Heimsleikarnir í CrossFit: Íslendingarnir ofarlega eftir fyrstu greinar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. júlí 2015 17:15 Katrín Tanja Davíðsdóttir mynd/instagram síða katrínar Björgvin Karl Guðmundsson er efstur íslensku keppendanna eftir fyrstu greinina í einstaklingsflokki en hann er í sjötta sæti í karlaflokki. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í áttunda sæti í kvennaflokki. Annie Mist Þórisdóttir lauk keppni í fyrstu greininni í 13. sæti, Katrín Tanja Davíðsdóttir var í því átjánda og Þuríður Erla Helgadóttir endaði í 22. sæti. Alls eru fjörutíu keppendur í hvorum flokki. Lið CrossFit Reykjavíkur endaði í 27. sæti í liðakeppninni. CrossFit Reykjavík hleypur í boðhlaupi klukkan 21.00. Næst kemur að konunum sem takast á við sandpokana á eftirfarandi tímasetningum; Þuríður Erla klukkan 22.40, Katrín Tanja 23.20, Ragnheiður Sara 23.40 og Annie Mist á miðnætti. Björgvin Karl keppir ekki fyrr en klukkan 01.40. Fyrstu íslensku keppendurnir á Heimsleikunum í CrossFit voru ræstir út klukkan 14.00 að íslenskum tíma er fyrsta WOD í kvennaflokki hófst. Karlarnir fóru í sjóinn klukkutíma síðar og liðin eru í honum nú um klukkan 18. Beina útsendingu frá keppninni má finna hér á Vísi. Fyrsti viðburður dagsins fór fram í vatni. Fyrst þurftu keppendur að synda 500 metra í sjónum, næla sér í sérstakt bretti sem þeir réru tvær mílur á. Að endingu lýkur þurftu þeir að synda 500 metra á ný. Síðari keppnisgreinin felst í að færa sandpoka milli staða. Keppnin fer fram á íþróttavelli og byrja keppendur efst í stúkunni norðan megin. Þaðan þurfa þeir að flytja sandpokana niður á völlinn, yfir hann þveran og upp í stúkuna hinum megin. Hægt er að brúka hjólbörur til verksins. „Miðvikudagurinn er oftast frekar óútreiknanlegur. Fæstir hafa prufað þetta bretti áður og hvað þá í tvær mílur,“ segir Björgvin Karl Guðmundsson. „Ég er nokkuð öruggur með mig í sjósundi og mér gekk ágætlega að æfa mig á brettinu. Hjólbörukeppnin er nokkuð óútreiknanlegt en það hjálpar að vera hávaxinn.“ „Ég er spennt fyrir því að byrja. Undirbúningur hefur gengið vel og ég held ég sé tilbúin,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Ég hef bætt mig mikið í sjónum en þetta bretti er smá óvissuþáttur. Ekkert okkar hefur prófað það áður svo þetta er bara spurning hver neglir þetta á staðnum.“ Liði CrossFit Reykjavíkur bíður einnig grein í sjónum. Fyrra WOD-ið snýst um að lyfta svokölluðum „ormi“ 75 sinnum áður en þau synda með bát 500 yarda. Því næst er „orminum“ lyft 50 sinnum og aðrir 500 yardar teknir í vatninu með bátinn. Að lokum er orminum lyft 25 sinnum. Síðari keppnin er boðhlaup þar sem hver liðsmaður hleypur eina mílu og klukkar þann næsta til að senda hann af stað. „Fyrsta æfingin leggst nokkuð vel í liðið. Allir eru spenntir fyrir því að byrja þó bæði ormurinn og báturinn sé eitthvað sem vði höfum ekki prófað áður. Samvinna skiptir öllu máli í þessu og það er það sem við höfum unnið mest að,“ segja meðlimir um komandi átök. Beina útsendingu frá liðakeppninni er að finna hér að neðan en í fréttinni miðri er bein útsending frá einstaklingskeppninni. Neðst fylgir síðan mánudagskvöldverðurinn þar sem keppendum var sagt frá fyrstu þrautunum sem biðu þeirra. Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Kynning á keppendunum: Fimm Íslendingar keppa í einstaklingsflokki Helmingur framlags Evrópu á heimsleikunum í Crossfit kemur frá Íslandi. Vísir kynnir keppendurna til sögunnar, hitar upp fyrir leikana og fylgist með þeim frá degi eitt. 20. júlí 2015 19:30 Kynning á keppendum Heimsleikanna: CrossFit Reykjavík keppir í liðaflokki Alls eru þrettán íslenskir keppendur, séu varamenn taldir með, á Heimsleikunum í CrossFit. Þeir fara á fullt á morgun. Vísir hitar upp fyrir leikana og fylgist með frá upphafi. 21. júlí 2015 12:45 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Curry sneri aftur með miklum látum Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson er efstur íslensku keppendanna eftir fyrstu greinina í einstaklingsflokki en hann er í sjötta sæti í karlaflokki. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í áttunda sæti í kvennaflokki. Annie Mist Þórisdóttir lauk keppni í fyrstu greininni í 13. sæti, Katrín Tanja Davíðsdóttir var í því átjánda og Þuríður Erla Helgadóttir endaði í 22. sæti. Alls eru fjörutíu keppendur í hvorum flokki. Lið CrossFit Reykjavíkur endaði í 27. sæti í liðakeppninni. CrossFit Reykjavík hleypur í boðhlaupi klukkan 21.00. Næst kemur að konunum sem takast á við sandpokana á eftirfarandi tímasetningum; Þuríður Erla klukkan 22.40, Katrín Tanja 23.20, Ragnheiður Sara 23.40 og Annie Mist á miðnætti. Björgvin Karl keppir ekki fyrr en klukkan 01.40. Fyrstu íslensku keppendurnir á Heimsleikunum í CrossFit voru ræstir út klukkan 14.00 að íslenskum tíma er fyrsta WOD í kvennaflokki hófst. Karlarnir fóru í sjóinn klukkutíma síðar og liðin eru í honum nú um klukkan 18. Beina útsendingu frá keppninni má finna hér á Vísi. Fyrsti viðburður dagsins fór fram í vatni. Fyrst þurftu keppendur að synda 500 metra í sjónum, næla sér í sérstakt bretti sem þeir réru tvær mílur á. Að endingu lýkur þurftu þeir að synda 500 metra á ný. Síðari keppnisgreinin felst í að færa sandpoka milli staða. Keppnin fer fram á íþróttavelli og byrja keppendur efst í stúkunni norðan megin. Þaðan þurfa þeir að flytja sandpokana niður á völlinn, yfir hann þveran og upp í stúkuna hinum megin. Hægt er að brúka hjólbörur til verksins. „Miðvikudagurinn er oftast frekar óútreiknanlegur. Fæstir hafa prufað þetta bretti áður og hvað þá í tvær mílur,“ segir Björgvin Karl Guðmundsson. „Ég er nokkuð öruggur með mig í sjósundi og mér gekk ágætlega að æfa mig á brettinu. Hjólbörukeppnin er nokkuð óútreiknanlegt en það hjálpar að vera hávaxinn.“ „Ég er spennt fyrir því að byrja. Undirbúningur hefur gengið vel og ég held ég sé tilbúin,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Ég hef bætt mig mikið í sjónum en þetta bretti er smá óvissuþáttur. Ekkert okkar hefur prófað það áður svo þetta er bara spurning hver neglir þetta á staðnum.“ Liði CrossFit Reykjavíkur bíður einnig grein í sjónum. Fyrra WOD-ið snýst um að lyfta svokölluðum „ormi“ 75 sinnum áður en þau synda með bát 500 yarda. Því næst er „orminum“ lyft 50 sinnum og aðrir 500 yardar teknir í vatninu með bátinn. Að lokum er orminum lyft 25 sinnum. Síðari keppnin er boðhlaup þar sem hver liðsmaður hleypur eina mílu og klukkar þann næsta til að senda hann af stað. „Fyrsta æfingin leggst nokkuð vel í liðið. Allir eru spenntir fyrir því að byrja þó bæði ormurinn og báturinn sé eitthvað sem vði höfum ekki prófað áður. Samvinna skiptir öllu máli í þessu og það er það sem við höfum unnið mest að,“ segja meðlimir um komandi átök. Beina útsendingu frá liðakeppninni er að finna hér að neðan en í fréttinni miðri er bein útsending frá einstaklingskeppninni. Neðst fylgir síðan mánudagskvöldverðurinn þar sem keppendum var sagt frá fyrstu þrautunum sem biðu þeirra.
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Kynning á keppendunum: Fimm Íslendingar keppa í einstaklingsflokki Helmingur framlags Evrópu á heimsleikunum í Crossfit kemur frá Íslandi. Vísir kynnir keppendurna til sögunnar, hitar upp fyrir leikana og fylgist með þeim frá degi eitt. 20. júlí 2015 19:30 Kynning á keppendum Heimsleikanna: CrossFit Reykjavík keppir í liðaflokki Alls eru þrettán íslenskir keppendur, séu varamenn taldir með, á Heimsleikunum í CrossFit. Þeir fara á fullt á morgun. Vísir hitar upp fyrir leikana og fylgist með frá upphafi. 21. júlí 2015 12:45 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Curry sneri aftur með miklum látum Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Sjá meira
Kynning á keppendunum: Fimm Íslendingar keppa í einstaklingsflokki Helmingur framlags Evrópu á heimsleikunum í Crossfit kemur frá Íslandi. Vísir kynnir keppendurna til sögunnar, hitar upp fyrir leikana og fylgist með þeim frá degi eitt. 20. júlí 2015 19:30
Kynning á keppendum Heimsleikanna: CrossFit Reykjavík keppir í liðaflokki Alls eru þrettán íslenskir keppendur, séu varamenn taldir með, á Heimsleikunum í CrossFit. Þeir fara á fullt á morgun. Vísir hitar upp fyrir leikana og fylgist með frá upphafi. 21. júlí 2015 12:45