580 hestafla Fiat 500 Finnur Thorlacius skrifar 23. júlí 2015 14:43 Þeir eru vafalaust ekki margir Fiat 500 bílarnir sem skarta 580 hestöflum, hvað þá af árgerð 1971 eins og þessi. Þessi bíll er afsprengi ítalsks listasmiðs sem rekur bílaverkstæði í Tuscany héraði á Ítalíu. Honum tókst að troða Lamborghini vél úr Murcielago aftan í Fiatinn, en hún er engin smásmíði, enda 12 strokka og með 6,2 lítra sprengirými. Það tók hann 2 ár og 3.000 vinnustundir að breyta bílnum á þann hátt sem hér sést. Smiðurinn, Gianfranco Dini, þurfti að lengja bilið milli hjóla og öxla á bílnum til að gera hann ökuhæfari og því er bíllinn öllu meiri um sig en hefðbundinn Fiat 500 en engu að síður mjög smár bíll. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá smíði bílsins, sem og smíði fleiri bíla Ítalans haga, en ávallt velur hann Fiat 500 til verksins. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent
Þeir eru vafalaust ekki margir Fiat 500 bílarnir sem skarta 580 hestöflum, hvað þá af árgerð 1971 eins og þessi. Þessi bíll er afsprengi ítalsks listasmiðs sem rekur bílaverkstæði í Tuscany héraði á Ítalíu. Honum tókst að troða Lamborghini vél úr Murcielago aftan í Fiatinn, en hún er engin smásmíði, enda 12 strokka og með 6,2 lítra sprengirými. Það tók hann 2 ár og 3.000 vinnustundir að breyta bílnum á þann hátt sem hér sést. Smiðurinn, Gianfranco Dini, þurfti að lengja bilið milli hjóla og öxla á bílnum til að gera hann ökuhæfari og því er bíllinn öllu meiri um sig en hefðbundinn Fiat 500 en engu að síður mjög smár bíll. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá smíði bílsins, sem og smíði fleiri bíla Ítalans haga, en ávallt velur hann Fiat 500 til verksins.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent