Dodge tvöfaldar framleiðslu Hellcat á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 28. júlí 2015 11:56 Dodge Challenger Hellcat fer létt með að brenna gúmmíi með sín 707 hestöfl. Svo vel gengur Dodge að selja 707 hestafla kraftatröllin Dodge Challenger og Charger að fyrirtækið hefur ákveðið að tvöfalda framleiðslu þeirra á næsta ári. Dodge hefur ekki haft undan að framleiða 2015 árgerðina af þessum bílum og hefur neyðst til þess að afturkalla 900 pantanir af 2015 árgerðinni af bílunum og verða þeir kaupendur að fara aftur á biðlista eftir 2016 árgerðinni af þeim og hefur það fallið í grýttan jarðveg. Þessir kaupendur munu hinsvegar fá árgerð 2016 af bílunum á verði 2015 árgerð þeirra, þó svo bílarnir hækki í verði á milli árgerða. Verðið á Dodge Challenger SRT Hellcat og Charger SRT Hellcat af árgerð 2016 hefur hinsvegar ekki verið ákveðið enn. Dodge mun aftur taka við pöntunum á Hellcat bílum frá og með 10. ágúst og þær bílasölur sem panta of mikið af þeim og selja þá ekki hratt verður ekki leyft að panta meira af bílunum. Með þessu vill Dodge koma í veg fyrir að ákveðin umboð panti upp lagerinn af framleiðslu Hellcat og hækki verð þeirra vegna skorts á bílunum hjá öðrum bílasölum. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent
Svo vel gengur Dodge að selja 707 hestafla kraftatröllin Dodge Challenger og Charger að fyrirtækið hefur ákveðið að tvöfalda framleiðslu þeirra á næsta ári. Dodge hefur ekki haft undan að framleiða 2015 árgerðina af þessum bílum og hefur neyðst til þess að afturkalla 900 pantanir af 2015 árgerðinni af bílunum og verða þeir kaupendur að fara aftur á biðlista eftir 2016 árgerðinni af þeim og hefur það fallið í grýttan jarðveg. Þessir kaupendur munu hinsvegar fá árgerð 2016 af bílunum á verði 2015 árgerð þeirra, þó svo bílarnir hækki í verði á milli árgerða. Verðið á Dodge Challenger SRT Hellcat og Charger SRT Hellcat af árgerð 2016 hefur hinsvegar ekki verið ákveðið enn. Dodge mun aftur taka við pöntunum á Hellcat bílum frá og með 10. ágúst og þær bílasölur sem panta of mikið af þeim og selja þá ekki hratt verður ekki leyft að panta meira af bílunum. Með þessu vill Dodge koma í veg fyrir að ákveðin umboð panti upp lagerinn af framleiðslu Hellcat og hækki verð þeirra vegna skorts á bílunum hjá öðrum bílasölum.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent