Frelsissvipting í Hvalfjarðarsveit: Hótuðu að drepa konuna ef hún kærði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júlí 2015 15:30 Í greinargerð sálfræðings konunnar kemur fram að hún sé stöðugt hrædd eftir árásina og óttist um líf sitt. vísir/getty Ríkissaksóknari hefur höfðað mál á hendur 44 ára gömlum karlmanni og 28 ára gamalli konu fyrir frelsissviptingu og tilraun til ráns í nóvember 2012. Meint brot áttu sér stað í húsi í Hvalfjarðarsveit og er fólkið ákært fyrir að hafa í sameiningu svipt konu frelsi sínu og reynt að neyða hana til að greiða þeim allt að 200 þúsund krónur. Samkvæmt ákæru á maðurinn meðal annars að hafa bundið hendur konunnar fastar, tekið hana hálstaki og lamið hana í höfuðið með bókum. Konan, sem einnig er ákærð, er sökuð um að hafa hellt úr vatnsfötu yfir konuna og hótað henni að stinga hana í magann með hnífi sem ákærða ógnaði konunni með. Þá eru maðurinn og konan bæði ákærð fyrir að hafa skipað konunni að afklæðast og halda til í kjallara hússins og öðrum stöðum þar inni. Þau eiga einnig að hafa hótað að beita konuna kynferðislegu ofbeldi, sem og að hafa hótað að beita föður konunnar og barn hennar líkamlegu ofbeldi. Ákærðu neituðu bæði sök við þingfestingu málsins en aðalmeðferð fer fram í september í Héraðsdómi Vesturlands. Í maí síðastliðnum staðfesti Hæstiréttur úrskurð héraðsdóm þess efnis að ákærðu víki úr dómsal þegar konan gefur skýrslu í málinu. Er það gert þar sem talið er að það geti verið konunni mjög íþyngjandi ef ákærðu verða í dómsal auk þess sem það gæti haft áhrif á framburð hennar. Fyrir héraðsdómi lagði réttargæslumaður konunnar fram greinargerð sálfræðings vegna málsins. Í greinargerðinni segir meðal annars að konan sé „stöðugt hrædd [...]. Hún sofi illa og fái reglulega martraðir. [...] Hún sagðist óttast um líf sitt og hræddist að gerendur í árásinni standi við hótanir sínar um að drepa sig ef hún kærði.“ Konan fer fram á 2 milljónir króna í miskabætur vegna málsins.Uppfært klukkan 16.30: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var sagt að maðurinn væri 34 ára gamall. Hið rétta er að hann er 44 ára gamall og hefur þetta verið leiðrétt. Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur höfðað mál á hendur 44 ára gömlum karlmanni og 28 ára gamalli konu fyrir frelsissviptingu og tilraun til ráns í nóvember 2012. Meint brot áttu sér stað í húsi í Hvalfjarðarsveit og er fólkið ákært fyrir að hafa í sameiningu svipt konu frelsi sínu og reynt að neyða hana til að greiða þeim allt að 200 þúsund krónur. Samkvæmt ákæru á maðurinn meðal annars að hafa bundið hendur konunnar fastar, tekið hana hálstaki og lamið hana í höfuðið með bókum. Konan, sem einnig er ákærð, er sökuð um að hafa hellt úr vatnsfötu yfir konuna og hótað henni að stinga hana í magann með hnífi sem ákærða ógnaði konunni með. Þá eru maðurinn og konan bæði ákærð fyrir að hafa skipað konunni að afklæðast og halda til í kjallara hússins og öðrum stöðum þar inni. Þau eiga einnig að hafa hótað að beita konuna kynferðislegu ofbeldi, sem og að hafa hótað að beita föður konunnar og barn hennar líkamlegu ofbeldi. Ákærðu neituðu bæði sök við þingfestingu málsins en aðalmeðferð fer fram í september í Héraðsdómi Vesturlands. Í maí síðastliðnum staðfesti Hæstiréttur úrskurð héraðsdóm þess efnis að ákærðu víki úr dómsal þegar konan gefur skýrslu í málinu. Er það gert þar sem talið er að það geti verið konunni mjög íþyngjandi ef ákærðu verða í dómsal auk þess sem það gæti haft áhrif á framburð hennar. Fyrir héraðsdómi lagði réttargæslumaður konunnar fram greinargerð sálfræðings vegna málsins. Í greinargerðinni segir meðal annars að konan sé „stöðugt hrædd [...]. Hún sofi illa og fái reglulega martraðir. [...] Hún sagðist óttast um líf sitt og hræddist að gerendur í árásinni standi við hótanir sínar um að drepa sig ef hún kærði.“ Konan fer fram á 2 milljónir króna í miskabætur vegna málsins.Uppfært klukkan 16.30: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var sagt að maðurinn væri 34 ára gamall. Hið rétta er að hann er 44 ára gamall og hefur þetta verið leiðrétt.
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira