Signý: Á púttin inni á morgun Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. júlí 2015 18:19 Signý Arnórs Mynd/Sigurður Elvar „Það er alltaf markmiðið að vera í efsta sæti og ég er bara nokkuð sátt með að vera komin þangað,“ sagði Signý Arnórsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Keili, eftir þriðja hringinn á Íslandsmótinu í höggleik í dag. „Þetta var allt frekar gott í dag fyrir utan eitt högg hérna á átjándu. Það mættu fleiri pútt detta hjá mér en ég á það inni á morgun.“ Signý sem var fjórum höggum á eftir Sunnu Víðisdóttir í upphafi dags nýtti sér vel mistök Sunnu sem átti í miklum erfiðleikum í dag. „Þær áttu erfitt uppdráttar í dag á sama tíma og ég var að spila nokkuð jafnt og stöðugt. Ég náði að nýta mér það með því að einblína bara á eigin spilamennsku en það er ekki hægt að segja að þetta gerist ekki fyrir mig á morgun. Ég fer inn í þetta með sama leikplan og vonast til þess að spila stöðugt golf.“ Signý hefur aldrei orðið Íslandsmeistari en handan við hornið bíða bæði Sunna og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem þekkja það að vinna Íslandsmeistaratitilinn. „Þær hafa það fram yfir mig og ég á ekki von á öðru en að þetta verði spennandi á morgun. Það eru átján holur eftir og þetta er ekki búið fyrr en þú labbar út af síðustu flötinni. Það þýðir ekkert fyrir mig að byrja að hugsa um bikarinn, ég verð bara að spila mitt golf á morgun og næ vonandi að halda þessu áfram á morgun.“ Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
„Það er alltaf markmiðið að vera í efsta sæti og ég er bara nokkuð sátt með að vera komin þangað,“ sagði Signý Arnórsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Keili, eftir þriðja hringinn á Íslandsmótinu í höggleik í dag. „Þetta var allt frekar gott í dag fyrir utan eitt högg hérna á átjándu. Það mættu fleiri pútt detta hjá mér en ég á það inni á morgun.“ Signý sem var fjórum höggum á eftir Sunnu Víðisdóttir í upphafi dags nýtti sér vel mistök Sunnu sem átti í miklum erfiðleikum í dag. „Þær áttu erfitt uppdráttar í dag á sama tíma og ég var að spila nokkuð jafnt og stöðugt. Ég náði að nýta mér það með því að einblína bara á eigin spilamennsku en það er ekki hægt að segja að þetta gerist ekki fyrir mig á morgun. Ég fer inn í þetta með sama leikplan og vonast til þess að spila stöðugt golf.“ Signý hefur aldrei orðið Íslandsmeistari en handan við hornið bíða bæði Sunna og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem þekkja það að vinna Íslandsmeistaratitilinn. „Þær hafa það fram yfir mig og ég á ekki von á öðru en að þetta verði spennandi á morgun. Það eru átján holur eftir og þetta er ekki búið fyrr en þú labbar út af síðustu flötinni. Það þýðir ekkert fyrir mig að byrja að hugsa um bikarinn, ég verð bara að spila mitt golf á morgun og næ vonandi að halda þessu áfram á morgun.“
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira