Íslenski boltinn

Botnliðið bætir við sig Portúgölum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Afturelding hefur aðeins halað inn eitt stig í Pepsi-deildinni í sumar.
Afturelding hefur aðeins halað inn eitt stig í Pepsi-deildinni í sumar. vísir/andri marinó
Lið Aftureldingar ætlar að gera allt sem það getur til að halda sæti sínu í Pepsi-deild kvenna en í dag samdi liðið við tvo portúgalska leikmenn; Isabel Osório og Daniela Filipa Alves.

Osório er þrítugur varnarmaður en Alves er 23 ára gamall framherji. Þær hafa báðar leikið fyrir yngri landslið Portúgals.

Þær fá báðar leikheimild á morgun og gætu því leikið sinn fyrsta leik fyrir Aftureldingu mánudaginn 10. ágúst þegar liðið sækir ÍBV heim.

Hjá Aftureldingu hitta Osório og Alves fyrir löndu sína, Söru Granja, sem kom einnig til Mosfellinga í leikmannaglugganum. Þá hefur Afturelding fengið Sigríði Þóru Birgisdóttur að láni frá Stjörnunni.

Afturelding er í erfiðri stöðu, í 10. og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar, með aðeins eitt stig eftir 12 umferðir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×