Ferðamenn kúkuðu á Hafnarstéttina: „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 23. júlí 2015 20:40 Við Hafnarstéttina eru veitingahús og staðir þar sem eflaust er hægt að komast á salernið. Vísir/Pjetur Tvær konur stóðu ferðamenn á Húsavík að því í dag að kúka á Hafnarstéttina í bænum. Um tvo stálpaða krakka var að ræða en móðir þeirra stóð yfir þeim og skeindi. Hafnarstéttin er fyrir þá sem ekki þekkja til á Húsavík gata við höfnina á Húsavík, samkomustaður Húsvíkinga og ekki úr alfaraleið. Kristín Þorbergsdóttir deilir sögunni á Facebook en hún spyr hvort þetta sé í lagi? Jafnframt spyr hún hvort einhver salernisaðstaða sé fyrir ferðamenn annars staðar en á sjoppum og veitingahúsum. Gnægð er af veitingastöðum við Hafnarstéttina þar sem eflaust er hægt að fá að skjótast á salernið.Nú get ég bara ekki þagað lengur. Fjölskylda mín fór í gönguferð niður á Hafnarstétt í morgun sem er svo sem ekki í frás...Posted by Kristín Þorbergsdóttir on Thursday, July 23, 2015Tengdadóttir Kristínar sem var með í för gaf sig á tal við ferðamennina. „Já það var eiginlega ekki hægt að sleppa því að segja eitthvað við þau. Þetta var svo fáránlegt,“ segir hún. „Ég var svo kjaftstopp en spurði þau hvort þau notuðu ekki klósett? Þá varð hún voða flóttaleg og spurði hvort að það væru yfirhöfuð einhver klósett hérna. Ég svaraði því að hún gæti fundið klósett hérna út um allt.“ Konurnar reyndu að koma fólkinu í skilning um að þetta væri mjög dónaleg hegðun. „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta.“Í Fréttablaðinu fyrr í sumar var fjallað um hversu algengt það er að ferðamenn hafi hægðir á Þingvöllum.Vísir/PjeturSpyr hvaða upplýsingar ferðamenn fá Ferðamaðurinn dreif því næst krakkana sína inn í bíl og brunaði á brott og skildi hægðir barna sinna eftir á mölinni við gangstéttina. „Mér finnst þetta svo skrýtið, ég skil ekki hvernig þeim dettur í hug að gera þetta. Það myndi engum Íslendingi detta í hug að kúka þarna. Ég var að spá hvort það hlyti ekki að vera þannig að þeim væri sagt að þetta væri allt í lagi.“ Mikil umræða hefur skapast að undanförnu um vöntun á salernum og tilhneigingu ferðamanna til þess að hafa hægðir á fjölförnum stöðum hér á landi. Ingunn Snædal, ljóðskáld, birti mynd á Facebook-síðu sinni um helgina af rútu ferðaþjónustufyrirtækis, en íslenskur fararstjóri hafði sent ferðamennina upp í garð til foreldra Ingunnar til að gera þarfir sínar. „Við vorum bara heima að horfa á sjónvarpið, horfum út á planið þar sem er bensínsjálfsali og sáum þá hvað var að gerast. Þá sá maður fólkið fara upp í og úr garðinum. Pabbi fór þá út og talaði við fararstjórann sem var íslensk kona. Pabbi var skiljanlega heldur óhress með þetta allt, eiginlega alveg brjálaður. Fararstjórinn var þá svakalega frek, ekki með nein svör og dónaleg á móti,“ sagði Ingunn í samtali við Vísi. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, hefur talað fyrir því að komið verði upp fleiri salernum um landið og að ferðaþjónustu fyrirtæki komi ferðamönnum í skilning um að það sé ekki í lagi að hafa hægðir hvar sem er á Íslandi. Gestir á Þingvöllum hafa einnig orðið varir við að ferðamenn gangi örna sinna aftan við Þingvallakirkju og þjóðargrafreitinn þar sem skáldin Jónas Hallgrímsson og Einar Benediktsson hvíla. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Tvær konur stóðu ferðamenn á Húsavík að því í dag að kúka á Hafnarstéttina í bænum. Um tvo stálpaða krakka var að ræða en móðir þeirra stóð yfir þeim og skeindi. Hafnarstéttin er fyrir þá sem ekki þekkja til á Húsavík gata við höfnina á Húsavík, samkomustaður Húsvíkinga og ekki úr alfaraleið. Kristín Þorbergsdóttir deilir sögunni á Facebook en hún spyr hvort þetta sé í lagi? Jafnframt spyr hún hvort einhver salernisaðstaða sé fyrir ferðamenn annars staðar en á sjoppum og veitingahúsum. Gnægð er af veitingastöðum við Hafnarstéttina þar sem eflaust er hægt að fá að skjótast á salernið.Nú get ég bara ekki þagað lengur. Fjölskylda mín fór í gönguferð niður á Hafnarstétt í morgun sem er svo sem ekki í frás...Posted by Kristín Þorbergsdóttir on Thursday, July 23, 2015Tengdadóttir Kristínar sem var með í för gaf sig á tal við ferðamennina. „Já það var eiginlega ekki hægt að sleppa því að segja eitthvað við þau. Þetta var svo fáránlegt,“ segir hún. „Ég var svo kjaftstopp en spurði þau hvort þau notuðu ekki klósett? Þá varð hún voða flóttaleg og spurði hvort að það væru yfirhöfuð einhver klósett hérna. Ég svaraði því að hún gæti fundið klósett hérna út um allt.“ Konurnar reyndu að koma fólkinu í skilning um að þetta væri mjög dónaleg hegðun. „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta.“Í Fréttablaðinu fyrr í sumar var fjallað um hversu algengt það er að ferðamenn hafi hægðir á Þingvöllum.Vísir/PjeturSpyr hvaða upplýsingar ferðamenn fá Ferðamaðurinn dreif því næst krakkana sína inn í bíl og brunaði á brott og skildi hægðir barna sinna eftir á mölinni við gangstéttina. „Mér finnst þetta svo skrýtið, ég skil ekki hvernig þeim dettur í hug að gera þetta. Það myndi engum Íslendingi detta í hug að kúka þarna. Ég var að spá hvort það hlyti ekki að vera þannig að þeim væri sagt að þetta væri allt í lagi.“ Mikil umræða hefur skapast að undanförnu um vöntun á salernum og tilhneigingu ferðamanna til þess að hafa hægðir á fjölförnum stöðum hér á landi. Ingunn Snædal, ljóðskáld, birti mynd á Facebook-síðu sinni um helgina af rútu ferðaþjónustufyrirtækis, en íslenskur fararstjóri hafði sent ferðamennina upp í garð til foreldra Ingunnar til að gera þarfir sínar. „Við vorum bara heima að horfa á sjónvarpið, horfum út á planið þar sem er bensínsjálfsali og sáum þá hvað var að gerast. Þá sá maður fólkið fara upp í og úr garðinum. Pabbi fór þá út og talaði við fararstjórann sem var íslensk kona. Pabbi var skiljanlega heldur óhress með þetta allt, eiginlega alveg brjálaður. Fararstjórinn var þá svakalega frek, ekki með nein svör og dónaleg á móti,“ sagði Ingunn í samtali við Vísi. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, hefur talað fyrir því að komið verði upp fleiri salernum um landið og að ferðaþjónustu fyrirtæki komi ferðamönnum í skilning um að það sé ekki í lagi að hafa hægðir hvar sem er á Íslandi. Gestir á Þingvöllum hafa einnig orðið varir við að ferðamenn gangi örna sinna aftan við Þingvallakirkju og þjóðargrafreitinn þar sem skáldin Jónas Hallgrímsson og Einar Benediktsson hvíla.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira