580 hestafla Fiat 500 Finnur Thorlacius skrifar 23. júlí 2015 14:43 Þeir eru vafalaust ekki margir Fiat 500 bílarnir sem skarta 580 hestöflum, hvað þá af árgerð 1971 eins og þessi. Þessi bíll er afsprengi ítalsks listasmiðs sem rekur bílaverkstæði í Tuscany héraði á Ítalíu. Honum tókst að troða Lamborghini vél úr Murcielago aftan í Fiatinn, en hún er engin smásmíði, enda 12 strokka og með 6,2 lítra sprengirými. Það tók hann 2 ár og 3.000 vinnustundir að breyta bílnum á þann hátt sem hér sést. Smiðurinn, Gianfranco Dini, þurfti að lengja bilið milli hjóla og öxla á bílnum til að gera hann ökuhæfari og því er bíllinn öllu meiri um sig en hefðbundinn Fiat 500 en engu að síður mjög smár bíll. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá smíði bílsins, sem og smíði fleiri bíla Ítalans haga, en ávallt velur hann Fiat 500 til verksins. Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent
Þeir eru vafalaust ekki margir Fiat 500 bílarnir sem skarta 580 hestöflum, hvað þá af árgerð 1971 eins og þessi. Þessi bíll er afsprengi ítalsks listasmiðs sem rekur bílaverkstæði í Tuscany héraði á Ítalíu. Honum tókst að troða Lamborghini vél úr Murcielago aftan í Fiatinn, en hún er engin smásmíði, enda 12 strokka og með 6,2 lítra sprengirými. Það tók hann 2 ár og 3.000 vinnustundir að breyta bílnum á þann hátt sem hér sést. Smiðurinn, Gianfranco Dini, þurfti að lengja bilið milli hjóla og öxla á bílnum til að gera hann ökuhæfari og því er bíllinn öllu meiri um sig en hefðbundinn Fiat 500 en engu að síður mjög smár bíll. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá smíði bílsins, sem og smíði fleiri bíla Ítalans haga, en ávallt velur hann Fiat 500 til verksins.
Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent