Kynnir Porsche rafmagnsbíl í Frankfurt? Finnur Thorlacius skrifar 22. júlí 2015 16:39 Margir vilja hafa þetta merki á húddinu hjá sér. Það hvílir ávallt mikil leynd yfir nýjum bílgerðum Porsche, enda koma þær ekki fram svo oft en allar seljast þær vel. Nú undanfarin ár hefur verið ýjað að því að Porsche ætli að framleiða samkeppnisbíl BMW 5, Audi A6 og Mercedes Benz E-Class, en aðrir hafa talað um að komið sé að hreinræktuðum rafmagnsbíl sem keppa ætti við Tesla Model S. Nú virðast sögusagnirnar helst snúast um að Porsche muni kynna nýjan bíl á bílasýningunni í Frankfurt í haust og að hann verði fremur smávaxinn rafmagnsbíll með tveimur rafmótorum, fjórhjólastýringu, 108 aðskildum rafhlöðum og komist 500 km á hverri hleðslu. Hvað sem gerist á bílasýningunni í Frankfurt mun það vekja mikla athygli ef Porsche kynnir þar nýjan framleiðslubíl. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent
Það hvílir ávallt mikil leynd yfir nýjum bílgerðum Porsche, enda koma þær ekki fram svo oft en allar seljast þær vel. Nú undanfarin ár hefur verið ýjað að því að Porsche ætli að framleiða samkeppnisbíl BMW 5, Audi A6 og Mercedes Benz E-Class, en aðrir hafa talað um að komið sé að hreinræktuðum rafmagnsbíl sem keppa ætti við Tesla Model S. Nú virðast sögusagnirnar helst snúast um að Porsche muni kynna nýjan bíl á bílasýningunni í Frankfurt í haust og að hann verði fremur smávaxinn rafmagnsbíll með tveimur rafmótorum, fjórhjólastýringu, 108 aðskildum rafhlöðum og komist 500 km á hverri hleðslu. Hvað sem gerist á bílasýningunni í Frankfurt mun það vekja mikla athygli ef Porsche kynnir þar nýjan framleiðslubíl.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent