Íslenski boltinn

Sigrún Ella úr leik næsta árið

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Vilhelm
Sigrún Ella Einarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar í knattspyrnu, verður frá næsta árið að minnsta kosti en hún sleit fremra krossbandið í hnénu ásamt því að innra liðbandið skaddaðist í leik liðsins gegn Þór/KA á dögunum.

Þetta staðfesti hún í samtali við mbl.is í dag en Sigrún sem lék sína fyrstu A-landsleiki fyrir Íslands hönd síðasta haust fer í aðgerð vegna meiðslanna eftir að tímabilinu á Íslandi lýkur. Þegar henni er lokið er gert ráð fyrir að endurhæfingin taki tíu mánuði en það er þó háð því að aðgerðin og endurhæfingin gangi vel. Sigrún stefnir á því að ná að byrja á ný á næsta tímabili.

„Þó það verði ekki nema einn leikur er markmiðið að vera komin aftur af stað á næsta tímabili. Allt sem bætist við það er einfaldlega bara bónus. Þetta eru meiðsli sem taka langan tíma og það er ekkert sem ég get gert nema fylgt fyrirmælum sjúkraþjálfara og gert þær æfingar sem hann setur upp fyrir mig.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×