Hringinn á rafmagnsbíl á 30 tímum Finnur Thorlacius skrifar 21. júlí 2015 09:32 Tesla Model S bíllinn hlaðinn á Hótel Rangá. Gísli Gíslason hjá rafmagnsbílasölunni Even fóru hringinn í kringum landið á innan við 30 klukkustundum á rafmagnsbíl. Með því sló hann og tveir aðrir farþegar í Tesla Model S bíl Íslandsmet rafbíla í akstri kringum landið. Áður hafði hringurinn verið farinn á 6 dögum á rafmagnsbíl og var það gert af þremur nemendum Háskólans í Reykjavík árið 2010. Lagt var af stað frá Akureyri snemma í fyrradag og komið þangað aftur um kaffileitið í gærdag. Aðeins þurfti að hlaða bílinn fjórum sinnum á leiðinni, á Egilsstöðum, við Hótel Rangá, Flatey á Mýrum og í Borgarnesi. Með í för var hleðslustöð sem gerði methöfunum kleift að hlaða bílinn þar sem ekki naut þeirra hleðslustöðva sem hafa verið settar upp um landið. Tesla Model S hefur tæplega 500 km drægni fulllaðinn rafmagni. Með þessum akstri sannast að rafmagnsbílar eru kostur til lengri ferða um landið og eigendur þeirra þurfa ekki að hræðast drægni þeirra. Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent
Gísli Gíslason hjá rafmagnsbílasölunni Even fóru hringinn í kringum landið á innan við 30 klukkustundum á rafmagnsbíl. Með því sló hann og tveir aðrir farþegar í Tesla Model S bíl Íslandsmet rafbíla í akstri kringum landið. Áður hafði hringurinn verið farinn á 6 dögum á rafmagnsbíl og var það gert af þremur nemendum Háskólans í Reykjavík árið 2010. Lagt var af stað frá Akureyri snemma í fyrradag og komið þangað aftur um kaffileitið í gærdag. Aðeins þurfti að hlaða bílinn fjórum sinnum á leiðinni, á Egilsstöðum, við Hótel Rangá, Flatey á Mýrum og í Borgarnesi. Með í för var hleðslustöð sem gerði methöfunum kleift að hlaða bílinn þar sem ekki naut þeirra hleðslustöðva sem hafa verið settar upp um landið. Tesla Model S hefur tæplega 500 km drægni fulllaðinn rafmagni. Með þessum akstri sannast að rafmagnsbílar eru kostur til lengri ferða um landið og eigendur þeirra þurfa ekki að hræðast drægni þeirra.
Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent