UFC 189: Hvernig getur Conor McGregor sigrað Mendes? Pétur Marinó Jónsson skrifar 10. júlí 2015 23:30 Conor McGregor á opinni æfingu á miðvikudaginn. Vísir/Getty Einn stærsti bardagi ársins fer fram annað kvöld þegar þeir Conor McGregor og Chad Mendes eigast við. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 189 og búast margir við bardaga ársins. Conor McGregor hefur skotist leifturhratt upp á stjörnuhimininn í MMA. Frá því hann kláraði Marcus Brimage á 67 sekúndum í sínum fyrsta UFC bardaga hefur hann verið á allra vörum. Nú, rúmum tveimur árum síðar, er hann að fara að berjast um fjaðurvigtarbelti UFC. Upphaflega átti McGregor að mæta fjaðurvigtarmeistaranum Jose Aldo en Aldo þurfti að draga sig úr keppni vegna rifbeinsmeiðsla fyrir. Inn kom Chad Mendes með skömmum fyrirvara og munu þeir berjast um svo kallaðan bráðabirgðartitil UFC (e. interim title). Sigurvegarinn mun svo mæta Aldo þar sem óumdeilanlegur fjaðurvigtarmeistari verður krýndur. Conor McGregor talar í fyrirsögnum og setur hann mikla pressu á sjálfan sig með stórum yfirlýsingum. Hingað til hefur hann staðið við allar sínar yfirlýsingar en á morgun verður hans stærsta prófraun. Þeir sem þekkja til McGregor segja að pressan hafi ekkert nema jákvæð áhrif á hann. Því meiri pressa sem hvílir á honum, því betur virðist hann standa sig. Gegn Mendes hefur hann ekki sparað stóru orðin og sagt Mendes vera nýliða sem muni ekki geta enst út 1. lotuna á morgun. Aðrir búast við hnífjöfnum og spennandi bardaga.Nokkrir hlutir til að hafa í huga:15 af 17 sigrum hans hafa komið eftir rothöggAldrei verið tekinn niður í UFCHefur aldrei mætt jafn sterkum glímumanni og MendesÍ fimm UFC bardögum sínum hefur McGregor verið samtals stjórnað í aðeins 25 sekúndurLeið til sigurs: McGregor er með frábæra pressu sem flestir brotna undan. Hann þarf að stjórna miðjunni í búrinu, halda góðri fjarlægði, fá Mendes til að bakka og raða inn höggunum. Um fram allt þarf hann að verjast fellunum og halda bardaganum standandi. Hver er styrkleiki Chad Mendes og hver er hans leið til sigurs? Lestu um það á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Írarnir elska Conor og Gunnar | Myndband Vísir hitti hressan Íra á opinni æfingu hjá UFC í gær. 9. júlí 2015 13:00 Utan vallar: Conor McGregor er orðinn stærsta stjarnan í UFC í dag Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor er aðalnúmerið á stærsta bardagakvöldi UFC frá upphafi á laugardag. 10. júlí 2015 06:00 Sjáðu Conor McGregor fara á kostum á æfingu í gær | Myndband Írinn Conor McGregor sýndi í gær af hverju hann er orðinn aðalmaðurinn í UFC-heiminum. 9. júlí 2015 11:00 Ótrúlegar vinsældir Conors í Vegas Ágangur fjölmiðla er mikill og fá færri viðtal en vilja. 9. júlí 2015 09:30 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Sjá meira
Einn stærsti bardagi ársins fer fram annað kvöld þegar þeir Conor McGregor og Chad Mendes eigast við. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 189 og búast margir við bardaga ársins. Conor McGregor hefur skotist leifturhratt upp á stjörnuhimininn í MMA. Frá því hann kláraði Marcus Brimage á 67 sekúndum í sínum fyrsta UFC bardaga hefur hann verið á allra vörum. Nú, rúmum tveimur árum síðar, er hann að fara að berjast um fjaðurvigtarbelti UFC. Upphaflega átti McGregor að mæta fjaðurvigtarmeistaranum Jose Aldo en Aldo þurfti að draga sig úr keppni vegna rifbeinsmeiðsla fyrir. Inn kom Chad Mendes með skömmum fyrirvara og munu þeir berjast um svo kallaðan bráðabirgðartitil UFC (e. interim title). Sigurvegarinn mun svo mæta Aldo þar sem óumdeilanlegur fjaðurvigtarmeistari verður krýndur. Conor McGregor talar í fyrirsögnum og setur hann mikla pressu á sjálfan sig með stórum yfirlýsingum. Hingað til hefur hann staðið við allar sínar yfirlýsingar en á morgun verður hans stærsta prófraun. Þeir sem þekkja til McGregor segja að pressan hafi ekkert nema jákvæð áhrif á hann. Því meiri pressa sem hvílir á honum, því betur virðist hann standa sig. Gegn Mendes hefur hann ekki sparað stóru orðin og sagt Mendes vera nýliða sem muni ekki geta enst út 1. lotuna á morgun. Aðrir búast við hnífjöfnum og spennandi bardaga.Nokkrir hlutir til að hafa í huga:15 af 17 sigrum hans hafa komið eftir rothöggAldrei verið tekinn niður í UFCHefur aldrei mætt jafn sterkum glímumanni og MendesÍ fimm UFC bardögum sínum hefur McGregor verið samtals stjórnað í aðeins 25 sekúndurLeið til sigurs: McGregor er með frábæra pressu sem flestir brotna undan. Hann þarf að stjórna miðjunni í búrinu, halda góðri fjarlægði, fá Mendes til að bakka og raða inn höggunum. Um fram allt þarf hann að verjast fellunum og halda bardaganum standandi. Hver er styrkleiki Chad Mendes og hver er hans leið til sigurs? Lestu um það á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Írarnir elska Conor og Gunnar | Myndband Vísir hitti hressan Íra á opinni æfingu hjá UFC í gær. 9. júlí 2015 13:00 Utan vallar: Conor McGregor er orðinn stærsta stjarnan í UFC í dag Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor er aðalnúmerið á stærsta bardagakvöldi UFC frá upphafi á laugardag. 10. júlí 2015 06:00 Sjáðu Conor McGregor fara á kostum á æfingu í gær | Myndband Írinn Conor McGregor sýndi í gær af hverju hann er orðinn aðalmaðurinn í UFC-heiminum. 9. júlí 2015 11:00 Ótrúlegar vinsældir Conors í Vegas Ágangur fjölmiðla er mikill og fá færri viðtal en vilja. 9. júlí 2015 09:30 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Sjá meira
Írarnir elska Conor og Gunnar | Myndband Vísir hitti hressan Íra á opinni æfingu hjá UFC í gær. 9. júlí 2015 13:00
Utan vallar: Conor McGregor er orðinn stærsta stjarnan í UFC í dag Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor er aðalnúmerið á stærsta bardagakvöldi UFC frá upphafi á laugardag. 10. júlí 2015 06:00
Sjáðu Conor McGregor fara á kostum á æfingu í gær | Myndband Írinn Conor McGregor sýndi í gær af hverju hann er orðinn aðalmaðurinn í UFC-heiminum. 9. júlí 2015 11:00
Ótrúlegar vinsældir Conors í Vegas Ágangur fjölmiðla er mikill og fá færri viðtal en vilja. 9. júlí 2015 09:30