Stórar göngur í Leirvogsá Karl Lúðvíksson skrifar 1. ágúst 2015 13:00 Leirvogsá er loksins að fá hressilegar göngur af laxi. Leirvogsá fór afar seint af stað en loksins hefur áin verið að fyllast af laxi og veiðin tekið kipp sem því nemur. Þeir veiðimenn sem þekkja Leirvogsánna vel voru orðnir frekar svartsýnir með þetta sumar þegar áin var næstum því laxlaus í byrjun júlí en það hefur oft verið fínn tími í ánni. Þekktir veiðimenn fóru um ánna og sáu svo fáa laxa að þá mátti telja með fingrum annarar handar. Sem betur fer hefur ástandið lagast mikið en síðustu daga hafa komið mjög góðar göngur í Leirvogsá og veiðin samfara því tekið mikinn kipp. Samkvæmt frétt af vef SVFR þá er haft eftir Viðari Jónassyni veiðiverði í Leirvogsá að göngurnar í ánna núna gífurlega sterkar og er áin að nálgast lokatölu síðasta árs óðfluga. Samkvæmt síðustu vikutölum var áin komin í 206 laxa, en er hratt að nálgast 300 laxa á einungis 2 stangir. Veiðin fram að þessu hefur verið mikið til á neðri svæðunum, eins og venja er, en fiskurinn er nú farinn að dreifa sér meira upp á efri svæði ánnar sem eru gífurlega skemmtileg fyrir fluguveiðimenn. Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði
Leirvogsá fór afar seint af stað en loksins hefur áin verið að fyllast af laxi og veiðin tekið kipp sem því nemur. Þeir veiðimenn sem þekkja Leirvogsánna vel voru orðnir frekar svartsýnir með þetta sumar þegar áin var næstum því laxlaus í byrjun júlí en það hefur oft verið fínn tími í ánni. Þekktir veiðimenn fóru um ánna og sáu svo fáa laxa að þá mátti telja með fingrum annarar handar. Sem betur fer hefur ástandið lagast mikið en síðustu daga hafa komið mjög góðar göngur í Leirvogsá og veiðin samfara því tekið mikinn kipp. Samkvæmt frétt af vef SVFR þá er haft eftir Viðari Jónassyni veiðiverði í Leirvogsá að göngurnar í ánna núna gífurlega sterkar og er áin að nálgast lokatölu síðasta árs óðfluga. Samkvæmt síðustu vikutölum var áin komin í 206 laxa, en er hratt að nálgast 300 laxa á einungis 2 stangir. Veiðin fram að þessu hefur verið mikið til á neðri svæðunum, eins og venja er, en fiskurinn er nú farinn að dreifa sér meira upp á efri svæði ánnar sem eru gífurlega skemmtileg fyrir fluguveiðimenn.
Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði