Hallbera: Komum í Breiðablik til að vinna titla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2015 19:00 Hallbera hefur leikið alla leiki Breiðabliks í sumar. vísir/andri marinó Hallbera Guðný Gísladóttir er einn fimm fulltrúa Breiðabliks í úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna en viðurkenningar fyrir hana voru veittar í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. Hallbera er hluti af ógnarsterkri vörn Blika sem hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í Pepsi-deildinni og haldið hreinu í síðustu átta leikjum sínum. „Þetta er alltaf skemmtilegt. Við erum búnar að hleypa fáum mörkum inn svo þetta kom ekkert sérstaklega á óvart,“ sagði Hallbera en hver er lykilinn að þessum sterka varnarleik Breiðabliks? „Ég er að spila við hliðina á Fríðu (Málfríði Ernu Sigurðardóttur) og spilaði lengi með henni í Val. Mér finnst vera góð blanda í vörninni, það er reynsla og hraði og allt sem til þarf. Þetta hefur smollið vel saman.“ Hallbera kom Breiðabliks frá Val fyrir tímabilið, ásamt Málfríði og Svövu Rós Guðmundsdóttur. Hallbera og Málfríður unnu marga titla saman með Val og komu með sigurþekkingu inn í Blikaliðið sem hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan 2005. „Við komum með ákveðna reynslu inn í liðið og það er ekkert leyndarmál að við komum í Breiðablik til að vinna titla. Breiðablik er búið að vera með mjög gott lið undanfarin ár en ekki náð að taka síðasta skrefið. Vonandi er blandan í liðinu rétt núna,“ sagði Hallbera en hvernig hafa fyrstu mánuðir í grænu treyjunni verið? „Ég þurfti aðeins venjast þessu en þetta er búið að vera frábært. Aðstaðan hjá Breiðabliki er mjög flott og það er hugsað vel um kvennaliðið sem skiptir miklu máli.“ Liðsfélagi Hallberu, Fanndís Friðriksdóttir, var útnefnd besti leikmaður fyrri umferðarinnar en hún hefur farið á kostum í sumar og er markahæst í Pepsi-deildinni með 14 mörk í 11 leikjum. „Það er frábært að vera með svona leikmann. Hún hefur staðið upp úr og klárað leikina fyrir okkur og heldur vonandi áfram á sömu braut,“ sagði Hallbera að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Breiðablik með fimm fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar | Fanndís valin best Breiðablik á alls sex fulltrúa í liði fyrri umferðar Pepsi deildar kvenna, þar á meðal Fanndísi Friðriksdóttir sem var valin besti leikmaður fyrri umferðarinnar. 22. júlí 2015 12:19 Ásgerður Stefanía: Megum ekki bíða eftir að Blikar misstígi sig Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar eiga tvö fulltrúa í úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna sem var tilkynnt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. 22. júlí 2015 14:28 Þorsteinn: Vil helst fá viðurkenninguna eftir tvo mánuði Breiðablik fékk flestar viðurkenningar á hófi sem KSÍ hélt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri umferð Pepsi-deildar kvenna. 22. júlí 2015 13:24 Fanndís: Þurfum að spýta aðeins í lófana Fanndís Friðriksdóttir var valinn besti leikmaður fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna á hófi sem var haldið í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. 22. júlí 2015 15:34 Rakel tryggði tíu Blikum sigur gegn botnliðinu | Myndir Telma Hjaltalín sá rautt í 1-0 sigri toppliðsins gegn Aftureldingu í Kópavogi. 21. júlí 2015 21:07 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira
Hallbera Guðný Gísladóttir er einn fimm fulltrúa Breiðabliks í úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna en viðurkenningar fyrir hana voru veittar í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. Hallbera er hluti af ógnarsterkri vörn Blika sem hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í Pepsi-deildinni og haldið hreinu í síðustu átta leikjum sínum. „Þetta er alltaf skemmtilegt. Við erum búnar að hleypa fáum mörkum inn svo þetta kom ekkert sérstaklega á óvart,“ sagði Hallbera en hver er lykilinn að þessum sterka varnarleik Breiðabliks? „Ég er að spila við hliðina á Fríðu (Málfríði Ernu Sigurðardóttur) og spilaði lengi með henni í Val. Mér finnst vera góð blanda í vörninni, það er reynsla og hraði og allt sem til þarf. Þetta hefur smollið vel saman.“ Hallbera kom Breiðabliks frá Val fyrir tímabilið, ásamt Málfríði og Svövu Rós Guðmundsdóttur. Hallbera og Málfríður unnu marga titla saman með Val og komu með sigurþekkingu inn í Blikaliðið sem hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan 2005. „Við komum með ákveðna reynslu inn í liðið og það er ekkert leyndarmál að við komum í Breiðablik til að vinna titla. Breiðablik er búið að vera með mjög gott lið undanfarin ár en ekki náð að taka síðasta skrefið. Vonandi er blandan í liðinu rétt núna,“ sagði Hallbera en hvernig hafa fyrstu mánuðir í grænu treyjunni verið? „Ég þurfti aðeins venjast þessu en þetta er búið að vera frábært. Aðstaðan hjá Breiðabliki er mjög flott og það er hugsað vel um kvennaliðið sem skiptir miklu máli.“ Liðsfélagi Hallberu, Fanndís Friðriksdóttir, var útnefnd besti leikmaður fyrri umferðarinnar en hún hefur farið á kostum í sumar og er markahæst í Pepsi-deildinni með 14 mörk í 11 leikjum. „Það er frábært að vera með svona leikmann. Hún hefur staðið upp úr og klárað leikina fyrir okkur og heldur vonandi áfram á sömu braut,“ sagði Hallbera að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Breiðablik með fimm fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar | Fanndís valin best Breiðablik á alls sex fulltrúa í liði fyrri umferðar Pepsi deildar kvenna, þar á meðal Fanndísi Friðriksdóttir sem var valin besti leikmaður fyrri umferðarinnar. 22. júlí 2015 12:19 Ásgerður Stefanía: Megum ekki bíða eftir að Blikar misstígi sig Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar eiga tvö fulltrúa í úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna sem var tilkynnt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. 22. júlí 2015 14:28 Þorsteinn: Vil helst fá viðurkenninguna eftir tvo mánuði Breiðablik fékk flestar viðurkenningar á hófi sem KSÍ hélt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri umferð Pepsi-deildar kvenna. 22. júlí 2015 13:24 Fanndís: Þurfum að spýta aðeins í lófana Fanndís Friðriksdóttir var valinn besti leikmaður fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna á hófi sem var haldið í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. 22. júlí 2015 15:34 Rakel tryggði tíu Blikum sigur gegn botnliðinu | Myndir Telma Hjaltalín sá rautt í 1-0 sigri toppliðsins gegn Aftureldingu í Kópavogi. 21. júlí 2015 21:07 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira
Breiðablik með fimm fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar | Fanndís valin best Breiðablik á alls sex fulltrúa í liði fyrri umferðar Pepsi deildar kvenna, þar á meðal Fanndísi Friðriksdóttir sem var valin besti leikmaður fyrri umferðarinnar. 22. júlí 2015 12:19
Ásgerður Stefanía: Megum ekki bíða eftir að Blikar misstígi sig Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar eiga tvö fulltrúa í úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna sem var tilkynnt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. 22. júlí 2015 14:28
Þorsteinn: Vil helst fá viðurkenninguna eftir tvo mánuði Breiðablik fékk flestar viðurkenningar á hófi sem KSÍ hélt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri umferð Pepsi-deildar kvenna. 22. júlí 2015 13:24
Fanndís: Þurfum að spýta aðeins í lófana Fanndís Friðriksdóttir var valinn besti leikmaður fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna á hófi sem var haldið í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. 22. júlí 2015 15:34
Rakel tryggði tíu Blikum sigur gegn botnliðinu | Myndir Telma Hjaltalín sá rautt í 1-0 sigri toppliðsins gegn Aftureldingu í Kópavogi. 21. júlí 2015 21:07