Blanda komin yfir 2000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 29. júlí 2015 14:00 Frá svæði 1 í Blöndu. Mynd: www.lax-a.is Veiðin í Blöndu í sumar er búin að vera ótrúlega góð og er áin að stefna í eitt af sínum bestu sumrum. Veiðin fór vel af stað í Blöndu og hefur verið á stöðugri aukningu eins og má gera ráð fyrir en þrátt fyrir að nokkuð sé liðið á þann tíma sem má kalla "prime time" í ánni er hún ekkert að hægja á sér. Það er ennþá mikill lax að ganga í ánna og hefur hún síðustu daga verið vel virk á öllum svæðum og öflugar smálaxagöngur hafa greinilega verið að skila sér því eins árs laxinn er farinn af veiðast mikið á öllum svæðum. Sem fyrr er mesta veiðin á svæði eitt en svæði þrjú og fjögur eru þó líka að koma feykilega sterk inn. Svæði tvö er með minnstu veiðina af þessum fjórum svæðum en þar er það ekki fiskleysi að kenna heldur er svæðið mikil áskorun á þá sem veiða það sökum þess hversu langt það er og hvað laxinn á það til að liggja á ólíkum stöðum eftir því hvort það sé morgun eða kvöldvatn í ánni. Miðað við gang mála er líklegt að áin fari í 2500 eða gott betur því það er mikill fiskur í henni og nokkuð í að hún fari á yfirfall. Mest lesið Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Frábær veðurspá fyrsta veiðidaginn Veiði Hvítasunnuviðtal: Ýktu veiðisögurnar eru skemmtilegri Veiði Hrygnir nú í hundraða vís Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Húseyjakvísl með frábæra opnun Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði
Veiðin í Blöndu í sumar er búin að vera ótrúlega góð og er áin að stefna í eitt af sínum bestu sumrum. Veiðin fór vel af stað í Blöndu og hefur verið á stöðugri aukningu eins og má gera ráð fyrir en þrátt fyrir að nokkuð sé liðið á þann tíma sem má kalla "prime time" í ánni er hún ekkert að hægja á sér. Það er ennþá mikill lax að ganga í ánna og hefur hún síðustu daga verið vel virk á öllum svæðum og öflugar smálaxagöngur hafa greinilega verið að skila sér því eins árs laxinn er farinn af veiðast mikið á öllum svæðum. Sem fyrr er mesta veiðin á svæði eitt en svæði þrjú og fjögur eru þó líka að koma feykilega sterk inn. Svæði tvö er með minnstu veiðina af þessum fjórum svæðum en þar er það ekki fiskleysi að kenna heldur er svæðið mikil áskorun á þá sem veiða það sökum þess hversu langt það er og hvað laxinn á það til að liggja á ólíkum stöðum eftir því hvort það sé morgun eða kvöldvatn í ánni. Miðað við gang mála er líklegt að áin fari í 2500 eða gott betur því það er mikill fiskur í henni og nokkuð í að hún fari á yfirfall.
Mest lesið Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Frábær veðurspá fyrsta veiðidaginn Veiði Hvítasunnuviðtal: Ýktu veiðisögurnar eru skemmtilegri Veiði Hrygnir nú í hundraða vís Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Húseyjakvísl með frábæra opnun Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði