Signý: Tilfinningin er ólýsanleg Kristinn Páll Teitsson á Akranesi skrifar 26. júlí 2015 18:34 Signý fagnar að mótinu loknu. Vísir/GSÍ „Tilfinningin er eiginlega bara ólýsanleg, þetta er ótrúlega góð tilfinning,“ sagði Signý Arnórsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Keili, í skýjunum eftir að hafa borið sigur úr býtum í Íslandsmótinu í höggleik í kvennaflokki. „Ég er mjög ánægð með spilamennskuna heilt yfir í mótinu. Ég vissi fyrir daginn að ég þyrfti að vera róleg og yfirveguð í dag og halda mig við það sem ég var að gera. Svo voru flatirnar voru betri í dag eftir rigninguna í nótt sem skilaði sér í betri spilamennsku hjá öllum spilurum held ég.“ Signý var lítið að velta sér upp úr keppinautum hennar í dag en Valdís Þóra Jónsdóttir sótti hart að henni á sínum heimavelli. Þá var Ólafía Þórunn Kristinsdóttir aldrei langt undan en þær voru saman í ráshóp. „Ég vissi ekki að Valdís væri að spila svona fáránlega vel, ég vissi hvernig Ólafía var að spila en ég hafði ekki hugmynd um að Valdís hefði spilað jafn vel og hún gerði.“ Signý fékk skolla á 13. og 14. braut og gaf með því Ólafíu og Valdísi tækifæri á að ná henni en hún sagðist lítið hafa velt sér upp úr töpuðu höggunum. Hún bætti upp fyrir það með fugli á sautjándu holu sem á endanum skilaði henni titlinum. „Ég þurfti að taka víti á þrettándu sem var hundfúlt og svo er fjórtánda erfið par 3 hola svo ég var ekki að hugsa of mikið út í þetta. Ég vissi að það væru fjórar holur eftir og ég hefði eins höggs forskot. Svo þegar fuglinn datt á sautjándu, ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Þetta var sætasta pútt ferilsins,“ sagði Signý sem viðurkenndi að hún hefði ekki haft hugmynd að síðasta pútt dagsins hefði verið til þess að tryggja titilinn. „Ég hafði ekki hugmynd,“ sagði Signý sem sá jákvæðu hliðina á því að kylfuberi hennar hefði vitað þetta en ekki sagt henni tíðindin. „Ég held að það hafi bara verið betra að ég vissi þetta ekki. Golf Tengdar fréttir Signý Íslandsmeistari í höggleik í fyrsta sinn Signý Arnórsdóttir úr Golfklúbbnum Keili varð Íslandsmeistari í höggleik í dag en hún lék hringinn á þremur höggum undir pari,. 26. júlí 2015 16:55 Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
„Tilfinningin er eiginlega bara ólýsanleg, þetta er ótrúlega góð tilfinning,“ sagði Signý Arnórsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Keili, í skýjunum eftir að hafa borið sigur úr býtum í Íslandsmótinu í höggleik í kvennaflokki. „Ég er mjög ánægð með spilamennskuna heilt yfir í mótinu. Ég vissi fyrir daginn að ég þyrfti að vera róleg og yfirveguð í dag og halda mig við það sem ég var að gera. Svo voru flatirnar voru betri í dag eftir rigninguna í nótt sem skilaði sér í betri spilamennsku hjá öllum spilurum held ég.“ Signý var lítið að velta sér upp úr keppinautum hennar í dag en Valdís Þóra Jónsdóttir sótti hart að henni á sínum heimavelli. Þá var Ólafía Þórunn Kristinsdóttir aldrei langt undan en þær voru saman í ráshóp. „Ég vissi ekki að Valdís væri að spila svona fáránlega vel, ég vissi hvernig Ólafía var að spila en ég hafði ekki hugmynd um að Valdís hefði spilað jafn vel og hún gerði.“ Signý fékk skolla á 13. og 14. braut og gaf með því Ólafíu og Valdísi tækifæri á að ná henni en hún sagðist lítið hafa velt sér upp úr töpuðu höggunum. Hún bætti upp fyrir það með fugli á sautjándu holu sem á endanum skilaði henni titlinum. „Ég þurfti að taka víti á þrettándu sem var hundfúlt og svo er fjórtánda erfið par 3 hola svo ég var ekki að hugsa of mikið út í þetta. Ég vissi að það væru fjórar holur eftir og ég hefði eins höggs forskot. Svo þegar fuglinn datt á sautjándu, ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Þetta var sætasta pútt ferilsins,“ sagði Signý sem viðurkenndi að hún hefði ekki haft hugmynd að síðasta pútt dagsins hefði verið til þess að tryggja titilinn. „Ég hafði ekki hugmynd,“ sagði Signý sem sá jákvæðu hliðina á því að kylfuberi hennar hefði vitað þetta en ekki sagt henni tíðindin. „Ég held að það hafi bara verið betra að ég vissi þetta ekki.
Golf Tengdar fréttir Signý Íslandsmeistari í höggleik í fyrsta sinn Signý Arnórsdóttir úr Golfklúbbnum Keili varð Íslandsmeistari í höggleik í dag en hún lék hringinn á þremur höggum undir pari,. 26. júlí 2015 16:55 Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Signý Íslandsmeistari í höggleik í fyrsta sinn Signý Arnórsdóttir úr Golfklúbbnum Keili varð Íslandsmeistari í höggleik í dag en hún lék hringinn á þremur höggum undir pari,. 26. júlí 2015 16:55