Shane Lowry sigraði á Firestone 9. ágúst 2015 23:44 Shane Lowry gat verið sáttur með dagsverkið. Getty. Írski kylfingurinn Shane Lowry tryggði sér sinn þriðja og langt stærsta sigur í atvinnumannamóti á ferlinum í kvöld en hann sigraði á Bridgestone Invitational heimsmótinu í golfi. Fyrir hringinn á Firestone vellinum var Lowry tveimur höggum á eftir Justin Rose og Jim Furyk sem voru í forystu en þeir léku báðir illa á fjórða hring og því kom það í hlut Bubba Watson og Lowry að berjast um sigurinn. Þar hafði Lowry betur eftir stórkostlegt innáhögg á 18. holu sem gulltryggði honum sigurinn og rúmlega 200 milljónir króna í verðlaunafé. Watson endaði einn í öðru sæti en Rose og Furyk þurftu að sætta sig við að deila þriðja sætinu. Shane Lowry hefur spilað á Evrópumótaröðinni undanfarin ár en með sigrinum í kvöld fær hann fullan þátttökurétt á hinni bandarísku PGA-mótaröð þar sem flestir bestu kylfingar heims spila. Það er skammt stórra högga á milli í golfheiminum en um næstu helgi fer PGA-meistaramótið fram sem er síðasta risamót ársins. Þar mun Rory McIlroy meðal annars mæta til leiks eftir meiðsli ásamt Tiger Woods sem mætir til leiks á ný eftir tveggja vikna frí. Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Írski kylfingurinn Shane Lowry tryggði sér sinn þriðja og langt stærsta sigur í atvinnumannamóti á ferlinum í kvöld en hann sigraði á Bridgestone Invitational heimsmótinu í golfi. Fyrir hringinn á Firestone vellinum var Lowry tveimur höggum á eftir Justin Rose og Jim Furyk sem voru í forystu en þeir léku báðir illa á fjórða hring og því kom það í hlut Bubba Watson og Lowry að berjast um sigurinn. Þar hafði Lowry betur eftir stórkostlegt innáhögg á 18. holu sem gulltryggði honum sigurinn og rúmlega 200 milljónir króna í verðlaunafé. Watson endaði einn í öðru sæti en Rose og Furyk þurftu að sætta sig við að deila þriðja sætinu. Shane Lowry hefur spilað á Evrópumótaröðinni undanfarin ár en með sigrinum í kvöld fær hann fullan þátttökurétt á hinni bandarísku PGA-mótaröð þar sem flestir bestu kylfingar heims spila. Það er skammt stórra högga á milli í golfheiminum en um næstu helgi fer PGA-meistaramótið fram sem er síðasta risamót ársins. Þar mun Rory McIlroy meðal annars mæta til leiks eftir meiðsli ásamt Tiger Woods sem mætir til leiks á ný eftir tveggja vikna frí.
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira