Sunna og Signý efstar og jafnar eftir fyrsta daginn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júlí 2015 21:53 Sunna deilir eftsta sætinu með Signýju eftir fyrsta daginn á Íslandsmótinu í golfi. mynd/gsí Signý Arnórsdóttir, Keili, og Sunna Víðisdóttir, GR, deila efsta sætinu í kvennaflokki eftir fyrsta keppnisdaginn af alls fjórum á Íslandsmótinu í golfi á Garðavelli á Akranesi. Þær léku báðar á einu höggi undir pari eða 71 höggi en Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er á 73 eða einu höggi yfir pari. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR, sem hefur titil að verja á mótinu, lék á 74 höggum. Signý var með áhugavert skorkort en hún fékk par á fyrstu 17 holunum og endaði með því að slá í stöngina í upphafshögginu á 18. þar sem hún fékk fugl. „Ég var að pútta vel og slátturinn var frábær, ég lenti ekki í neinum stórum vandræðum. Ég setti mér markmið fyrir mótið að ná góðum hring í dag - það tókst. Þegar ég sigraði árið 2013 var ég langt á eftir þegar fyrsta hringnum var lokið og ég er því í ágætri stöðu miðað við þá,“ sagði Sunna Víðisdóttir í samtali við heimasíðu Golfsambandsins. „Rúnar bróðir minn sagði að ég hafi aldrei spilað svona hring áður – ég trúi því. Ég náði að bjarga parinu á 17. og ég var afar sátt við það enda ætlaði ég ekki að fá fyrsta skollann á hringnum. Það hefði verið skemmtilegt að enda þetta á holu í höggi en ég er afar sátt við þessa byrjun,“ sagði Signý Arnórsdóttir. „Ég var í smá basli af og til á hringnum. Ég er búinn með allt það sem kom upp og er því bara bjartsýn á framhaldið. Þetta skor er aðeins frá því sem ég ætlaði mér en sagan er þannig að ég hef aldrei verið efst eftir fyrsta daginn í þau tvö skipti sem ég hef sigrað á Íslandsmótinu,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. „Ég byrjaði fínt en fór í rugl í púttunum á síðari hlutanum. Ég er ósátt við síðari níu holurnar þar sem ég fæ einn örn en er samt þremur höggum yfir pari á þeim holum. Það er ekki hægt að vinna þetta mót á fyrsta hringnum en það er hægt að spila sig út úr því á fyrsta hringnum. Ég er ekki langt frá þessu og ég er í ljómandi góðum gír þrátt fyrir allt,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir.Staðan í kvennaflokki eftir fyrsta hringinn: 1.-2. Signý Arnórsdóttir, GK 71 (-1) 1.-2. Sunna Víðisdóttir, GR 71 (-1) 3. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 73 (+1) 4. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir , GR 74 (+2) 5. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK 75 (+3) 6.-9. Eva Karen Björnsdóttir, GR 76 (+4) 6.-9. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR 76 högg (+4) 6.-9. Berglind Björnsdóttir, GR 76 högg (+4) 6.-9. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 76 högg (+4)Signý lék á 71 höggi, eða einu undir pari.mynd/gsí Golf Tengdar fréttir Púttin munu ráða úrslitum á Garðavelli um helgina Íslandsmótið í höggleik hefst á Garðavelli á Akranesi í dag. Birgir Leifur Hafþórsson er ekki með en að honum undanskildum eru allir bestu kylfingar landsins með. 23. júlí 2015 07:00 Sexföldum Íslandsmeistara meinað að nota golfbíl Björgvin Þorsteinsson glímir við krabbamein en beiðni hans um notkun golfbíls var hafnað. Hann stefnir þó áfram á að taka þátt á mótinu. 23. júlí 2015 07:30 Miðvörður úr gullaldarliði Skagamanna sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi Íslandsmótið í höggleik hófst á Garðavelli á Akranesi en Íslandsmeistarar verða krýndir á sunnudaginn. 23. júlí 2015 10:00 GSÍ um Björgvin: Golfbílar veita forskot Björgvin Þorsteinsson vildi fá að nota golfbíl á Íslandsmótinu þar sem hann er nú í krabbameinsmeðferð. GSÍ hafnaði beiðni hans. 23. júlí 2015 15:00 Björgvin hætti keppni eftir sex holur Krabbameinsveikur sexfaldur Íslandsmeistari hætti keppni á fyrri hluta fyrsta dags Íslandsmótsins í golfi. 23. júlí 2015 13:00 Þórður Rafn efstur eftir fyrsta hring Sex kylfingar léku undir pari á fyrsta hring á Íslandsmótinu í golfi 2015. 23. júlí 2015 19:53 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Signý Arnórsdóttir, Keili, og Sunna Víðisdóttir, GR, deila efsta sætinu í kvennaflokki eftir fyrsta keppnisdaginn af alls fjórum á Íslandsmótinu í golfi á Garðavelli á Akranesi. Þær léku báðar á einu höggi undir pari eða 71 höggi en Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er á 73 eða einu höggi yfir pari. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR, sem hefur titil að verja á mótinu, lék á 74 höggum. Signý var með áhugavert skorkort en hún fékk par á fyrstu 17 holunum og endaði með því að slá í stöngina í upphafshögginu á 18. þar sem hún fékk fugl. „Ég var að pútta vel og slátturinn var frábær, ég lenti ekki í neinum stórum vandræðum. Ég setti mér markmið fyrir mótið að ná góðum hring í dag - það tókst. Þegar ég sigraði árið 2013 var ég langt á eftir þegar fyrsta hringnum var lokið og ég er því í ágætri stöðu miðað við þá,“ sagði Sunna Víðisdóttir í samtali við heimasíðu Golfsambandsins. „Rúnar bróðir minn sagði að ég hafi aldrei spilað svona hring áður – ég trúi því. Ég náði að bjarga parinu á 17. og ég var afar sátt við það enda ætlaði ég ekki að fá fyrsta skollann á hringnum. Það hefði verið skemmtilegt að enda þetta á holu í höggi en ég er afar sátt við þessa byrjun,“ sagði Signý Arnórsdóttir. „Ég var í smá basli af og til á hringnum. Ég er búinn með allt það sem kom upp og er því bara bjartsýn á framhaldið. Þetta skor er aðeins frá því sem ég ætlaði mér en sagan er þannig að ég hef aldrei verið efst eftir fyrsta daginn í þau tvö skipti sem ég hef sigrað á Íslandsmótinu,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. „Ég byrjaði fínt en fór í rugl í púttunum á síðari hlutanum. Ég er ósátt við síðari níu holurnar þar sem ég fæ einn örn en er samt þremur höggum yfir pari á þeim holum. Það er ekki hægt að vinna þetta mót á fyrsta hringnum en það er hægt að spila sig út úr því á fyrsta hringnum. Ég er ekki langt frá þessu og ég er í ljómandi góðum gír þrátt fyrir allt,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir.Staðan í kvennaflokki eftir fyrsta hringinn: 1.-2. Signý Arnórsdóttir, GK 71 (-1) 1.-2. Sunna Víðisdóttir, GR 71 (-1) 3. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 73 (+1) 4. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir , GR 74 (+2) 5. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK 75 (+3) 6.-9. Eva Karen Björnsdóttir, GR 76 (+4) 6.-9. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR 76 högg (+4) 6.-9. Berglind Björnsdóttir, GR 76 högg (+4) 6.-9. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 76 högg (+4)Signý lék á 71 höggi, eða einu undir pari.mynd/gsí
Golf Tengdar fréttir Púttin munu ráða úrslitum á Garðavelli um helgina Íslandsmótið í höggleik hefst á Garðavelli á Akranesi í dag. Birgir Leifur Hafþórsson er ekki með en að honum undanskildum eru allir bestu kylfingar landsins með. 23. júlí 2015 07:00 Sexföldum Íslandsmeistara meinað að nota golfbíl Björgvin Þorsteinsson glímir við krabbamein en beiðni hans um notkun golfbíls var hafnað. Hann stefnir þó áfram á að taka þátt á mótinu. 23. júlí 2015 07:30 Miðvörður úr gullaldarliði Skagamanna sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi Íslandsmótið í höggleik hófst á Garðavelli á Akranesi en Íslandsmeistarar verða krýndir á sunnudaginn. 23. júlí 2015 10:00 GSÍ um Björgvin: Golfbílar veita forskot Björgvin Þorsteinsson vildi fá að nota golfbíl á Íslandsmótinu þar sem hann er nú í krabbameinsmeðferð. GSÍ hafnaði beiðni hans. 23. júlí 2015 15:00 Björgvin hætti keppni eftir sex holur Krabbameinsveikur sexfaldur Íslandsmeistari hætti keppni á fyrri hluta fyrsta dags Íslandsmótsins í golfi. 23. júlí 2015 13:00 Þórður Rafn efstur eftir fyrsta hring Sex kylfingar léku undir pari á fyrsta hring á Íslandsmótinu í golfi 2015. 23. júlí 2015 19:53 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Púttin munu ráða úrslitum á Garðavelli um helgina Íslandsmótið í höggleik hefst á Garðavelli á Akranesi í dag. Birgir Leifur Hafþórsson er ekki með en að honum undanskildum eru allir bestu kylfingar landsins með. 23. júlí 2015 07:00
Sexföldum Íslandsmeistara meinað að nota golfbíl Björgvin Þorsteinsson glímir við krabbamein en beiðni hans um notkun golfbíls var hafnað. Hann stefnir þó áfram á að taka þátt á mótinu. 23. júlí 2015 07:30
Miðvörður úr gullaldarliði Skagamanna sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi Íslandsmótið í höggleik hófst á Garðavelli á Akranesi en Íslandsmeistarar verða krýndir á sunnudaginn. 23. júlí 2015 10:00
GSÍ um Björgvin: Golfbílar veita forskot Björgvin Þorsteinsson vildi fá að nota golfbíl á Íslandsmótinu þar sem hann er nú í krabbameinsmeðferð. GSÍ hafnaði beiðni hans. 23. júlí 2015 15:00
Björgvin hætti keppni eftir sex holur Krabbameinsveikur sexfaldur Íslandsmeistari hætti keppni á fyrri hluta fyrsta dags Íslandsmótsins í golfi. 23. júlí 2015 13:00
Þórður Rafn efstur eftir fyrsta hring Sex kylfingar léku undir pari á fyrsta hring á Íslandsmótinu í golfi 2015. 23. júlí 2015 19:53