Ásgerður Stefanía: Megum ekki bíða eftir að Blikar misstígi sig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2015 14:28 Það verður mikið að gera hjá Ásgerði og stöllum hennar í Stjörnunni næsta mánuðinn. vísir/valli Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar eiga tvö fulltrúa í úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna sem var tilkynnt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. Það eru þær Anna Björk Kristjánsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir en sú síðarnefnda er fyrirliði Stjörnunnar sem er í 2. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Breiðabliki þegar sjö umferðir eru eftir af mótinu. „Maður er ekkert mikið að pæla í þessu en auðvitað er þetta viðurkenning og ég er ánægð með hana,“ sagði Ásgerður í samtali við blaðamann Vísis í dag. Þrátt fyrir að Stjarnan þurfi að vinna upp fjögurra stiga forskot Breiðabliks er Ásgerður bjartsýn á að halda Íslandsmeistaratitlinum í Garðabænum. „Það er fullt eftir af mótinu. Við þurfum að hugsa um okkur og klára okkar leiki, ekki bara bíða eftir því að Blikar misstígi sig,“ sagði Ásgerður er Stjarnan og Breiðablik mætast eftir tæpan mánuð. Ásgerður segir Stjörnukonur ekki farnar að hugsa enn um þann leik. „Nei, alls ekki. Það er svo langt í þann leik. Við eigum eftir að fara til Kýpur og spila í Meistaradeildinni í millitíðinni og á Selfoss og fleira,“ sagði Ásgerður en Stjörnukonur eru að sigla inn í þéttskipaðan ágúst-mánuð þar sem liðið leikur átta leiki á 27 dögum, að því gefnu að það vinni Fylki í undanúrslitum Borgunarbikarsins á föstudaginn. „Þetta verður ótrúlega erfiður mánuður en maður er í þessu fyrir þessa leiki og vill frekar spila en æfa. Við þurfum bara að hugsa vel um okkur og nýta hópinn eins og við getum,“ sagði Ásgerður. Nýr leikmaður bættist í lið Stjörnunnar á dögunum, hin brasilíska Francielle Manoel Alberto. Og það er óhætt að segja að hún hafi byrjað með látum en Fran (eins og hún er kölluð) skoraði þrennu í sínum fyrsta leik gegn Fylki. „Hún átti fínan leik gegn Fylki og allt liðið. Hún var réttur maður á réttum stað í leiknum en þessi stelpa býr yfir miklum gæðum og hefur mikla reynslu sem hjálpar okkur vonandi,“ sagði Ásgerður en Fran hefur leikið með brasilíska landsliðinu. „Hún hefur verið í brasilíska landsliðinu þannig að eitthvað hlýtur hún að geta. Hún er með góða ferilskrá en það eru margir góðir leikmenn sem hafa komið til Íslands og ekki höndlað fótboltann hérna. Við eigum eftir að sjá fleiri leiki með henni,“ sagði Ásgerður að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Breiðablik með fimm fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar | Fanndís valin best Breiðablik á alls sex fulltrúa í liði fyrri umferðar Pepsi deildar kvenna, þar á meðal Fanndísi Friðriksdóttir sem var valin besti leikmaður fyrri umferðarinnar. 22. júlí 2015 12:19 Gætu spilað átta leiki á 27 dögum Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar fara til Kýpur og leika þar þrjá leiki á sex dögum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 26. júní 2015 06:00 Þorsteinn: Vil helst fá viðurkenninguna eftir tvo mánuði Breiðablik fékk flestar viðurkenningar á hófi sem KSÍ hélt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri umferð Pepsi-deildar kvenna. 22. júlí 2015 13:24 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar eiga tvö fulltrúa í úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna sem var tilkynnt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. Það eru þær Anna Björk Kristjánsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir en sú síðarnefnda er fyrirliði Stjörnunnar sem er í 2. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Breiðabliki þegar sjö umferðir eru eftir af mótinu. „Maður er ekkert mikið að pæla í þessu en auðvitað er þetta viðurkenning og ég er ánægð með hana,“ sagði Ásgerður í samtali við blaðamann Vísis í dag. Þrátt fyrir að Stjarnan þurfi að vinna upp fjögurra stiga forskot Breiðabliks er Ásgerður bjartsýn á að halda Íslandsmeistaratitlinum í Garðabænum. „Það er fullt eftir af mótinu. Við þurfum að hugsa um okkur og klára okkar leiki, ekki bara bíða eftir því að Blikar misstígi sig,“ sagði Ásgerður er Stjarnan og Breiðablik mætast eftir tæpan mánuð. Ásgerður segir Stjörnukonur ekki farnar að hugsa enn um þann leik. „Nei, alls ekki. Það er svo langt í þann leik. Við eigum eftir að fara til Kýpur og spila í Meistaradeildinni í millitíðinni og á Selfoss og fleira,“ sagði Ásgerður en Stjörnukonur eru að sigla inn í þéttskipaðan ágúst-mánuð þar sem liðið leikur átta leiki á 27 dögum, að því gefnu að það vinni Fylki í undanúrslitum Borgunarbikarsins á föstudaginn. „Þetta verður ótrúlega erfiður mánuður en maður er í þessu fyrir þessa leiki og vill frekar spila en æfa. Við þurfum bara að hugsa vel um okkur og nýta hópinn eins og við getum,“ sagði Ásgerður. Nýr leikmaður bættist í lið Stjörnunnar á dögunum, hin brasilíska Francielle Manoel Alberto. Og það er óhætt að segja að hún hafi byrjað með látum en Fran (eins og hún er kölluð) skoraði þrennu í sínum fyrsta leik gegn Fylki. „Hún átti fínan leik gegn Fylki og allt liðið. Hún var réttur maður á réttum stað í leiknum en þessi stelpa býr yfir miklum gæðum og hefur mikla reynslu sem hjálpar okkur vonandi,“ sagði Ásgerður en Fran hefur leikið með brasilíska landsliðinu. „Hún hefur verið í brasilíska landsliðinu þannig að eitthvað hlýtur hún að geta. Hún er með góða ferilskrá en það eru margir góðir leikmenn sem hafa komið til Íslands og ekki höndlað fótboltann hérna. Við eigum eftir að sjá fleiri leiki með henni,“ sagði Ásgerður að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Breiðablik með fimm fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar | Fanndís valin best Breiðablik á alls sex fulltrúa í liði fyrri umferðar Pepsi deildar kvenna, þar á meðal Fanndísi Friðriksdóttir sem var valin besti leikmaður fyrri umferðarinnar. 22. júlí 2015 12:19 Gætu spilað átta leiki á 27 dögum Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar fara til Kýpur og leika þar þrjá leiki á sex dögum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 26. júní 2015 06:00 Þorsteinn: Vil helst fá viðurkenninguna eftir tvo mánuði Breiðablik fékk flestar viðurkenningar á hófi sem KSÍ hélt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri umferð Pepsi-deildar kvenna. 22. júlí 2015 13:24 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Breiðablik með fimm fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar | Fanndís valin best Breiðablik á alls sex fulltrúa í liði fyrri umferðar Pepsi deildar kvenna, þar á meðal Fanndísi Friðriksdóttir sem var valin besti leikmaður fyrri umferðarinnar. 22. júlí 2015 12:19
Gætu spilað átta leiki á 27 dögum Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar fara til Kýpur og leika þar þrjá leiki á sex dögum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 26. júní 2015 06:00
Þorsteinn: Vil helst fá viðurkenninguna eftir tvo mánuði Breiðablik fékk flestar viðurkenningar á hófi sem KSÍ hélt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri umferð Pepsi-deildar kvenna. 22. júlí 2015 13:24
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti