Solskjær í samtali við Gaupa: „Efsta sætið eina sem skiptir máli" Anton Ingi Leifsson skrifar 26. júlí 2015 20:20 Ole Gunnar Solskjær er á landinu þessa dagana, en hann stýrir U16 ara liði Kristiansund sem tekur þátt á Rey Cup, alþjóðlegu knattspyrnumóti sem haldið er í Laugardalnum. Sonur Solskjær leikur með liðinu, en Guðjón Guðmundsson hitti á Solskjær í dag. „Ég held að þetta verði svipað og á síðustu leiktíð; Manchester City og Chelsea auðvitað með alla sína peninga. Í ár held ég að Manchester United muni ógna þeim - við erum bjartsýnir á ný," sagði sá norski. „Ég held að hann sé núna að sanna að hann geti fengið leikmenn til félagsins. Hann hefur átt frábæran feril, hann er sigurvegari. Svo ég held að allir hjá Manchester United séu ánægðir með að hafa hann." Norski framherjinn er himinlifandi með þá leikmenn sem Manchester United hefur fengið til síns í sumar og þá sér í lagi Bastian Schweinsteiger. „Memphis Depay er einn hæfileikaríkasti leikmaður í heimi í dag. Þetta er dæmigerð Manchester United ráðning, eins og við gerðum við Cristiano fyrir nokkrum árum." „Ég er himinlifandi með Schweinsteiger að fá leikmann eins og hann til Manchester United því stundum er ekki bara hægt að kaupa unga leikmenn.sem verða góðir. Hann er stórstjarna." „Á heimsmeistaramótinu 2014 fannst mér hann kannski besti leikmaðurinn. Ég ræddi þetta við starfsmenn mína fyrir úrslitaleikinn. Hann tekur alltaf réttar ákvarðanir." Solskjær segir að Tottenham, Liverpool og Arsenal verði í kringum hin þrjú stóru liðin. „Petr Cech verður auðvitað mjög góð viðbót við Arsenal svo þeir munu kannski gera tilkall til efsta sætisins. Þetta verða sex lið sem keppa um fjögur efstu sætin, en fyrir mig er það efsta sætið sem skiptir máli." Allt innslagið má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan, en fréttin hefst þegar 2 mínútur og 50 sekúndur eru liðnar af fréttatímanum. Enski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær er á landinu þessa dagana, en hann stýrir U16 ara liði Kristiansund sem tekur þátt á Rey Cup, alþjóðlegu knattspyrnumóti sem haldið er í Laugardalnum. Sonur Solskjær leikur með liðinu, en Guðjón Guðmundsson hitti á Solskjær í dag. „Ég held að þetta verði svipað og á síðustu leiktíð; Manchester City og Chelsea auðvitað með alla sína peninga. Í ár held ég að Manchester United muni ógna þeim - við erum bjartsýnir á ný," sagði sá norski. „Ég held að hann sé núna að sanna að hann geti fengið leikmenn til félagsins. Hann hefur átt frábæran feril, hann er sigurvegari. Svo ég held að allir hjá Manchester United séu ánægðir með að hafa hann." Norski framherjinn er himinlifandi með þá leikmenn sem Manchester United hefur fengið til síns í sumar og þá sér í lagi Bastian Schweinsteiger. „Memphis Depay er einn hæfileikaríkasti leikmaður í heimi í dag. Þetta er dæmigerð Manchester United ráðning, eins og við gerðum við Cristiano fyrir nokkrum árum." „Ég er himinlifandi með Schweinsteiger að fá leikmann eins og hann til Manchester United því stundum er ekki bara hægt að kaupa unga leikmenn.sem verða góðir. Hann er stórstjarna." „Á heimsmeistaramótinu 2014 fannst mér hann kannski besti leikmaðurinn. Ég ræddi þetta við starfsmenn mína fyrir úrslitaleikinn. Hann tekur alltaf réttar ákvarðanir." Solskjær segir að Tottenham, Liverpool og Arsenal verði í kringum hin þrjú stóru liðin. „Petr Cech verður auðvitað mjög góð viðbót við Arsenal svo þeir munu kannski gera tilkall til efsta sætisins. Þetta verða sex lið sem keppa um fjögur efstu sætin, en fyrir mig er það efsta sætið sem skiptir máli." Allt innslagið má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan, en fréttin hefst þegar 2 mínútur og 50 sekúndur eru liðnar af fréttatímanum.
Enski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira