Sprengjuhótun í vélaverksmiðju Ford Finnur Thorlacius skrifar 30. júlí 2015 16:16 Vélaverksmiðja Ford í Romeo í Michican. Loka varð einni vélaverksmiðju Ford í Bandaríkjunum í gær vegna sprengjuhótunar og voru 500 starfsmenn hennar sendir heim. Aðrir 500 starfsmenn sem áttu að leysa fyrri vakt dagsins af voru beðnir um að mæta ekki í vinnuna þann daginn. Ford fékk sprengjuhótunina uppúr kl. 7 að staðartíma í gær. Er síðast var vitað hafði engin sprengja fundist en leit stóð yfir. Lögregla og leitarteymi var kvatt á staðinn, en Ford hefur varist fréttum af þessari hótun og vinnustöðvuninni. Vélaverksmiðja þessi er í bænum með skondna nafnið, þ.e. Romeo í Michican fylki, en víst er að sá sem tilkynnti um sprengjuna er ekki sérlega rómantískur. Í verksmiðjunni hafa verið smíðaðar Ford vélar frá árinu 1973. Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent
Loka varð einni vélaverksmiðju Ford í Bandaríkjunum í gær vegna sprengjuhótunar og voru 500 starfsmenn hennar sendir heim. Aðrir 500 starfsmenn sem áttu að leysa fyrri vakt dagsins af voru beðnir um að mæta ekki í vinnuna þann daginn. Ford fékk sprengjuhótunina uppúr kl. 7 að staðartíma í gær. Er síðast var vitað hafði engin sprengja fundist en leit stóð yfir. Lögregla og leitarteymi var kvatt á staðinn, en Ford hefur varist fréttum af þessari hótun og vinnustöðvuninni. Vélaverksmiðja þessi er í bænum með skondna nafnið, þ.e. Romeo í Michican fylki, en víst er að sá sem tilkynnti um sprengjuna er ekki sérlega rómantískur. Í verksmiðjunni hafa verið smíðaðar Ford vélar frá árinu 1973.
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent