Haraldur og Guðmundur komust í gegnum niðurskurðinn í Slóvakíu Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. ágúst 2015 19:00 Haraldur Franklín. Vísir/Stefán Haraldur Franklín Magnússon og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingar úr Golfklúbbi Reykjavíkur, náðu ekki að fylgja eftir góðu gengi fyrstu tvo dagana á Evrópumeistaramóti áhugamanna í golfi í Slóvakíu í dag. Guðmundur Ágúst sem var í öðru sæti fyrir daginn lék á tveimur höggum yfir pari og féll niður í 29. sæti en í 23. sæti situr Haraldur Franklín eftir að hafa leikið á tveimur höggum undir pari í dag. Guðmundur sem lék afbragðs golf á degi tvö lék fyrri níu holur dagsins á pari og var alls á tólf höggum undir pari. Hann virtist ætla að byrja seinni níu holurnar vel þegar hann krækti í fugl á tíundu brautinni en á næstu fjóru holum komu þrír skollar. Guðmundi tókst að leika síðustu fjórar holurnar á pari en hann lauk leik á tíu höggum undir pari,átta höggum á eftir Gary Hurley sem leiðir eftir þrjá keppnishringi. Haraldur Franklín lék frábært golf á fyrri níu holum dagsins en tókst ekki að fylgja því eftir á seinni níu holum vallarins. Haraldur hóf leik á tveimur fuglum á fyrstu tveimur holum vallarins en missti síðan högg þegar hann fékk skolla á fjórðu brautinni. Honum tókst að krækja í tvo fugla til viðbótar á fyrri níu holum vallarins en fylgdi því eftir með skolla á tíundu brautinni. Eftir það komu eintóm pör og lauk Haraldur leik á tveimur höggum undir pari en hann er alls á ellefu höggum undir pari.Íslensku kylfingarnir í Slóvakíu.Mynd/GSÍmyndir.netAxel Bóasson, Íslandsmeistarinn í holukeppni úr Golfklúbbnum Keili lék á pari í dag en honum tókst ekki að vinna upp töpuð högg gærdagsins. Axel sem var í 20. sæti eftir fyrsta dag á fjórum höggum undir pari lék á þremur höggum yfir pari í gær og missti fyrir vikið af niðurskurðinum. Axel fékk sex fugla á hringnum, tvo skolla og tvo skramba og var fimm höggum frá því að komast í gegn um niðurskurðinn. Félagi hans úr Golfklúbbnum Keili, Gísli Sveinbergsson, lék á tveimur höggum undir pari en hann nældi í örn á elleftu holu vallarins. Fékk hann einnig fimm fugla á hringnum ásamt því að fá einn skolla og tvo skramba. Andra Björnssyni úr Golfklúbbi Reykjavíkur tókst að laga skor sitt en hann fékk þrjá fugla og tvo skolla á hringnum og lauk leik á einu höggi undir pari. Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness lauk leik á tveimur höggum undir pari og alls fjórtán höggum undir pari. Golf Tengdar fréttir Guðmundur Ágúst blandaði sér í toppbaráttuna á Evrópumeistaramóti áhugamanna Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur lék frábært golf á Evrópumeistaramóti áhugamanna í Slóvakíu í dag en hann og Haraldur Franklín komust í gegn um niðurskurðinn á mótinu. Fjórir íslenskir kylfingar luku leik í dag. 6. ágúst 2015 17:45 Þurfa að halda einbeitingunni Landsliðsþjálfarinn í golfi var ánægður með spilamennsku Haralds, Axels og Guðmundar á fyrsta degi Evrópumeistaramóti áhugamanna í golfi í Slóvakíu. 6. ágúst 2015 06:00 Íslensku kylfingarnir fara vel af stað í Slóvakíu Þrír íslenskir kylfingar eru meðal tuttugu efstu eftir fyrsta dag á Evrópumeistaramóti áhugamanna sem fer fram í Slóvakíu þessa dagana. 5. ágúst 2015 18:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Haraldur Franklín Magnússon og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingar úr Golfklúbbi Reykjavíkur, náðu ekki að fylgja eftir góðu gengi fyrstu tvo dagana á Evrópumeistaramóti áhugamanna í golfi í Slóvakíu í dag. Guðmundur Ágúst sem var í öðru sæti fyrir daginn lék á tveimur höggum yfir pari og féll niður í 29. sæti en í 23. sæti situr Haraldur Franklín eftir að hafa leikið á tveimur höggum undir pari í dag. Guðmundur sem lék afbragðs golf á degi tvö lék fyrri níu holur dagsins á pari og var alls á tólf höggum undir pari. Hann virtist ætla að byrja seinni níu holurnar vel þegar hann krækti í fugl á tíundu brautinni en á næstu fjóru holum komu þrír skollar. Guðmundi tókst að leika síðustu fjórar holurnar á pari en hann lauk leik á tíu höggum undir pari,átta höggum á eftir Gary Hurley sem leiðir eftir þrjá keppnishringi. Haraldur Franklín lék frábært golf á fyrri níu holum dagsins en tókst ekki að fylgja því eftir á seinni níu holum vallarins. Haraldur hóf leik á tveimur fuglum á fyrstu tveimur holum vallarins en missti síðan högg þegar hann fékk skolla á fjórðu brautinni. Honum tókst að krækja í tvo fugla til viðbótar á fyrri níu holum vallarins en fylgdi því eftir með skolla á tíundu brautinni. Eftir það komu eintóm pör og lauk Haraldur leik á tveimur höggum undir pari en hann er alls á ellefu höggum undir pari.Íslensku kylfingarnir í Slóvakíu.Mynd/GSÍmyndir.netAxel Bóasson, Íslandsmeistarinn í holukeppni úr Golfklúbbnum Keili lék á pari í dag en honum tókst ekki að vinna upp töpuð högg gærdagsins. Axel sem var í 20. sæti eftir fyrsta dag á fjórum höggum undir pari lék á þremur höggum yfir pari í gær og missti fyrir vikið af niðurskurðinum. Axel fékk sex fugla á hringnum, tvo skolla og tvo skramba og var fimm höggum frá því að komast í gegn um niðurskurðinn. Félagi hans úr Golfklúbbnum Keili, Gísli Sveinbergsson, lék á tveimur höggum undir pari en hann nældi í örn á elleftu holu vallarins. Fékk hann einnig fimm fugla á hringnum ásamt því að fá einn skolla og tvo skramba. Andra Björnssyni úr Golfklúbbi Reykjavíkur tókst að laga skor sitt en hann fékk þrjá fugla og tvo skolla á hringnum og lauk leik á einu höggi undir pari. Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness lauk leik á tveimur höggum undir pari og alls fjórtán höggum undir pari.
Golf Tengdar fréttir Guðmundur Ágúst blandaði sér í toppbaráttuna á Evrópumeistaramóti áhugamanna Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur lék frábært golf á Evrópumeistaramóti áhugamanna í Slóvakíu í dag en hann og Haraldur Franklín komust í gegn um niðurskurðinn á mótinu. Fjórir íslenskir kylfingar luku leik í dag. 6. ágúst 2015 17:45 Þurfa að halda einbeitingunni Landsliðsþjálfarinn í golfi var ánægður með spilamennsku Haralds, Axels og Guðmundar á fyrsta degi Evrópumeistaramóti áhugamanna í golfi í Slóvakíu. 6. ágúst 2015 06:00 Íslensku kylfingarnir fara vel af stað í Slóvakíu Þrír íslenskir kylfingar eru meðal tuttugu efstu eftir fyrsta dag á Evrópumeistaramóti áhugamanna sem fer fram í Slóvakíu þessa dagana. 5. ágúst 2015 18:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Guðmundur Ágúst blandaði sér í toppbaráttuna á Evrópumeistaramóti áhugamanna Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur lék frábært golf á Evrópumeistaramóti áhugamanna í Slóvakíu í dag en hann og Haraldur Franklín komust í gegn um niðurskurðinn á mótinu. Fjórir íslenskir kylfingar luku leik í dag. 6. ágúst 2015 17:45
Þurfa að halda einbeitingunni Landsliðsþjálfarinn í golfi var ánægður með spilamennsku Haralds, Axels og Guðmundar á fyrsta degi Evrópumeistaramóti áhugamanna í golfi í Slóvakíu. 6. ágúst 2015 06:00
Íslensku kylfingarnir fara vel af stað í Slóvakíu Þrír íslenskir kylfingar eru meðal tuttugu efstu eftir fyrsta dag á Evrópumeistaramóti áhugamanna sem fer fram í Slóvakíu þessa dagana. 5. ágúst 2015 18:00