Reiðhjólaraunir Jón Gnarr skrifar 8. ágúst 2015 07:00 Ég hef átt reiðhjól meiri hluta ævinnar. Einsog flestir aðrir þá hjólaði ég mikið sem krakki en eftir að ég fékk bílpróf þá setti ég hjólið til hliðar. Ég byrjaði svo aftur að hjóla á fullorðinsárum. Ástæðan var fyrst og fremst fjárhagsleg. Þetta var rétt fyrir síðustu aldamót. Ég bjó þá í Grafarvogi en var að vinna á Flókagötu. Ég átti þá fjóra krakka á skólaaldri. Ég var búinn að kaupa og eiga margar ömurlegar bíldruslur. Eftir því sem krökkunum fjölgaði þurfti ég stærri, og um leið, dýrari bíla. Ég hafði ekki efni á öðrum bíl eða keyra fram og tilbaka milli heimilis og vinnu. Strætisvagnasamgöngur voru stopular og óhentugar. Ég ákvað því að hjóla. Í heilt ár hjólaði ég úr Húsahverfinu fimm sinnum í viku og niðurí bæ og svo aftur heim á kvöldin. Þetta var líkamlega erfitt til að byrja með en svo vandist ég því. Ég fór að fara allra minna ferða á hjólinu. Ég hjólaði á fundi og í bæinn. Ég fór meira að segja og keypti í matinn og hjólaði með það heim í töskum. Ég hríðgrenntist og hef líklega sjaldan eða aldrei verið í jafn góðu líkamlegu formi. Ég sparaði peninga og stundaði heilsusamlegt líferni. Þetta var fullkomið að öllu leiti nema einu: Það var stórhættulegt að fara á reiðhjóli um Reykjavík. Það voru engir reiðhjólastígar og maður var yfirleitt tilneyddur að hjóla á umferðargötum. Ég var oft í stórhættu, sérstaklega á Miklubrautinni. Ég var hluti af umhverfi sem gerði ekki ráð fyrir fólki einsog mér. Ég lenti oft í smáóhöppum en sem betur fer bara einu alvarlegu slysi. Það var þegar ökumaður ákvað að beygja þvert í veg fyrir mig án þess að gefa stefnuljós. Ég skall á bílnum, flaug yfir hann og í götuna. Ég var með hjálm. En hann bjargaði ekki höndunum á mér eða fótunum. Dýri hjólajakkinn minn var ónýtur. Ég var hruflaður og marinn og var frá vinnu í nokkra daga. En ég gat sjálfum mér um kennt. Hvað var ég eiginlega að pæla, að vera hjólandi í Reykjavík? Afhverju gat ég ekki bara fengið mér annan bíl einsog allt venjulegt fólk?Meðvituð breikkun á rassgati Eftirá að hyggja þá hefði ég líklega átt að klæðast hlífðarfatnaði einsog þeir sem keppa á torfærumótórhjólum. En á móti þá hefði þetta líklega aldrei gerst ef ég hefði búið í borg þar sem ökumenn sýna hjólreiðafólki tillitssemi og virðingu. Þetta hefði líklega ekki gerst ef bílstjórinn hefði gefið stefnuljós. En þannig er Reykjavík. Íbúunum er haldið í helgreipum einkabílsins. Þeir eru háðir honum. Það er gott mál fyrir þá sem selja bíla og bensín en kostnaður fyrir þá sem þurfa að nota bíla. Bílar eru dýrir og það er dýrt að reka þá. Þeir taka mikið pláss, menga og valda slysahættu. Að sitja mikið í bíl veldur offitu. En við erum góðu vön. Það eru engin takmörk fyrir því hvað við erum til í að keyra stuttar vegalengdir eða fáránleg erindi. Við keyrum í sund og líkamsrækt og skutlum krökkunum í íþróttir. Það er svo sjálfsagt og eðlilegt að keyra að við pælum ekki einu sinni í því hvað það er hættulegt. Ég velti því til dæmis oft fyrir mér hvað þurfi eiginlega að gerast svo fólk hætti að keyra og skoða símann sinn á meðan.Á Esjunni í 10 cm. hælum Samgöngur eru einsog skór. Flestir eiga góða skó sem þeir nota dagsdaglega en svo spariskó sem þeir nota sjaldnar. Spariskórnir eru flottari en þessir venjulegu en líka dýrari. Samgöngumenning okkar hefur verið á algjörum villigötum. Hún er hagkvæm fyrir fáa en óhagkvæm fyrir flesta. Við erum einsog fólk sem vinnur í garðinum sínum á blankskóm og gengur á Esjuna í háum hælum. Þetta er svo mikið rugl að það nær engri átt. Og halda því fram að þeir sem mótmæli þessu rugli séu óvinveittir bílum er alrangt. Það er einsog að segja að þeir sem ganga um í þægilegum götuskóm geri það vegna þess að þeir hati spariskó. En sem betur fer er þetta að breytast. Fleiri og fleiri sjá kosti þess að hjóla frekar en keyra, því það er bæði ódýrara og heilsusamlegra. Reykjavík, einsog flestar aðrar borgir keppast við að leggja hjólreiðastíga til að mæta þessari þróun. Bíla- og bensínsalar hafa eðlilega af þessu áhyggjur. Þeir græða ekkert á reiðhjólum. Þeir eru því óþreytandi í að benda okkur á hvað þetta sé hættulegt. Þar er hjálmanotkun sívinsælt áhyggjuefni. Samt er það svo að í flestum borgum þar sem hjólreiðar eru viðurkenndur og sjálfsagður samgöngumáti þar sjást fáir með hjálm. Kaupmannahöfn er gott dæmi. Ég er einn af þeim sem vilja geta hjólað um borgina án þess að vera í lífshættu vegna fólks sem gefur ekki stefnuljós eða er að senda SMS á meðan það keyrir. Það þarf að breytast. Ég hjóla ekki með hjálm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Ég hef átt reiðhjól meiri hluta ævinnar. Einsog flestir aðrir þá hjólaði ég mikið sem krakki en eftir að ég fékk bílpróf þá setti ég hjólið til hliðar. Ég byrjaði svo aftur að hjóla á fullorðinsárum. Ástæðan var fyrst og fremst fjárhagsleg. Þetta var rétt fyrir síðustu aldamót. Ég bjó þá í Grafarvogi en var að vinna á Flókagötu. Ég átti þá fjóra krakka á skólaaldri. Ég var búinn að kaupa og eiga margar ömurlegar bíldruslur. Eftir því sem krökkunum fjölgaði þurfti ég stærri, og um leið, dýrari bíla. Ég hafði ekki efni á öðrum bíl eða keyra fram og tilbaka milli heimilis og vinnu. Strætisvagnasamgöngur voru stopular og óhentugar. Ég ákvað því að hjóla. Í heilt ár hjólaði ég úr Húsahverfinu fimm sinnum í viku og niðurí bæ og svo aftur heim á kvöldin. Þetta var líkamlega erfitt til að byrja með en svo vandist ég því. Ég fór að fara allra minna ferða á hjólinu. Ég hjólaði á fundi og í bæinn. Ég fór meira að segja og keypti í matinn og hjólaði með það heim í töskum. Ég hríðgrenntist og hef líklega sjaldan eða aldrei verið í jafn góðu líkamlegu formi. Ég sparaði peninga og stundaði heilsusamlegt líferni. Þetta var fullkomið að öllu leiti nema einu: Það var stórhættulegt að fara á reiðhjóli um Reykjavík. Það voru engir reiðhjólastígar og maður var yfirleitt tilneyddur að hjóla á umferðargötum. Ég var oft í stórhættu, sérstaklega á Miklubrautinni. Ég var hluti af umhverfi sem gerði ekki ráð fyrir fólki einsog mér. Ég lenti oft í smáóhöppum en sem betur fer bara einu alvarlegu slysi. Það var þegar ökumaður ákvað að beygja þvert í veg fyrir mig án þess að gefa stefnuljós. Ég skall á bílnum, flaug yfir hann og í götuna. Ég var með hjálm. En hann bjargaði ekki höndunum á mér eða fótunum. Dýri hjólajakkinn minn var ónýtur. Ég var hruflaður og marinn og var frá vinnu í nokkra daga. En ég gat sjálfum mér um kennt. Hvað var ég eiginlega að pæla, að vera hjólandi í Reykjavík? Afhverju gat ég ekki bara fengið mér annan bíl einsog allt venjulegt fólk?Meðvituð breikkun á rassgati Eftirá að hyggja þá hefði ég líklega átt að klæðast hlífðarfatnaði einsog þeir sem keppa á torfærumótórhjólum. En á móti þá hefði þetta líklega aldrei gerst ef ég hefði búið í borg þar sem ökumenn sýna hjólreiðafólki tillitssemi og virðingu. Þetta hefði líklega ekki gerst ef bílstjórinn hefði gefið stefnuljós. En þannig er Reykjavík. Íbúunum er haldið í helgreipum einkabílsins. Þeir eru háðir honum. Það er gott mál fyrir þá sem selja bíla og bensín en kostnaður fyrir þá sem þurfa að nota bíla. Bílar eru dýrir og það er dýrt að reka þá. Þeir taka mikið pláss, menga og valda slysahættu. Að sitja mikið í bíl veldur offitu. En við erum góðu vön. Það eru engin takmörk fyrir því hvað við erum til í að keyra stuttar vegalengdir eða fáránleg erindi. Við keyrum í sund og líkamsrækt og skutlum krökkunum í íþróttir. Það er svo sjálfsagt og eðlilegt að keyra að við pælum ekki einu sinni í því hvað það er hættulegt. Ég velti því til dæmis oft fyrir mér hvað þurfi eiginlega að gerast svo fólk hætti að keyra og skoða símann sinn á meðan.Á Esjunni í 10 cm. hælum Samgöngur eru einsog skór. Flestir eiga góða skó sem þeir nota dagsdaglega en svo spariskó sem þeir nota sjaldnar. Spariskórnir eru flottari en þessir venjulegu en líka dýrari. Samgöngumenning okkar hefur verið á algjörum villigötum. Hún er hagkvæm fyrir fáa en óhagkvæm fyrir flesta. Við erum einsog fólk sem vinnur í garðinum sínum á blankskóm og gengur á Esjuna í háum hælum. Þetta er svo mikið rugl að það nær engri átt. Og halda því fram að þeir sem mótmæli þessu rugli séu óvinveittir bílum er alrangt. Það er einsog að segja að þeir sem ganga um í þægilegum götuskóm geri það vegna þess að þeir hati spariskó. En sem betur fer er þetta að breytast. Fleiri og fleiri sjá kosti þess að hjóla frekar en keyra, því það er bæði ódýrara og heilsusamlegra. Reykjavík, einsog flestar aðrar borgir keppast við að leggja hjólreiðastíga til að mæta þessari þróun. Bíla- og bensínsalar hafa eðlilega af þessu áhyggjur. Þeir græða ekkert á reiðhjólum. Þeir eru því óþreytandi í að benda okkur á hvað þetta sé hættulegt. Þar er hjálmanotkun sívinsælt áhyggjuefni. Samt er það svo að í flestum borgum þar sem hjólreiðar eru viðurkenndur og sjálfsagður samgöngumáti þar sjást fáir með hjálm. Kaupmannahöfn er gott dæmi. Ég er einn af þeim sem vilja geta hjólað um borgina án þess að vera í lífshættu vegna fólks sem gefur ekki stefnuljós eða er að senda SMS á meðan það keyrir. Það þarf að breytast. Ég hjóla ekki með hjálm.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun