Óttast um líf mikils fjölda flóttamanna Heimir Már Pétursson skrifar 5. ágúst 2015 20:47 Börn flóttamanna hafa þurft að læra á lífið í nýja landinu - til dæmis hvernig á að nota lestar og aðrar samgöngur. Vísir/EPA Óttast er að tugir og jafnvel hundruð flóttamanna hafi farist þegar bát þeirra hvolfdi á Miðjarðarhafi í dag. Þúsundir flóttamanna sem hafast við í hrörlegum búðum í Calais í Frakklandi þjást af ýmsum næringarsjúkdómum og geðrænum kvillum vegna rauna sinna. Neyðarkall barst frá fiskibáti með um 600 flóttamenn innanborðs úti fyrir ströndum Líbíu vegna óveðurs. Þegar skip írsku strandgælsunnar kom á staðinn vildi ekki betur til en að bátnum hvolfdi þegar flóttafólkið hópaðist allt á aðra síðu bátsins. Óttast er að nokkur hundruð hafi drukknað en ítalska Strandgæslan segir að tekist hafi að bjarga 400 manns úr sjónum. Nokkrir tugir líka hafa fundist. Pólitísk upplausn, borgarastríð og bág kjör í Líbíu sem og í mörgum öðrum ríkjum í Afríku hefur aukið á straum flóttafólks í leit að öryggi og betra lífi. Grikkir sem ekki hafa úr miklu að moða hafa tekið á móti þúsundum manna sem og Ítalía. Margt flóttafólk leggur hins vegar á sig lengra ferðalag uppeftir Evrópu og reynir m.a. að komast yfir Ermasund til Bretlands frá calais í Frakklandi. Þar hafast nú um þrjú þúsund flóttamenn við í tjöldum og kofaskiblum við vondan kost. „Við sjáum sár sem tengjast tilraunum til að komast yfir, sérstaklega á síðustu tveim til þrem vikum, og við sjáum mikið af vandamálum og sjúkdómum sem tengjast heilsuaðstæðum og lífsskilyrðum í búðunum, kláðamaur og önnur húðvandamál, augnsjúkdóma og marga öndunarfærasjúkdóma,” segir Isabelle Bruandi svæðisstjóri Lækna án landamæra í Calais. Sjálfboðaliðar úr samtökunum Læknar án landamæra reyna að hlúa að flóttamönnunum við frumstæðar aðstæður. En ríkistjórnir á meginlandi Evrópu og í Bretlandi vilja helst ekki kannast við vandann og reyna að slá pólitískar keilur vegna vaxandi stuðnings við öfgaflokka og aukna andúð og jafnvel hatur á flóttamönnum í Evrópu. Læknar og hjúkrunarfólk í Calais segjast einnig verða vör við geðræn vandamál vegna áfalla sem flóttafólkið hefur orðið fyrir í heimaladninu og á flóttanum. „Það er ekki hlutverk okkar að fást við þetta ástand. Ríkin ættu að sjá til þess að þetta fólk fái heilbrigðisþjónustu. Það er mjög varnarlaust. Það þarf að opna alvöru heilsugæslustöð,” segir Bruandi. Flóttamenn Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Sjá meira
Óttast er að tugir og jafnvel hundruð flóttamanna hafi farist þegar bát þeirra hvolfdi á Miðjarðarhafi í dag. Þúsundir flóttamanna sem hafast við í hrörlegum búðum í Calais í Frakklandi þjást af ýmsum næringarsjúkdómum og geðrænum kvillum vegna rauna sinna. Neyðarkall barst frá fiskibáti með um 600 flóttamenn innanborðs úti fyrir ströndum Líbíu vegna óveðurs. Þegar skip írsku strandgælsunnar kom á staðinn vildi ekki betur til en að bátnum hvolfdi þegar flóttafólkið hópaðist allt á aðra síðu bátsins. Óttast er að nokkur hundruð hafi drukknað en ítalska Strandgæslan segir að tekist hafi að bjarga 400 manns úr sjónum. Nokkrir tugir líka hafa fundist. Pólitísk upplausn, borgarastríð og bág kjör í Líbíu sem og í mörgum öðrum ríkjum í Afríku hefur aukið á straum flóttafólks í leit að öryggi og betra lífi. Grikkir sem ekki hafa úr miklu að moða hafa tekið á móti þúsundum manna sem og Ítalía. Margt flóttafólk leggur hins vegar á sig lengra ferðalag uppeftir Evrópu og reynir m.a. að komast yfir Ermasund til Bretlands frá calais í Frakklandi. Þar hafast nú um þrjú þúsund flóttamenn við í tjöldum og kofaskiblum við vondan kost. „Við sjáum sár sem tengjast tilraunum til að komast yfir, sérstaklega á síðustu tveim til þrem vikum, og við sjáum mikið af vandamálum og sjúkdómum sem tengjast heilsuaðstæðum og lífsskilyrðum í búðunum, kláðamaur og önnur húðvandamál, augnsjúkdóma og marga öndunarfærasjúkdóma,” segir Isabelle Bruandi svæðisstjóri Lækna án landamæra í Calais. Sjálfboðaliðar úr samtökunum Læknar án landamæra reyna að hlúa að flóttamönnunum við frumstæðar aðstæður. En ríkistjórnir á meginlandi Evrópu og í Bretlandi vilja helst ekki kannast við vandann og reyna að slá pólitískar keilur vegna vaxandi stuðnings við öfgaflokka og aukna andúð og jafnvel hatur á flóttamönnum í Evrópu. Læknar og hjúkrunarfólk í Calais segjast einnig verða vör við geðræn vandamál vegna áfalla sem flóttafólkið hefur orðið fyrir í heimaladninu og á flóttanum. „Það er ekki hlutverk okkar að fást við þetta ástand. Ríkin ættu að sjá til þess að þetta fólk fái heilbrigðisþjónustu. Það er mjög varnarlaust. Það þarf að opna alvöru heilsugæslustöð,” segir Bruandi.
Flóttamenn Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent