Fjögurra strokka Posche Boxter og Cayman verða 240-370 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 31. júlí 2015 15:31 Porsche Boxster GTS. Með nýrri 981.2 seríu Porsche Boxter og Cayman fá bílarnir báðir fjögurra strokka vélar en þeir hafa hingað til verið með 6 strokka vélar. Því fylgja engar slæmar fréttir, nema síður sé því vélarnar verða öflugar og allt að 370 hestöfl enda með forþjöppur. Cayman GT4 verður þó áfram með 6 strokka vél. Aflminnst vélin sem boði verður er 240 hestöfl en S-útgáfa bílanna verður með 300 hestafla vél og GTS útgáfan með 370 hestöfl. Því verða Boxter og Cayman með breiðara bil hvað afl varðar en í núverandi gerðum. Grunngerðir bílsins verða aflminni en núverandi gerðir og S-útgáfa þeirra líka. Núverandi grunngerð þeirra er 265 hestöfl og S-útgáfan 315 hestöfl. Búist er við því að Porsche muni sýna þessa nýju bíla á næstu bílasýningum í Genf eða Detroit. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent
Með nýrri 981.2 seríu Porsche Boxter og Cayman fá bílarnir báðir fjögurra strokka vélar en þeir hafa hingað til verið með 6 strokka vélar. Því fylgja engar slæmar fréttir, nema síður sé því vélarnar verða öflugar og allt að 370 hestöfl enda með forþjöppur. Cayman GT4 verður þó áfram með 6 strokka vél. Aflminnst vélin sem boði verður er 240 hestöfl en S-útgáfa bílanna verður með 300 hestafla vél og GTS útgáfan með 370 hestöfl. Því verða Boxter og Cayman með breiðara bil hvað afl varðar en í núverandi gerðum. Grunngerðir bílsins verða aflminni en núverandi gerðir og S-útgáfa þeirra líka. Núverandi grunngerð þeirra er 265 hestöfl og S-útgáfan 315 hestöfl. Búist er við því að Porsche muni sýna þessa nýju bíla á næstu bílasýningum í Genf eða Detroit.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent