Sexföldum Íslandsmeistara meinað að nota golfbíl Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. júlí 2015 07:30 Björgvin slær hér upphafshögg. Vísir/GVA Björgvin Þorsteinsson sem hefur sex sinnum staðið uppi sem Íslandsmeistari tekur um helgina í þátt í Íslandsmótinu í 53. skiptið í röð. Hann sótti um sérsaklega að fá að nota golfbíl á mótinu í ljósi þess að hann sé að berjast við krabbamein en mótastjórn Íslandsmótið hafnaði því. Þetta staðfesti Björgvin í samtali við Morgunblaðið í dag. Björgvin segir frá því að hann hafi sótt um að fá að nota golfbíl í ljósi þess að hann sé í lyfjameðferð síðan í byrjun maí sem gerir honum erfitt með gang. Þrátt fyrir að beiðni Björgvins hafi verið hafnað segist hann þó ætla að taka þátt í mótinu. „Ég ætla að spila, þetta svar kemur mér í raun ekki á óvart í ljósi afstöðu GSÍ gagnvart stráknum í Mosfellsbæ en ég vildi láta á þetta reyna. Það var illa farið með hann,“ sagði Björgvin sem vitnaði í ákvörðun GSÍ eftir að Kári Örn Hinriksson sótti um heimild fyrir notkun golfbíls á Eimskipsmótaröðinni. Kári Örn berst við krabbamein og gat ekki tekið þátt á heimavelli sínum án golfbíls en hafnaði GSÍ beiðni hans á þeim grundvelli að það myndi opna á það að fleiri keppendur gætu beðið um bíl síðar. Björgvin staðfesti síðar við Morgunblaðið að hann ætlaði að gera sitt besta um helgina þrátt fyrir synjun Golfsambandsins en hann hefur leik klukkan 09.20 upp á Skaga. „Ég ætla að ganga eins og ég get og láta á það reyna hvort ég geti klárað. Það fer eflaust að síga í á morgun en ég mun reyna að komast í gegnum niðurskurðinn eins og mér tókst í fyrra,“ sagði fyrrum Íslandsmeistarinn. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Björgvin Þorsteinsson sem hefur sex sinnum staðið uppi sem Íslandsmeistari tekur um helgina í þátt í Íslandsmótinu í 53. skiptið í röð. Hann sótti um sérsaklega að fá að nota golfbíl á mótinu í ljósi þess að hann sé að berjast við krabbamein en mótastjórn Íslandsmótið hafnaði því. Þetta staðfesti Björgvin í samtali við Morgunblaðið í dag. Björgvin segir frá því að hann hafi sótt um að fá að nota golfbíl í ljósi þess að hann sé í lyfjameðferð síðan í byrjun maí sem gerir honum erfitt með gang. Þrátt fyrir að beiðni Björgvins hafi verið hafnað segist hann þó ætla að taka þátt í mótinu. „Ég ætla að spila, þetta svar kemur mér í raun ekki á óvart í ljósi afstöðu GSÍ gagnvart stráknum í Mosfellsbæ en ég vildi láta á þetta reyna. Það var illa farið með hann,“ sagði Björgvin sem vitnaði í ákvörðun GSÍ eftir að Kári Örn Hinriksson sótti um heimild fyrir notkun golfbíls á Eimskipsmótaröðinni. Kári Örn berst við krabbamein og gat ekki tekið þátt á heimavelli sínum án golfbíls en hafnaði GSÍ beiðni hans á þeim grundvelli að það myndi opna á það að fleiri keppendur gætu beðið um bíl síðar. Björgvin staðfesti síðar við Morgunblaðið að hann ætlaði að gera sitt besta um helgina þrátt fyrir synjun Golfsambandsins en hann hefur leik klukkan 09.20 upp á Skaga. „Ég ætla að ganga eins og ég get og láta á það reyna hvort ég geti klárað. Það fer eflaust að síga í á morgun en ég mun reyna að komast í gegnum niðurskurðinn eins og mér tókst í fyrra,“ sagði fyrrum Íslandsmeistarinn.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira