West Ham datt óvænt út í Rúmeníu | Ragnar og félagar komust áfram 6. ágúst 2015 20:15 Adrian getur sett vegabréfið aftur niður í skúffuna. Það verða engin Evrópuævintýri í ár hjá West Ham. Vísir/Getty Stjóratíð hins króatíska Slaven Bilic hjá West Ham fer ekki vel af stað en félagið datt í kvöld út úr undankeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-2 tap gegn rúmneska félaginu Astra. West Ham rétt skreið í gegn um maltneska félagið Birkikara í 2. umferð eftir vítaspyrnukeppni en féll úr leik í kvöld. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli á heimavelli West Ham en Slaven Bilic stillti upp blöndu af lykilleikmönnum og ungum leikmönnum í leiknum í kvöld. Hamrarnir fengu sannkallaða draumabyrjun þegar lánsmaðurinn Manuel Lanzini skoraði fyrsta mark leiksins á 4. mínútu í fyrsta leik sínum fyrir félagið en rúmneska félagið var fljótt að svara. Tvö mörk á fimm mínútna kafla frá Constantin Budescu sneri leiknum heimamönnum í hag og náðu gestirnir frá Englandi ekki að jafna metin og knýja allavegana fram framlengingu. Er þátttöku West Ham í Evrópudeildinni í ár því lokið. Ragnar Sigurðsson og félagar í Krasnodar lentu í kröppum dansi í Slóvakíu í leik liðsins gegn Slovan Bratislava en þrátt fyrir sigur Slovan Bratislava í kvöld komst Krasnodar áfram eftir að hafa sigrað 2-0 á heimavelli í Rússlandi. Gestirnir frá Rússlandi byrjuðu leikinn af krafti og komust 2-0 yfir eftir ellefu mínútna leik. Var staðan 2-0 fyrir Krasnodar í hálfleik en í seinni hálfleik kom Robert Vittek Slovan Bratislava yfir með því að skora þrennu á tuttugu mínútna kafla. Lengra komust leikmenn Slovan Bratislava ekki en Krasnodar gulltrygði sætið í 4. umferðinni með jöfnunarmarki undir lokin. Þá lék Haukur Heiðar Hauksson allan leikinn í leik AIK og Atromitos í Grikklandi en gríska liðið vann fyrri leik liðanna 3-1 í Svíþjóð. Brasilíski leikmaðurinn Marcelinho gerði endanlega út um allar vonir AIK um miðbik seinni hálfleiks þegar hann skoraði eina mark leiksins. Lærisveinar Guud Hiddink í Southampton áttu ekki í vandræðum með gamla félag hans Vitesse Arnheim en Graziano Pelle gerði út um allar vonir hollenska liðsins eftir aðeins fjórar mínútur er hann kom Dýrlingunum í 1-0 og samanlagt í 4-0 í einvíginu. Saido Mane bætti við öðru marki undir lok leiksins og lauk leiknum með 2-0 sigri Dýrlinganna sem mæta Newcastle í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.Úrslit dagsins: Dinamo Minsk 1-1 Zürich (2-1 samanlagt, Dinamo Minsk fer áfram) Vaduz 2-2 Thun (2-2 samanalagt, Thun fer áfram á útivallarmörkum) FC Kaupmannahöfn 2-3 Jablonec (3-3 samanlagt, Jablonec fer áfram á útivallarmörkum) Astra 2-1 West Ham(4-3 samanlagt, Astra fer áfram) St Etienne 1-2 ASA Targu Mures (4-2 samanlagt, St. Etienne fer áfram) Vitesse 0-2 Southampton (0-5 samanlagt, Southampton fer áfram) Zeljeznicar 0-1 St. Liege (1-3 samanlagt, St. Liege fer áfram) Zorya 3-0 Charleroi (5-0 samanalagt, Zorya fer áfram) Trnava 1-1 PAOK (1-2 samanlagt, PAOK fer áfram) Slovan Bratislava 3-3 Krasnodar (3-5 samanlagt, Krasnodar fer áfram) Dortmund 5-0 AC Wolfsberger (6-0 samanlagt, Dortmund fer áfram) Atromitos 1-0 AIK (4-1 samanlagt, Atromitos fer áfram) Aberdeen 1-1 Almaty (2-3 samanlagt, Almaty fer áfram) Legia Varsjá 1-0 Kukesi (4-0 samanlagt, Legia fer áfram) Vojvodina 0-2 Sampdoria (4-2 samanlagt, Vojvodina áfram) Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Sjá meira
Stjóratíð hins króatíska Slaven Bilic hjá West Ham fer ekki vel af stað en félagið datt í kvöld út úr undankeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-2 tap gegn rúmneska félaginu Astra. West Ham rétt skreið í gegn um maltneska félagið Birkikara í 2. umferð eftir vítaspyrnukeppni en féll úr leik í kvöld. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli á heimavelli West Ham en Slaven Bilic stillti upp blöndu af lykilleikmönnum og ungum leikmönnum í leiknum í kvöld. Hamrarnir fengu sannkallaða draumabyrjun þegar lánsmaðurinn Manuel Lanzini skoraði fyrsta mark leiksins á 4. mínútu í fyrsta leik sínum fyrir félagið en rúmneska félagið var fljótt að svara. Tvö mörk á fimm mínútna kafla frá Constantin Budescu sneri leiknum heimamönnum í hag og náðu gestirnir frá Englandi ekki að jafna metin og knýja allavegana fram framlengingu. Er þátttöku West Ham í Evrópudeildinni í ár því lokið. Ragnar Sigurðsson og félagar í Krasnodar lentu í kröppum dansi í Slóvakíu í leik liðsins gegn Slovan Bratislava en þrátt fyrir sigur Slovan Bratislava í kvöld komst Krasnodar áfram eftir að hafa sigrað 2-0 á heimavelli í Rússlandi. Gestirnir frá Rússlandi byrjuðu leikinn af krafti og komust 2-0 yfir eftir ellefu mínútna leik. Var staðan 2-0 fyrir Krasnodar í hálfleik en í seinni hálfleik kom Robert Vittek Slovan Bratislava yfir með því að skora þrennu á tuttugu mínútna kafla. Lengra komust leikmenn Slovan Bratislava ekki en Krasnodar gulltrygði sætið í 4. umferðinni með jöfnunarmarki undir lokin. Þá lék Haukur Heiðar Hauksson allan leikinn í leik AIK og Atromitos í Grikklandi en gríska liðið vann fyrri leik liðanna 3-1 í Svíþjóð. Brasilíski leikmaðurinn Marcelinho gerði endanlega út um allar vonir AIK um miðbik seinni hálfleiks þegar hann skoraði eina mark leiksins. Lærisveinar Guud Hiddink í Southampton áttu ekki í vandræðum með gamla félag hans Vitesse Arnheim en Graziano Pelle gerði út um allar vonir hollenska liðsins eftir aðeins fjórar mínútur er hann kom Dýrlingunum í 1-0 og samanlagt í 4-0 í einvíginu. Saido Mane bætti við öðru marki undir lok leiksins og lauk leiknum með 2-0 sigri Dýrlinganna sem mæta Newcastle í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.Úrslit dagsins: Dinamo Minsk 1-1 Zürich (2-1 samanlagt, Dinamo Minsk fer áfram) Vaduz 2-2 Thun (2-2 samanalagt, Thun fer áfram á útivallarmörkum) FC Kaupmannahöfn 2-3 Jablonec (3-3 samanlagt, Jablonec fer áfram á útivallarmörkum) Astra 2-1 West Ham(4-3 samanlagt, Astra fer áfram) St Etienne 1-2 ASA Targu Mures (4-2 samanlagt, St. Etienne fer áfram) Vitesse 0-2 Southampton (0-5 samanlagt, Southampton fer áfram) Zeljeznicar 0-1 St. Liege (1-3 samanlagt, St. Liege fer áfram) Zorya 3-0 Charleroi (5-0 samanalagt, Zorya fer áfram) Trnava 1-1 PAOK (1-2 samanlagt, PAOK fer áfram) Slovan Bratislava 3-3 Krasnodar (3-5 samanlagt, Krasnodar fer áfram) Dortmund 5-0 AC Wolfsberger (6-0 samanlagt, Dortmund fer áfram) Atromitos 1-0 AIK (4-1 samanlagt, Atromitos fer áfram) Aberdeen 1-1 Almaty (2-3 samanlagt, Almaty fer áfram) Legia Varsjá 1-0 Kukesi (4-0 samanlagt, Legia fer áfram) Vojvodina 0-2 Sampdoria (4-2 samanlagt, Vojvodina áfram)
Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Sjá meira