Shane Lowry sigraði á Firestone 9. ágúst 2015 23:44 Shane Lowry gat verið sáttur með dagsverkið. Getty. Írski kylfingurinn Shane Lowry tryggði sér sinn þriðja og langt stærsta sigur í atvinnumannamóti á ferlinum í kvöld en hann sigraði á Bridgestone Invitational heimsmótinu í golfi. Fyrir hringinn á Firestone vellinum var Lowry tveimur höggum á eftir Justin Rose og Jim Furyk sem voru í forystu en þeir léku báðir illa á fjórða hring og því kom það í hlut Bubba Watson og Lowry að berjast um sigurinn. Þar hafði Lowry betur eftir stórkostlegt innáhögg á 18. holu sem gulltryggði honum sigurinn og rúmlega 200 milljónir króna í verðlaunafé. Watson endaði einn í öðru sæti en Rose og Furyk þurftu að sætta sig við að deila þriðja sætinu. Shane Lowry hefur spilað á Evrópumótaröðinni undanfarin ár en með sigrinum í kvöld fær hann fullan þátttökurétt á hinni bandarísku PGA-mótaröð þar sem flestir bestu kylfingar heims spila. Það er skammt stórra högga á milli í golfheiminum en um næstu helgi fer PGA-meistaramótið fram sem er síðasta risamót ársins. Þar mun Rory McIlroy meðal annars mæta til leiks eftir meiðsli ásamt Tiger Woods sem mætir til leiks á ný eftir tveggja vikna frí. Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Írski kylfingurinn Shane Lowry tryggði sér sinn þriðja og langt stærsta sigur í atvinnumannamóti á ferlinum í kvöld en hann sigraði á Bridgestone Invitational heimsmótinu í golfi. Fyrir hringinn á Firestone vellinum var Lowry tveimur höggum á eftir Justin Rose og Jim Furyk sem voru í forystu en þeir léku báðir illa á fjórða hring og því kom það í hlut Bubba Watson og Lowry að berjast um sigurinn. Þar hafði Lowry betur eftir stórkostlegt innáhögg á 18. holu sem gulltryggði honum sigurinn og rúmlega 200 milljónir króna í verðlaunafé. Watson endaði einn í öðru sæti en Rose og Furyk þurftu að sætta sig við að deila þriðja sætinu. Shane Lowry hefur spilað á Evrópumótaröðinni undanfarin ár en með sigrinum í kvöld fær hann fullan þátttökurétt á hinni bandarísku PGA-mótaröð þar sem flestir bestu kylfingar heims spila. Það er skammt stórra högga á milli í golfheiminum en um næstu helgi fer PGA-meistaramótið fram sem er síðasta risamót ársins. Þar mun Rory McIlroy meðal annars mæta til leiks eftir meiðsli ásamt Tiger Woods sem mætir til leiks á ný eftir tveggja vikna frí.
Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira