Baltasar Kormákur: Það eru fleiri Hollywoodmyndir teknar á Íslandi en í Hollywood Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 25. júlí 2015 12:00 Baltasar Kormákur var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu. Þar ræddi hann kynjakvóta sem hann vill setja á úthlutanir úr kvikmyndasjóði, Hofsósi, ástina sem hann fann í Lilju og að hann kunni ekkert sérstaklega vel við sig á staðnum Hollywood. Viðtalið er hægt að hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.„Ég kann ekkert sérstaklega vel við mig á staðnum Hollywood. Hollywood er náttúrulega mjög sérstakt fyrirbæri. Hollywood er ekki neitt, bara hugmynd," segir Baltasar.„Einhverntíma í gamla daga ákváðu allir að það væri svo gott að taka kvikmyndir í Hollywood því það var svo mikil sól þar fyrir vélarnar sem voru notaðar. Mesta sólmagnið var í Kaliforníu og allir sem voru að gera bíómyndir þurftu að fara þangað að vinna fyrir stúdjóin. Þannig byggist þessa kvikmyndaiðnaður upp. Þeir gátu bara opnað þökin og fengið sól inn," útskýrir hann en bætir við að í dag sé öldin önnur.„Þessi tilgangur Hollywood sem upptökustaður er ekki lengur. Ég hef aldrei tekið mynd þarna. En það tekur enginn lengur í Hollywood og það hefur með skattaumhverfi og fleira að gera. Ég meina, það eru fleiri Hollywoodmyndir teknar á Íslandi en í Hollywood," segir Balti og hlær.„Hollywood er bara dreifikerfi yfir bíómyndir og það er enginn sem er á móti því að bíómyndirnar þeirra séu sýndar víða oð að komast inn í þetta dreifi- og fjármagnskerfi. Ég er til dæmis að gera Everest sem hefur ekkert með Bandaríkin einu sinni að gera, hún gerist í Nepal og fjallar aðallega um Ástrala og Nýsjálendinga, reyndar einn kana. Þetta eru allra þjóða kvikindi." Working titles er breskt framleiðslufyrirtæki sem stendur á bakvið Everest. „En þetta er Hollywood mynd. Af hverju er þetta Hollywood mynd? Þetta er bara bresk-íslensk biómynd, en af því að hún er fjármögnuð og henni dreift í gegnum Universal, er hún kölluð Hollywood mynd," heldur Baltasar áfram. „Það er ekkert svona hlið: Velkominn til Hollywood. Hvað get ég gert fyrir þig? Ég held að fólk úti um allan heim hafi óljósa hugmynd um hvað Hollywood er." Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Erlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Fleiri fréttir Reiknað með fjölmenni á jólamarkað á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Sjá meira
Baltasar Kormákur var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu. Þar ræddi hann kynjakvóta sem hann vill setja á úthlutanir úr kvikmyndasjóði, Hofsósi, ástina sem hann fann í Lilju og að hann kunni ekkert sérstaklega vel við sig á staðnum Hollywood. Viðtalið er hægt að hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.„Ég kann ekkert sérstaklega vel við mig á staðnum Hollywood. Hollywood er náttúrulega mjög sérstakt fyrirbæri. Hollywood er ekki neitt, bara hugmynd," segir Baltasar.„Einhverntíma í gamla daga ákváðu allir að það væri svo gott að taka kvikmyndir í Hollywood því það var svo mikil sól þar fyrir vélarnar sem voru notaðar. Mesta sólmagnið var í Kaliforníu og allir sem voru að gera bíómyndir þurftu að fara þangað að vinna fyrir stúdjóin. Þannig byggist þessa kvikmyndaiðnaður upp. Þeir gátu bara opnað þökin og fengið sól inn," útskýrir hann en bætir við að í dag sé öldin önnur.„Þessi tilgangur Hollywood sem upptökustaður er ekki lengur. Ég hef aldrei tekið mynd þarna. En það tekur enginn lengur í Hollywood og það hefur með skattaumhverfi og fleira að gera. Ég meina, það eru fleiri Hollywoodmyndir teknar á Íslandi en í Hollywood," segir Balti og hlær.„Hollywood er bara dreifikerfi yfir bíómyndir og það er enginn sem er á móti því að bíómyndirnar þeirra séu sýndar víða oð að komast inn í þetta dreifi- og fjármagnskerfi. Ég er til dæmis að gera Everest sem hefur ekkert með Bandaríkin einu sinni að gera, hún gerist í Nepal og fjallar aðallega um Ástrala og Nýsjálendinga, reyndar einn kana. Þetta eru allra þjóða kvikindi." Working titles er breskt framleiðslufyrirtæki sem stendur á bakvið Everest. „En þetta er Hollywood mynd. Af hverju er þetta Hollywood mynd? Þetta er bara bresk-íslensk biómynd, en af því að hún er fjármögnuð og henni dreift í gegnum Universal, er hún kölluð Hollywood mynd," heldur Baltasar áfram. „Það er ekkert svona hlið: Velkominn til Hollywood. Hvað get ég gert fyrir þig? Ég held að fólk úti um allan heim hafi óljósa hugmynd um hvað Hollywood er."
Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Erlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Fleiri fréttir Reiknað með fjölmenni á jólamarkað á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Sjá meira