Leystur undan samningi eftir fimmtu handtökuna Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. ágúst 2015 23:00 Aldon Smith hefur líklegast leikið sinn síðasta leik fyrir San Fransisco 49ers. Vísir/Getty Einn af bestu varnarmönnum NFL-deildarinnar, Aldon Smith, var í dag leystur undan samningi hjá San Fransisco 49ers eftir að hafa komist í kast við lögin í fimmta sinn á síðustu þremur árum. Var hann gripinn við stýrið undir áhrifum áfengis en þetta er í þriðja sinn sem hann er gripinn undir áhrifum við stýrið. Smith sem valinn var með 7. valrétt í nýliðavalinu af San Fransisco 49ers árið 2011 sló í gegn á fyrsta tímabili sínu hjá liðinu þegar hann var meðal annars valinn nýliði mánaðarins í október 2011 og besti varnar nýliðinn á tímabilinu. Fylgdi hann því eftir með enn betri frammistöðu á öðru tímabili sínu í deildinni en hann var meðal annars valinn 7. besti leikmaður deildarinnar eftir aðeins tvö tímabil. Stuttu seinna fór hann að rata í fjölmiðlana af röngum ástæðum. Sama ár og hann var valinn sjöundi besti leikmaður deildarinnar komst hann tvisvar í kast við lögin. Í fyrra skiptið var hann tekinn við að keyra undir áhrifum áfengis en seinna var hann handtekinn eftir að gestur hlaut skotsár í gleðskap heima hjá Smith. Reyndist hann sjálfur vera með stungusár og var hann kærður fyrir geymslu vopna án leyfa. Ári seinna var hann gripinn undir stýri undir áhrifum marijúana sem leiddi til þess að hann skráði sig í meðferð. Hann lofaði félagi sínu að vitleysunni væri lokið að meðferðinni loknu en hálfu ári síðar var hann aftur handtekinn á flugvelli í Los Angeles þar sem hann var sakaður um að reyna að ferðast með sprengju. Smith missti alls af níu leikjum á síðasta tímabili en liðið stóð þétt við bakið á honum þar til hann var handtekinn í gær. Hann hefur neitað öllum sökum en ljóst er að um gríðarlegt áfall er að ræða fyrir 49ers sem hafa þegar misst stjörnuleikmennina og varnarbuffin Patrick Willis, Chris Borland og Justin Smith á þessu ári. NFL Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Fleiri fréttir Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Einn af bestu varnarmönnum NFL-deildarinnar, Aldon Smith, var í dag leystur undan samningi hjá San Fransisco 49ers eftir að hafa komist í kast við lögin í fimmta sinn á síðustu þremur árum. Var hann gripinn við stýrið undir áhrifum áfengis en þetta er í þriðja sinn sem hann er gripinn undir áhrifum við stýrið. Smith sem valinn var með 7. valrétt í nýliðavalinu af San Fransisco 49ers árið 2011 sló í gegn á fyrsta tímabili sínu hjá liðinu þegar hann var meðal annars valinn nýliði mánaðarins í október 2011 og besti varnar nýliðinn á tímabilinu. Fylgdi hann því eftir með enn betri frammistöðu á öðru tímabili sínu í deildinni en hann var meðal annars valinn 7. besti leikmaður deildarinnar eftir aðeins tvö tímabil. Stuttu seinna fór hann að rata í fjölmiðlana af röngum ástæðum. Sama ár og hann var valinn sjöundi besti leikmaður deildarinnar komst hann tvisvar í kast við lögin. Í fyrra skiptið var hann tekinn við að keyra undir áhrifum áfengis en seinna var hann handtekinn eftir að gestur hlaut skotsár í gleðskap heima hjá Smith. Reyndist hann sjálfur vera með stungusár og var hann kærður fyrir geymslu vopna án leyfa. Ári seinna var hann gripinn undir stýri undir áhrifum marijúana sem leiddi til þess að hann skráði sig í meðferð. Hann lofaði félagi sínu að vitleysunni væri lokið að meðferðinni loknu en hálfu ári síðar var hann aftur handtekinn á flugvelli í Los Angeles þar sem hann var sakaður um að reyna að ferðast með sprengju. Smith missti alls af níu leikjum á síðasta tímabili en liðið stóð þétt við bakið á honum þar til hann var handtekinn í gær. Hann hefur neitað öllum sökum en ljóst er að um gríðarlegt áfall er að ræða fyrir 49ers sem hafa þegar misst stjörnuleikmennina og varnarbuffin Patrick Willis, Chris Borland og Justin Smith á þessu ári.
NFL Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Fleiri fréttir Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira