki verið leiðandi í sölu bíla. Ekki gekk þetta samstarf eftir og fljótt slettist í kekki milli fyrirtækjanna. Allar götur síðar hafa þau talast við í gegnum lögfræðinga og dómstóla. Nú gæti loks verið bundinn endi á þessa deilu en það gerist í kjölfar kaupa nýrra fjárfesta í Suzuki, en þar fer fjárfestingasjóðurinn Third Point LLC. Aðeins á eftir að ganga frá sölunni á þessum 19,9% hlut Volkswagen í Suzuki, en nýtt fjármagn frá Third Point ætti að gera Suzuki kleift að kaupa aftur bréfin frá Volkswagen. Third Point sér mikil tækifæri í Suzuki vegna yfirburðastöðu fyrirtækisins í Indlandi og telur að verulega aukin sala á bílum þar í framtíðinni muni skapa bjarta tíma fyrir Suzuki. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent
Árið 2009 var stofnað til samvinnu Suzuki og Volkswagen og keypti Volkswagen þá 19,9% hlut í Suzuki. Með samvinnunni átti Suzuki að fá aðgang að nýjustu tækni Volkswagen en á móti hjálpa Volkswagen að ná fótfestu á Indlandi, en þar hefur Suzuki verið leiðandi í sölu bíla. Ekki gekk þetta samstarf eftir og fljótt slettist í kekki milli fyrirtækjanna. Allar götur síðar hafa þau talast við í gegnum lögfræðinga og dómstóla. Nú gæti loks verið bundinn endi á þessa deilu en það gerist í kjölfar kaupa nýrra fjárfesta í Suzuki, en þar fer fjárfestingasjóðurinn Third Point LLC. Aðeins á eftir að ganga frá sölunni á þessum 19,9% hlut Volkswagen í Suzuki, en nýtt fjármagn frá Third Point ætti að gera Suzuki kleift að kaupa aftur bréfin frá Volkswagen. Third Point sér mikil tækifæri í Suzuki vegna yfirburðastöðu fyrirtækisins í Indlandi og telur að verulega aukin sala á bílum þar í framtíðinni muni skapa bjarta tíma fyrir Suzuki.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent