Mikið mannvirki á lóð Tollhússins Linda Blöndal skrifar 29. júlí 2015 19:30 Mikið mannvirki hefur komið í ljós við uppgröft á lóð við Tollhúsið í Reykjavík í sumar. Sjötíu metra langur hafnargarður er þar vel varðveittur auk annarra minja frá nítjándu öld. Algerlega óvíst er hins vegar hvort eða hvernig garðurinn verður varðveittur. Heilmikið mannvirkiUppgröftur hófst í vor á tíu þúsund fermetra lóð við höfnina. Sjá má leifar íshúss, bólverks og stórs og mikils hafnargarðs sem er afar heillegur. Hann er úr stóru holtagrjóti sem flutt var með lestum úr Öskjuhlíðinni á fyrri hluta tuttugustu aldar. Allt eru þetta þekktar sögulega minjar, að sögn Ragnheiðar Traustadóttur, fornleifafræðings sem hefur stýrt uppgreftrinum sem er nýlokið. „Hér er hafnargarðurinn sem var gerður 1913 til 1917 og þetta er með stærri mannvirkjum sem ég hef grafið upp hér á svæðinu. Hann er 73 metrar að lengd og næstum fjórir metrar að hæð. Við erum komin alveg niður í botn að honum og þetta er heilmikið mannvirki“, sagði Ragnheiður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir það sem helst hafi komið á óvart hafi verið hve vel lagið undir garðinum hafi varðveist.Elstu minjar fránítjánduöldÍshús og svokallað bólverk er það elsta sem hefur fundist á staðnum eða frá nítjándu öld. „Íshúsið var byggt 1894 og stóð alveg til 1945, eða alla vega hluti af því. Þetta var frystihús og ísinn var sóttur í tjörnina. Þetta var svona frystihús þess tíma“, segir Ragnheiður. Óvíst um varðveisluMinjastofnun Íslands hefur úrskurðarvald um hvað verður um garðinn, útskýrir Ragnheiður og allt óvíst enn hvað verður um hann. En gert er ráð fyrir að sex hæða íbúða- og verslunarbygging rísi þarna auk bílakjallara á lóðinni. „Það er verið að vinna að hugmyndum hvernig megi varðveita garðinn eða alla vega hluta af honum. Þetta er flókin aðgerð vegna þess að hann liggur undir núverandi sjávarmáli þannig að það er kannski ekki hægt a varðveita hann í heild sinni“, segir Ragnheiður. FlöskurífelumÍ hafnargarðinum hefur leynst ýmislegt í gegnum tíðina og höfðu menn geymt brennivínsflöskur á milli stórra grjóthnullungunna, eitthvað sem sjá má í dag þegar vel er að gáð. Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Mikið mannvirki hefur komið í ljós við uppgröft á lóð við Tollhúsið í Reykjavík í sumar. Sjötíu metra langur hafnargarður er þar vel varðveittur auk annarra minja frá nítjándu öld. Algerlega óvíst er hins vegar hvort eða hvernig garðurinn verður varðveittur. Heilmikið mannvirkiUppgröftur hófst í vor á tíu þúsund fermetra lóð við höfnina. Sjá má leifar íshúss, bólverks og stórs og mikils hafnargarðs sem er afar heillegur. Hann er úr stóru holtagrjóti sem flutt var með lestum úr Öskjuhlíðinni á fyrri hluta tuttugustu aldar. Allt eru þetta þekktar sögulega minjar, að sögn Ragnheiðar Traustadóttur, fornleifafræðings sem hefur stýrt uppgreftrinum sem er nýlokið. „Hér er hafnargarðurinn sem var gerður 1913 til 1917 og þetta er með stærri mannvirkjum sem ég hef grafið upp hér á svæðinu. Hann er 73 metrar að lengd og næstum fjórir metrar að hæð. Við erum komin alveg niður í botn að honum og þetta er heilmikið mannvirki“, sagði Ragnheiður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir það sem helst hafi komið á óvart hafi verið hve vel lagið undir garðinum hafi varðveist.Elstu minjar fránítjánduöldÍshús og svokallað bólverk er það elsta sem hefur fundist á staðnum eða frá nítjándu öld. „Íshúsið var byggt 1894 og stóð alveg til 1945, eða alla vega hluti af því. Þetta var frystihús og ísinn var sóttur í tjörnina. Þetta var svona frystihús þess tíma“, segir Ragnheiður. Óvíst um varðveisluMinjastofnun Íslands hefur úrskurðarvald um hvað verður um garðinn, útskýrir Ragnheiður og allt óvíst enn hvað verður um hann. En gert er ráð fyrir að sex hæða íbúða- og verslunarbygging rísi þarna auk bílakjallara á lóðinni. „Það er verið að vinna að hugmyndum hvernig megi varðveita garðinn eða alla vega hluta af honum. Þetta er flókin aðgerð vegna þess að hann liggur undir núverandi sjávarmáli þannig að það er kannski ekki hægt a varðveita hann í heild sinni“, segir Ragnheiður. FlöskurífelumÍ hafnargarðinum hefur leynst ýmislegt í gegnum tíðina og höfðu menn geymt brennivínsflöskur á milli stórra grjóthnullungunna, eitthvað sem sjá má í dag þegar vel er að gáð.
Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira