Lamaðist í skiðaslysi fyrir fjórum árum en spilar fótbolta í Pepsi-deildinni í dag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júlí 2015 21:58 Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir lamaðist eftir skíðaslys í Noregi fyrir fjórum árum en í dag spilar hún með Þrótti í Pepsi-deild kvenna. Fanney, sem var landsliðskona á skíðum, skíðaði á tré þegar hún var við æfingar í Geilo í Noregi á aðfangadag 2011 og lamaðist fyrir neðan háls. Hún brotnaði m.a. á hrygg og hálsi en í kjölfar vel heppnaðrar aðgerðar á Ullevål-sjúkrahúsinu í Osló fékk hún aftur hreyfigetu í fingur og fætur. „Ég hálsbrotnaði og svo brotnaði eitthvað aðeins neðar í bakinu líka. Þegar ég brotna á hálsinum mynduðust bólgur en þegar þær fóru að hjaðna fékk ég máttinn aftur í líkamann og gat byrjað að hreyfa mig aftur,“ sagði Fanney í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er búið taka mig langan tíma að komast á þann stað sem ég er á í dag. Flestir læknar myndu segja að þetta væri algjört kraftaverk,“ bætti Fanney við en hún var blessunarlega með hjálm þegar slysið átti sér stað. Fanney segir stöðuna á sér í dag vera fína, miðað við allt og allt. „Mér finnst hún vera ágæt. Það versta er að ég fæ stundum vöðvabólgu en það er ekki hægt að kvarta yfir því. Mér finnst ég vera í mjög góðu formi, allavega miðað við aðstæður, og finnst ég vera búin að ná mér eftir þetta slys.“ Þrátt fyrir slysið segist Fanney ekki hætt að fara á skíði. „Ég myndi aldrei fórna því að fara aftur á skíði og fer reglulega. Þegar ég byrjaði í fótboltanum af fullum krafti fækkaði skíðaferðunum en það er alltaf ótrúlega gaman að fara á skíði,“ sagði Fanney en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Ótrúlegur bati eftir skelfilegt skíðaslys Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir hrygg- og hálsbrotnaði í skíðaslysi í Noregi á aðfangadag síðastliðinn. Í fyrstu var talið að hún gæti ekki gengið framar en þremur vikum síðar tók hún sín fyrstu skref. 27. apríl 2012 21:00 Landsliðskona slasaðist alvarlega á skíðum Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, nítján ára landsliðskona í skíðaíþróttum, slasaðist alvarlega við æfingar í Geilo í Noregi nú á aðfangadag. 27. desember 2011 10:15 Hjálmurinn bjargaði lífi Fanneyjar "Það eiga allir að nota hjálm á skíðum, sama hvort skíðað sé hægt eða hratt." Þetta segir Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, sem slasaðist mjög illa við skíðaiðkun í Noregi fyrir rúmum tveimur árum. Nýleg samantekt frá VÍS sýnir að hjálmanotkun er ábótavant, ekki síst hjá snjóbrettaiðkendum. 7. febrúar 2014 20:00 Nær að hreyfa fætur og fingur Vandasöm aðgerð sem Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, landsliðskona á skíðum, þurfti á að halda í gærmorgun á Ullevål-sjúkrahúsinu í Ósló í Noregi þótti heppnast vel. Fanney, sem er 19 ára gömul, slasaðist alvarlega á aðfangadag þegar hún var við æfingar í Geilo í Noregi. 28. desember 2011 09:00 Símaviðtal við Fanneyju: Tók sín fyrstu skref í dag Hin 19 ára Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir stóð upp úr hjólastólnum og tók sín fyrstu skref í dag eftir að hafa lent í alvarlegu skíðaslysi í Noregi á aðfangadag. 12. janúar 2012 21:00 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira
Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir lamaðist eftir skíðaslys í Noregi fyrir fjórum árum en í dag spilar hún með Þrótti í Pepsi-deild kvenna. Fanney, sem var landsliðskona á skíðum, skíðaði á tré þegar hún var við æfingar í Geilo í Noregi á aðfangadag 2011 og lamaðist fyrir neðan háls. Hún brotnaði m.a. á hrygg og hálsi en í kjölfar vel heppnaðrar aðgerðar á Ullevål-sjúkrahúsinu í Osló fékk hún aftur hreyfigetu í fingur og fætur. „Ég hálsbrotnaði og svo brotnaði eitthvað aðeins neðar í bakinu líka. Þegar ég brotna á hálsinum mynduðust bólgur en þegar þær fóru að hjaðna fékk ég máttinn aftur í líkamann og gat byrjað að hreyfa mig aftur,“ sagði Fanney í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er búið taka mig langan tíma að komast á þann stað sem ég er á í dag. Flestir læknar myndu segja að þetta væri algjört kraftaverk,“ bætti Fanney við en hún var blessunarlega með hjálm þegar slysið átti sér stað. Fanney segir stöðuna á sér í dag vera fína, miðað við allt og allt. „Mér finnst hún vera ágæt. Það versta er að ég fæ stundum vöðvabólgu en það er ekki hægt að kvarta yfir því. Mér finnst ég vera í mjög góðu formi, allavega miðað við aðstæður, og finnst ég vera búin að ná mér eftir þetta slys.“ Þrátt fyrir slysið segist Fanney ekki hætt að fara á skíði. „Ég myndi aldrei fórna því að fara aftur á skíði og fer reglulega. Þegar ég byrjaði í fótboltanum af fullum krafti fækkaði skíðaferðunum en það er alltaf ótrúlega gaman að fara á skíði,“ sagði Fanney en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Ótrúlegur bati eftir skelfilegt skíðaslys Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir hrygg- og hálsbrotnaði í skíðaslysi í Noregi á aðfangadag síðastliðinn. Í fyrstu var talið að hún gæti ekki gengið framar en þremur vikum síðar tók hún sín fyrstu skref. 27. apríl 2012 21:00 Landsliðskona slasaðist alvarlega á skíðum Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, nítján ára landsliðskona í skíðaíþróttum, slasaðist alvarlega við æfingar í Geilo í Noregi nú á aðfangadag. 27. desember 2011 10:15 Hjálmurinn bjargaði lífi Fanneyjar "Það eiga allir að nota hjálm á skíðum, sama hvort skíðað sé hægt eða hratt." Þetta segir Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, sem slasaðist mjög illa við skíðaiðkun í Noregi fyrir rúmum tveimur árum. Nýleg samantekt frá VÍS sýnir að hjálmanotkun er ábótavant, ekki síst hjá snjóbrettaiðkendum. 7. febrúar 2014 20:00 Nær að hreyfa fætur og fingur Vandasöm aðgerð sem Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, landsliðskona á skíðum, þurfti á að halda í gærmorgun á Ullevål-sjúkrahúsinu í Ósló í Noregi þótti heppnast vel. Fanney, sem er 19 ára gömul, slasaðist alvarlega á aðfangadag þegar hún var við æfingar í Geilo í Noregi. 28. desember 2011 09:00 Símaviðtal við Fanneyju: Tók sín fyrstu skref í dag Hin 19 ára Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir stóð upp úr hjólastólnum og tók sín fyrstu skref í dag eftir að hafa lent í alvarlegu skíðaslysi í Noregi á aðfangadag. 12. janúar 2012 21:00 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira
Ótrúlegur bati eftir skelfilegt skíðaslys Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir hrygg- og hálsbrotnaði í skíðaslysi í Noregi á aðfangadag síðastliðinn. Í fyrstu var talið að hún gæti ekki gengið framar en þremur vikum síðar tók hún sín fyrstu skref. 27. apríl 2012 21:00
Landsliðskona slasaðist alvarlega á skíðum Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, nítján ára landsliðskona í skíðaíþróttum, slasaðist alvarlega við æfingar í Geilo í Noregi nú á aðfangadag. 27. desember 2011 10:15
Hjálmurinn bjargaði lífi Fanneyjar "Það eiga allir að nota hjálm á skíðum, sama hvort skíðað sé hægt eða hratt." Þetta segir Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, sem slasaðist mjög illa við skíðaiðkun í Noregi fyrir rúmum tveimur árum. Nýleg samantekt frá VÍS sýnir að hjálmanotkun er ábótavant, ekki síst hjá snjóbrettaiðkendum. 7. febrúar 2014 20:00
Nær að hreyfa fætur og fingur Vandasöm aðgerð sem Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, landsliðskona á skíðum, þurfti á að halda í gærmorgun á Ullevål-sjúkrahúsinu í Ósló í Noregi þótti heppnast vel. Fanney, sem er 19 ára gömul, slasaðist alvarlega á aðfangadag þegar hún var við æfingar í Geilo í Noregi. 28. desember 2011 09:00
Símaviðtal við Fanneyju: Tók sín fyrstu skref í dag Hin 19 ára Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir stóð upp úr hjólastólnum og tók sín fyrstu skref í dag eftir að hafa lent í alvarlegu skíðaslysi í Noregi á aðfangadag. 12. janúar 2012 21:00