Fær Barao uppreisn æru gegn Dillashaw? Pétur Marinó Jónsson skrifar 25. júlí 2015 20:30 Dillashaw fagnar sigrinum á Barao í fyrra. Vísir/Getty Fyrir rúmu ári síðan mættust þeir Renan Barao og TJ Dillashaw um bantamvigtarbelti UFC. Fyrir bardagann var Barao mun sigurstranglegri en eftir sannfærandi en óvæntan sigur Dillashaw hefur taflið snúist við. Renan Barao hafði ekki tapað í 33 bardögum í röð þegar kom að bardaganum gegn TJ Dillashaw þann 24. maí 2014. Barao var bantamvigtarmeistari UFC og að margra mati einn besti bardagamaður heims pund fyrir pund. Andstæðingur hans átti ekki mikla möguleika samkvæmt veðbönkum. Dillashaw þótti efnilegur en full óreyndur fyrir bardaga að þessari stærðargráðu og bjóst enginn við öðru en enn öðrum sigri Barao. Öllum að óvörum gjörsigraði Dillashaw hinn brasilíska Barao. Hann hafði yfirburði frá fyrstu sekúndu bardagans þangað til hann rotaði Barao í fimmtu og síðustu lotunni með hásparki. Hér má sjá bardaga þeirra í heild sinni og frábæran upphitunarþátt UFC. Kapparnir áttu að mætast aftur í ágúst í fyrra en bardaginn var blásinn af aðeins sólarhringi fyrir bardagann. Daginn sem vigtunin fór fram var Barao lagður inn á sjúkrahús þar sem hann hafði reynt að skera of mikið niður til að ná 135 punda takmarkinu og var því meinað að keppa. Í hans stað kom Joe Soto sem Dillashaw sigraði með hásparki í 5. lotu eftir mikla yfirburði. Í fyrri bardaga Dillashaw og Barao tókst Dillashaw að kýla Barao niður í fyrstu lotu. Margir vilja meina (þar á meðal Barao og hans lið) að Barao hafi ekki getað jafnað sig eftir þetta högg og því hafi sigur Dillashaw verið svo sannfærandi. Aðrir telja að Dillashaw sé einfaldlega betri bardagamaður en Barao. Hversu miklu máli skipti þetta högg í fyrstu lotu? Þetta er spurning sem bardagaaðdáendur hafa deilt um í rúmt ár og á morgun verður henni svarað. Að þessu sinni er Dillashaw sigurstranglegri samkvæmt veðbönkum og því hefur taflið snúist við. Barao getur þó hefnt ófaranna frá því í fyrra og endurheimt beltið. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC on Fox 16 bardagakvöldinu sem fer fram í kvöld. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin á miðnætti. Eftirtaldir fjórir bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í bantamvigt: TJ Dillashaw gegn Renan BaraoBantamvigt kvenna: Miesha Tate gegn Jessica EyeLéttvigt: Edson Barboza gegn Paul FelderLéttvigt: Joe Lauzon gegn Takenori Gomi MMA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Fyrir rúmu ári síðan mættust þeir Renan Barao og TJ Dillashaw um bantamvigtarbelti UFC. Fyrir bardagann var Barao mun sigurstranglegri en eftir sannfærandi en óvæntan sigur Dillashaw hefur taflið snúist við. Renan Barao hafði ekki tapað í 33 bardögum í röð þegar kom að bardaganum gegn TJ Dillashaw þann 24. maí 2014. Barao var bantamvigtarmeistari UFC og að margra mati einn besti bardagamaður heims pund fyrir pund. Andstæðingur hans átti ekki mikla möguleika samkvæmt veðbönkum. Dillashaw þótti efnilegur en full óreyndur fyrir bardaga að þessari stærðargráðu og bjóst enginn við öðru en enn öðrum sigri Barao. Öllum að óvörum gjörsigraði Dillashaw hinn brasilíska Barao. Hann hafði yfirburði frá fyrstu sekúndu bardagans þangað til hann rotaði Barao í fimmtu og síðustu lotunni með hásparki. Hér má sjá bardaga þeirra í heild sinni og frábæran upphitunarþátt UFC. Kapparnir áttu að mætast aftur í ágúst í fyrra en bardaginn var blásinn af aðeins sólarhringi fyrir bardagann. Daginn sem vigtunin fór fram var Barao lagður inn á sjúkrahús þar sem hann hafði reynt að skera of mikið niður til að ná 135 punda takmarkinu og var því meinað að keppa. Í hans stað kom Joe Soto sem Dillashaw sigraði með hásparki í 5. lotu eftir mikla yfirburði. Í fyrri bardaga Dillashaw og Barao tókst Dillashaw að kýla Barao niður í fyrstu lotu. Margir vilja meina (þar á meðal Barao og hans lið) að Barao hafi ekki getað jafnað sig eftir þetta högg og því hafi sigur Dillashaw verið svo sannfærandi. Aðrir telja að Dillashaw sé einfaldlega betri bardagamaður en Barao. Hversu miklu máli skipti þetta högg í fyrstu lotu? Þetta er spurning sem bardagaaðdáendur hafa deilt um í rúmt ár og á morgun verður henni svarað. Að þessu sinni er Dillashaw sigurstranglegri samkvæmt veðbönkum og því hefur taflið snúist við. Barao getur þó hefnt ófaranna frá því í fyrra og endurheimt beltið. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC on Fox 16 bardagakvöldinu sem fer fram í kvöld. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin á miðnætti. Eftirtaldir fjórir bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í bantamvigt: TJ Dillashaw gegn Renan BaraoBantamvigt kvenna: Miesha Tate gegn Jessica EyeLéttvigt: Edson Barboza gegn Paul FelderLéttvigt: Joe Lauzon gegn Takenori Gomi
MMA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira