Þverá í Fljótshlíð að komast í gang Karl Lúðvíksson skrifar 26. júlí 2015 10:00 Tómas Beck með flottan lax úr Þverá í Fljótshlíð Þverá í Fljótshlíð hefur verið vinsæl hjá fjölskyldum og litlum vinahópum því hún er bæði auðveidd og veiðivon mjög góð. Ánni er haldið uppi á gönguseiðum, svipað og Rangárnar, og hafa seiðasleppingar tekist undanfarin ár og heimtur þeim verið góðar. Veiðin hefur verið góð þrátt fyrir að áin hafi ekki alltaf verið mikið stunduð en sem dæmi veiddust 303 laxar í henni 2010 og 114 silungar en mest af því er sjóbirtingur sem getur orðið mjög vænn. Áin er nett með fallegum hyljum og reglulega skemmtileg að veiða. Hópur sem var að klára veiðar í ánni í gær náði 5 löxum á land og einum sjóbirting og misstu þar að auki aðra fjóra laxa. "Þetta var mjög gaman. Afi gamli missti einn sem hreinsaði sig uppúr hylnum, gamli var í sjokki yfir stærðinni, sagði að þetta hafi verið minnstakosti 18 pund" sagði Sindri Már Pálsson flugmaður sem var við veiðar í ánni ásamt afa sínum og nokkrum félögum. Þverá hefur fylgt Affalli og Eystri Rangá eftir hvað varðar tímasetningar á göngunum svo hún er líklega að detta í gang þessa dagana. Mest lesið Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði 86 sm maríulax kveikti á veiðibakteríunni Veiði
Þverá í Fljótshlíð hefur verið vinsæl hjá fjölskyldum og litlum vinahópum því hún er bæði auðveidd og veiðivon mjög góð. Ánni er haldið uppi á gönguseiðum, svipað og Rangárnar, og hafa seiðasleppingar tekist undanfarin ár og heimtur þeim verið góðar. Veiðin hefur verið góð þrátt fyrir að áin hafi ekki alltaf verið mikið stunduð en sem dæmi veiddust 303 laxar í henni 2010 og 114 silungar en mest af því er sjóbirtingur sem getur orðið mjög vænn. Áin er nett með fallegum hyljum og reglulega skemmtileg að veiða. Hópur sem var að klára veiðar í ánni í gær náði 5 löxum á land og einum sjóbirting og misstu þar að auki aðra fjóra laxa. "Þetta var mjög gaman. Afi gamli missti einn sem hreinsaði sig uppúr hylnum, gamli var í sjokki yfir stærðinni, sagði að þetta hafi verið minnstakosti 18 pund" sagði Sindri Már Pálsson flugmaður sem var við veiðar í ánni ásamt afa sínum og nokkrum félögum. Þverá hefur fylgt Affalli og Eystri Rangá eftir hvað varðar tímasetningar á göngunum svo hún er líklega að detta í gang þessa dagana.
Mest lesið Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði 86 sm maríulax kveikti á veiðibakteríunni Veiði